Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 36
Helgarblað 17.–20. febrúar 201732 Skrýtið Sakamál Leiðandi á leiksvæðum • Sími 565-1048 jh@johannhelgi.is • www.johannhelgi.is Leiktæki fyrir fatlaða Jóhann Helgi & Co ehf, „Stofnað 1990“ Sími 565 1048 - 820 8096 jh@johannhelgi.is – www.johannhelgi.is Útileiktæki: Rólur, vegasölt, gormatæki, rennibrautir, leikkastalar ofl. Frá viðurkenndum framleiðendum eins og Lappset, Wicksteed, Stilum, Dynamo, Huck ofl. Járnrimlagirðingar fyrir skóla- og leikskólalóðir, íþróttavelli, fjölbýlishús og einkalóðir. Þýsk gæði frá Legi. Hjólabrettapallar frá Rhino Ramps í Belgíu, komnir upp víða um land við frábærar undirtektir notenda. Fallvarnarefni: Gúmmíhellur frá Þýskalandi og gúmmímottur á gras, þar sem grasið vex upp í gegn um motturnar og motturnar hlífa grasinu og virka sem fallvörn. Leikföng, húsgögn og búnaður fyrir leikskóla frá stærsta dreifingaraðila Danmörku, Lekolar (áður Rabo - Brio). Mörk og körfur, útiþrektæki og ýmsar gerðir af sparkvöllum frá viðurkenndum framleiðendum eins og t.d. Sure Shot, Lappset, Wicksteed og Saysu. Bekkir, ruslafötur, stubbahús, skýli, reiðhjólagrindur, trjágrindur, pollar, ljósastaurar, blómaker ofl. frá GH Form, Vekso, Nifo, Orsogril Vestre o.fl. Bændur og hestamenn: Nótuð plastborð, fjárhúsgólf, búgarðagirðingar (Dallas), gerði og girðingarstaurar. úr plasti, básamottur og fóðurgangamottur. BJóðuM HeiLdarLausnir á LeiksvæðuM. uppsetning, viðHaLd og þJónusta Leitið tiLBoða w w w .jo ha nn he lg i.i s Sumarhúsið og garðurinn 2. 2009 33 M yn di r f rá F er ða þj ón us tu nn i V at ns ho lti w w w .s ta yi ni ce la nd .is Morð seM vöktu n Þrír ungir menn, í tveimur aðskildum málum, urðu mönnum að bana óhug árið 1976 u m mitt ár 1976 sló óhug á Íslendinga vegna tveggja hrottalegra morða sem fram- in voru annars vegar á Akur- eyri og hins vegar í Kópavogi. Í báðum málunum, sem voru ótengd, voru gerendurnir um átján ára aldur og voru morðin með öllu tilefnis- laus. Fyrir utan þessi skelfilegu mál hafði Baldur Jónsson úrsmiður verið myrtur af af kunningja sínum, Jóni Péturssyni, þann 10. janúar sama ár auk þess sem Lovísa Kristjánsdóttir lét lífið þann 26. ágúst eftir að hafa stað- ið Ásgeir Ingólfsson að verki við inn- brot á heimili hennar. Jón var metinn ósakhæfur og var gert að sæta öryggis- gæslu á viðeigandi stofnun en Ásgeir var dæmdur til 17 ára fangelsisvistar. Skotinn til bana á Akureyri Um sjö að morgni sunnudagsins 4. apríl 1976 gengu vegfarendur fram á lík ungs manns við Heiðarlund á Akureyri, skammt frá Lundarskóla. Maðurinn hafði verið skotinn fjórum sinnum í hnakkann en fimmta skot- ið hafnaði í öxl hans. Lögreglu var tafarlaust gert viðvart og rannsókn málsins hófst. Sá látni hét Guðbjörn Tryggvason og var 28 ára gamall járn- iðnaðarmaður. Hann bjó í Glerár- þorpi ásamt konu sinni og tveimur ungum börnum en hafði seint um nóttina ákveðið að bregða sér í heim- sókn til vinar síns. Til vinarins komst Guðbjörn aldrei. Fljótlega eftir að lögregla kom á vettvang fannst mögulegt morð- vopn skammt frá þeim stað þar sem líkið hafði fundist. Um var að ræða 22 kalíbera Remington-riffil sem lá upp að skúr einum en skammt frá