Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 14
Helgarblað 17.–20. febrúar 201714 Fréttir n Nota kjördæmaviku til að hitta kjósendur n Landsbyggðarþingmenn á ferð og flugi E nginn þingfundur hefur verið á Alþingi þessa viku þar eð svokölluð kjördæmavika hefur staðið yfir. Þá er gefið frí frá þingfundum og þing­ menn nýta tíma sinn til að fara út í kjördæmin og hitta kjósendur, sveit­ arstjórnarfólk, halda fundi á stofnun­ um og í fyrirtækjum. Kjördæmavika hefur kannski í huga margra einkum snúist um að þingmenn í hinum stóru lands­ byggðarkjördæmum hafi tækifæri til að fara út og hitta sína kjósendur. Landsbyggðarþingmenn hafa að talsverðu leyti haft samflot í ferð­ um sínum um kjördæmið, þó það sé ekki einhlítt. Venjan er að önnur kjör­ dæmavikan hvern vetur sé nýtt með þeim hætti en í hinni vikunni hafi flokkarnir hver fyrir sig skipulagt sína dagskrá. En þingmenn Reykjavíkur og Suð­ vesturkjördæmis sitja hins vegar ekki auðum höndum í kjördæmaviku. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að vikan hafi verið þétt pökkuð af heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki hjá þingmönnum. „Við höfum síðan haldið félagsfundi fyrir okkar flokksmenn í vikunni. Einstak­ ir þingmenn hafa einnig boðið upp á fasta viðtalstíma sem hafa verið vel nýttir.“ Lágstemmt hjá Sjálfstæðisflokknum Birgir Ármannsson, þingflokksfor­ maður Sjálfstæðisflokksins, segir það nokkuð misjafnt hvað þingmenn flokksins á suðvesturhorninu aðhafist í kjördæmaviku. „Að þessu sinni er engin skipulögð dagskrá hjá okkur þingmönnum Reykjavíkur en þing­ menn Kragans hafa hitt sveitarstjórnir í kjördæm­ unum. Þingmenn hafa nýtt tækifærið og unnið við skrifborðin og hitt fólk á fundum sem ekki hefur gefist tími til í önnum hinna daglegu þingstarfa. Í gegnum árin höfum við oft farið í skipulagða dagskrá með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir auk annars. Það er hins vegar allt lágstemmt hjá okkur í þessari kjör­ dæmaviku, um það var tekin ákvörðun þegar að Ólöf Nordal samflokks­ kona okkar féll frá í síð­ ustu viku.“ Hanna Katrín Friðriks­ son, þingflokksformað­ ur Viðreisnar, segir að það hversu stutt sé frá því að þing kom saman hafi kannski talsverð áhrif á hvernig þingmenn Viðreisn­ ar hagi sinni dagskrá í vikunni, en þingmenn flokksins eru allir nýir fyrir utan sjávarútvegs­ og landbún­ aðarráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. „Við eigum auðvitað bara tvo landsbyggðarþingmenn. Við þingmenn Reykjavíkur og Suð­ vesturkjördæmis höfum ekki verið með skipulagða dagskrá heldur höf­ um við hvert um sig sinnt ýmsum verkefnum, hitt fólk, farið í stofnanir og fyrirtæki og svo framvegis. Hanna Katrín segir hún hafi varla reynslu til að segja af eða á um gagn­ semi kjördæmaviku. Hún hallist þó að því að hún sé mikilvæg. „Eitt af því sem kom mér á óvart þegar ég settist á þing er hve tími þingmanna er mikið nið­ ur njörvaður í fasta fundi. Annars vegar þingfundi og svo nefndarfundi. Þess vegna held ég að það sé gagnlegt að fá tíma í þess­ um vikum til að sinna baklandinu og kjósendum.“ Píratar bjóða í bíó Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að þing­ menn flokksins hafi nýtt tímann til að hitta flokks­ menn og kjósendur með skipulagðri dagskrá. „Rús­ ínan í pylsuendanum er svo að við ætlum á laugar­ daginn að bjóða fólki á myndina Democracy í Bíó Paradís, með pallborðsumræðum á eftir.“ Silja Dögg Gunnarsdóttir, vara­ formaður þingflokks Framsóknar­ flokksins, segir að landbyggðarþing­ menn flokksins hafi að talsverðu leyti verið í samfloti með þingmönnum annarra flokka, þó ekki í Norðvestur­ kjördæmi. n „Eitt af því sem kom mér á óvart þegar ég settist á þing er hve tími þingmanna er mikið niður njörvaður Kjördæmavika Þingmenn hafa nýtt liðna viku til að hitta kjósendur, heimsækja stofnanir, fyrirtæki og sveitarstjórnir. Mynd Sigtryggur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Tími þingmanna niður njörvaður Ásta guðrún Helgadóttir Birgir Ármannsson Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 VIÐ ERUM ÓDÝRARI EN ÞIG GRUNAR SPRENGJUVERÐ Á LED FLÓÐKÖSTURUM FYRIR VERKTAKA Ludviksson ehf - Ledljós Flatahraun 31 - Hafnarfirði www.ledljós.is LEDLÝSING VINNUKASTARAR 80-90% SPARNAÐUR Gæði - ábyrgð og brautryðjendur í betri verðum ... 20W og upp í 1000w LED kastarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.