Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 6
vikublað 7.–9. mars 20176 Fréttir Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali bjarni@fastlind.is Sími 662 6163 Ég kann að meta eignina þína Grýlukerti féll á bifreið Óheppilegt atvik átti sér stað við Freyjugötu í Reykjavík á sunnu­ dagskvöld þegar grýlukerti olli tjóni á bifreið. Tilkynnt var um at­ vikið á tíunda tímanum en grýlu­ kertið hafði fallið frá þakbrún húss og á bifreið fyrir neðan. Tjón varð á toppi og framrúðu bif­ reiðarinnar. Þrír ökumenn voru stöðvaðir á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags, en þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkni­ efna. Eitt umferðarslys varð á sunnudagskvöld, en það varð á Reykjanesbraut við Brunnhóla. Tvær bifreiðar skullu þar saman en tveir voru í hvorum bíl, allt er­ lendir ferðamenn. Þrír voru flutt­ ir alvarlega slasaðir á slysadeild með sjúkrabifreiðum, en loka þurfti Reykjanesbrautinni meðan unnið var á vettvangi. Fyrrverandi forsetar Alþingis engu að síður jákvæðir varðandi breytingar á þingsköpum F yrrverandi forsetar Alþingis telja að frumvarp sem Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutnings­ maður að, og gengur út á að þingmál falli ekki niður milli löggjafarþinga, standist ekki stjórn­ arskrá. Þeir eru engu að síður áhuga­ samir um að málið nái fram að ganga þar eð þeir telja það myndi bæta vinnulag á Alþingi. Í greinargerð með frumvarpinu er því hins vegar haldið fram að ekki sé þörf á stjórnarskrár­ breytingu. Frumvarpið sem um ræðir lýtur að því að hafi þingmál ekki hlotið lokaaf­ greiðslu við lok hvers löggjafarþings skuli taka það upp að nýju á næsta þingi nema flutningsmaður þess hafi dregið það til baka. Í dag er staðan sú að þingmál falla dauð hafi ekki tekist að klára þau við þinglok og þarf þá að endurflytja þau á næsta löggjafarþingi. Það á meðal annars við um umrætt frumvarp en Birgitta lagði það áður fram árið 2015. Ákvæði er um það í frumvarpinu að mál skuli falla niður við lok kjörtímabils. Enginn viljað taka áhættuna Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili, er já­ kvæður í garð hugsanlegra breytinga í þessa veru. „Ég held að ýmislegt mæli með því að þetta fyrirkomulag yrði tekið upp í þinginu. Það sem hef­ ur hins vegar gert það að verkum að menn hafa ekki hrint þessu í fram­ kvæmd er að í besta falli ríkir um það óvissa hvort það standist stjórnarskrá, það er að segja hvort það sé ekki skylt samkvæmt stjórnarskránni að klára skuli mál á því löggjafarþingi sem það er lagt fram á. Í ljósi þess hefur enginn viljað taka áhættu á að breyta lögum, ef í ljós kæmi síðar að það væri ekki í samræmi við stjórnarskrá. Það gæti haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Einar bendir á að við vinnu við breytingar á stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili, sem ekki náðu fram að ganga, hafi hann látið fara fram vinnu í þinginu sem snerti á þessu máli. Sú vinna gekk út á að útfæra breytingar af þessu tagi sem yrðu hluti af stjórnar­ skrárbreytingum. „Niðurstaðan varð sú að ekki náðist samstaða um að breyta stjórnarskránni og því reyndi ekki á þetta.“ Myndi auka skilvirkni Einar telur að ef af yrði þá myndi þessi breyting á vinnulagi Alþingis draga úr tvíverknaði og auka skilvirkni í þing­ störfum. Spurður hvort hann telji að með breytingunni myndi staða fram­ kvæmdavaldsins gagnvart þinginu eða staða stjórnar gagnvart stjórn­ arandstöðu breytast með einhverj­ um hætti segir Einar að hann telji að það verði ekki, í það minnsta ekki í grundvallaratriðum. „Þetta gæti gert það að verkum að það yrði erfiðara fyrir stjórnarmeirihluta að svæfa mál í nefndum. Eftir sem áður væri það auðvitað á valdi pólitísks meirihluta í þinginu að koma málum áfram og samþykkja þau. Þetta myndi hins vegar mögulega líka greiða fyrir mál­ um ríkisstjórnarinnar. Mál sem hefðu til dæmis farið í gegnum aðra um­ ræðu en hefðu strandað í nefnd milli annarrar og þriðju umræðu myndu þá ekki falla niður milli löggjafarþinga.“ Þyrfti skýran ramma Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sat sem forseti þingsins frá síðustu kosningum og fram til þess að Unnur Brá Konráðs­ dóttir tók við í janúar síðastliðnum. Telja frumvarp Birgittu ekki standast stjórnarskrá Efasemdir vegna stjórnarskrár Fyrrverandi þingforsetar telja að frumvarp um breytingar á þingsköpum standist ekki stjórnarskrá. Mynd Sigtryggur Ari Birgitta Jónsdóttir Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Meðvitundar- lítill vegna neyslu Óskað var eftir aðstoð sjúkraliðs og lögreglu á sjöunda tímanum á mánudagsmorgun vegna karl­ manns sem var meðvitundarlítill sökum mikillar neyslu ávana­ og fíkniefna. Í dagbók lögreglu kem­ ur fram að maðurinn hafi verið fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en þegar þangað var komið brást hann illa við. Kallað var á frekari aðstoð lögreglu á meðan maðurinn náði áttum. 40 nýjar kvartanir vegna United Silicon R íflega 40 ábendingar og kvart­ anir höfðu borist Umhverfis­ stofnun á sunnudag og fram að miðjum degi á mánudag vegna stækrar brunalyktar frá kísil­ veri United Silicon í Helguvík. Fyrir­ tækið hefur ekki brugðist við bréfi Umhverfisstofnunar þar sem farið Fulltrúi lífeyrissjóða í stjórn Umhverfisstofnun er ekki eina stofnunin sem er með United Silicon í gjörgæslu. Sam- kvæmt heimildum DV er Arion banki einnig með fjárhag félagsins í sérstakri skoðun en bankinn kom að fjármögnun verkefnisins á sínum tíma. Þá þykja nýlegar breytingar á stjórn félagsins renna stoðum undir þær heimildir en þann 9. febrúar tilkynnti félagið að þau Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason hefðu tekið sæti í stjórn félagsins. Sigrún er fyrrverandi forstjóri VÍS og Jakob er starfsmaður LBI eignarhaldsfélagsins utan um gamla Landsbankann. Magnús segist sjálfur stoltur af breytingunum, nú sé komin kona í stjórn og um sé að ræða tvo reynslubolta á sínu sviði. Annar þeirra komi frá lífeyrissjóðunum sem hafi lagt mikið fjármagn í verkefnið. DV sendi fyrirspurn á Arion banka og spurðist annars vegar fyrir um hversu mikið bankinn á undir í fjárfestingum í kísiliðnaðinum og hins vegar hver aðkoma bankans væri að Sameinuðu Sílikoni hf. Bankinn taldi ekki rétt að veita ítarlegri upplýsingar en fram koma í ársreikningum bankans en þar er aðeins hægt að sjá heildartölu yfir lán til iðnaðar, orkuvinnslu og framleiðslu. Hvað aðkomu bankans varðar þá var borið við bankaleynd: „Hins vegar getum við staðfest það sem þegar er opinbert að Arion banki hefur komið að fjármögnun United Silicon.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.