fundust einnig skot og skothylki. Rifflinum stolið úr verslun Ekki leið á löngu þar til í ljós kom að rifflinum hafði verið stolið sömu nótt úr Sportvöruverzlun Brynjólfs Sveinssonar að Skipagötu. Þar hafði þjófurinn stolið rifflinum, skotfærum og peningum auk þess sem að hann prófaði að skjóta nokkrum skotum innan veggja verslunarinnar. Olli hann talsverðu tjóni innan dyra með athæfi sínu. Óhætt er að fullyrða að Akureyringum og í raun þjóðinni allri hafi orðið hverft við vegna málsins. Þetta var fyrsta morðið á Akur- eyri í rúma öld, samkvæmt full- yrðingum dagblaða. Lögreglan á Akureyri tók málið föstum tökum og yfirheyrði fjölmarga einstaklinga sama dag og líkið fannst. Einn af þeim var 18 ára gamall sjómaður, Úlfar Ólafsson, sem var yfirheyrður að kvöldi sunnu- dags. Fram kemur að í yfirheyrslum hafi einhver smáatriði í frásögn hans leitt til þess að grunur um sekt hans varð æ sterkari. Úlfar hafði áður kom- ist í kast við lögin vegna smávægi- legra afbrota en aldrei í tengslum við ofbeldis verk af neinu tagi. Langaði til þess að verða mannsbani Rúmum sólarhring eftir að yfirheyrslur hófust yfir Úlfari játaði hann að hafa orðið Guðbirni að bana. Hann hafði stolið rifflinum fyrr um nóttina og haldið síðan út í nóttina. Þar rakst hann á tvo unga menntaskóladrengi frá Laugarvatni sem undruðust af hverju Úlfar væri á vappi með riffil um miðja nótt. Þá á Úlfar að hafa beint að þeim byssunni og leist þeim ekki á blikuna. Byssu maðurinn dró þá í land og sagðist hafa verið að grínast, vopnið væri óhlaðið. Viðurkenndi Úlfar að hafa rekist á Guðbjörn skömmu síðar, skammt frá Lundarskóla og þeir rætt stutt- lega saman. Engar vísbendingar eru um að þeir hafi þekkst. Tjáði Úlfar lögreglu að orðaskiptin hafi ekki ver- ið óvinsamleg. Þrátt fyrir það hefði hann fyrirvaralaust beint rifflinum að Guðbirni og skotið hann fimm sinnum af stuttu færi. Það var ekki síst tilefni morðsins sem vakti óhug hjá þjóðinni. Það var nefnilega ekk- ert og sagði árásarmaðurinn ungi að að hann hefði einfaldlega alltaf vilj- að prófa að verða mannsbani. Úlfar var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar í héraði en dómurinn síðar mildaður í 12 ára fangelsi í Hæstarétti. Misþyrmt í malargryfju Snemma morguns þann 6. júlí 1976 var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um að maður lægi í malargryfju við Fífuhvammsveg í Kópavogi og virt- ist látinn. Þegar fyrstu lögreglu- mennirnir komu á vettvang var ljóst að dauða hans hafði borið að með afar ofbeldisfullum hætti. Líkið lá í blóðpolli og vantaði tennur í neðri góm þess. Sá látni hét Guðjón Atli Árnason, 49 ára, og hafði komið við sögu lögreglu sem átti fingraför hans á skrá. Niðurstaða krufningar var sú að dánarorsök hans hefði verið mörg þung höfuðhögg en að auki bentu rifjabrot og blæðingar í lungum til þess að hann hefði orðið fyrir ítrek- uðum barsmíðum á brjóstkassa. Síðdegis sama dag fannst yfirgefinn Moskvitch-sendibifreið í eigu hins látna við Kaplaskjólsveg. Var bíllinn útataður blóði að innan og þótti aug- ljóst að vettvangur glæpsins væri fundinn. Á hliðarrúðu bílsins fundust fingraför sem voru til á skrá lögreglu. Daginn eftir voru tveir ungir menn handteknir, þeir Kristmundur Sigurðs son og Albert Ragnarsson. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir nokkuð greiðlega að hafa banað Guðjóni Atla. Ákváðu að ljúka verkinu Málsatvik voru þau að piltarn- ir höfðu hitt Guðjón Atla á Umferð- armiðstöðinni og voru allir þrír vel við skál. Ákváðu þeir að key a um höfuð borgarsvæðið á bifreið Guð- jóns Atla og var markmiðið að útvega með einhverjum hætti meira áfengi. Drengirnir fóru fljótlega að leggja á ráðin um að ræna Guðjón Atla og loks báðu þeir hann um að nema staðar við áðurnefndar malargryfjur. Þegar bifreiðin var við það að nema staðar réðust piltarnir á fórnarlamb sitt. Meðal annars brutu þeir pilsner- flösku á höfði mannsins. Átökin bár- ust út úr bifreiðinni og þar börðu piltarnir fórnarlamb sitt með hnefum og stálu loks peningaveskinu. Að því stöddu tók annar drengjanna við stjórn bifreiðarinnar og eigandan- um var komið hálfrænulausum fyr- ir í aftursæti bílsins. Eftir að hafa ekið ögn lengra inn í malargryfjurn- ar þá ákváðu drengirnir að úr því sem omið væri þá væri besti kosturinn að koma manninum fyrir kattarnef. Þeir stöðvuðu því bílinn og hleyptu Guð- jóni út úr honum. Þegar hann steig út um dyrnar keyrði annar drengur- inn stóran stein í höfuð hans og féll hann þá til jarðar án þess að gefa frá sér hljóð. Síðan börðu þeir hann með spýtu sem þeir fundu í grenndinni þar til þeir voru þess fullvissir að Guðjón Atli væri allur. Fyrir dómi gátu drengirnir ekki gefið neinar skýringar á ódæðisverk- inu. Haft var eftir öðrum þeirra að „að þetta hafi bara einhvern veginn farið svona“. Kristmundur var talinn hafa haft forgöngu um morðið en hann var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir aðild sína. Albert var ekki orðinn 18 ára þegar ódæðið var framið og það var virt honum til refsilækkunar. Hann hlaut átta ára fangelsi. Kveiktu í á Litla-Hrauni Nokkrum árum síðar stóðu Úlfar og Kristmundur saman að öðrum glæp- um. Þeir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi um mitt ár 1981 fyrir að hafa kveikt í fangelsinu að Litla-Hrauni þann 21. janúar 1977. Þriðji fanginn fékk eins árs dóm fyrir aðild sína. Þremenningarnir báru eld að fata- geymslu á neðstu hæð hússins og magnaðist eldurinn mjög. Slökkvi- liðið á Eyrarbakka var kallað út og tók um klukkustund að ráða niðurlög- um eldsins. Töluverðar skemmd- ir urðu og fengu sumir fangaverðir reykeitrun við slökkvistörf. Niðurstaða héraðsdóms var að fangarnir hefðu með athæfi sínu kom- ið samföngum sínum og starfsmönn- um í bráðan lífsháska auk þess að valda hættu á stórfelldu eignatjóni. Talið var hugsanlegt að þeir hefðu ætlað að flýja í ringulreiðinni sem skapaðist en því neituðu þeir ætíð við yfirheyrslur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Guðbjörn Tryggvason Ætlaði í heim- sókn til vinar síns síðla nætur en rakst á banamann sinn á leiðinni. Þeir þekktust ekki. Guðjón Atli Árnason Varð fórnarlamb líkamsárásar og ráns seint um kvöld. Árásarmenninir, tveir ungir menn ákváðu síðan að best væri að ganga frá fórnarlambi sínu. Óhugnanleg skilaboð Ástæðan sem Úlfar Ólafsson gaf fyrir morðinu á Guðbirni vakti óhug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.