Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 9
vikublað 7.–9. mars 2017 Fréttir 9 reiðaeigenda (FÍB), seg­ ir þau slys sem hafa átt sér stað að undanförnu, á bæði Reykjanesbraut og Grinda­ víkurvegi, séu með öllu óá­ sættanleg. Fyrir utan þann mikla mannlega harmleik sem fylgir slysunum þá séu þau gríðarlega kostnaðar­ söm fyrir samfélagið. „Alvarleg slys og banaslys í umferðinni eru óhemju kostnaðarsöm fyrir utan þann mann­ lega harmleik sem þeim fylgir. Það fylgir því mikill þjóðhagslegur ávinning­ ur að draga úr slysum og auka umferðaröryggi. Við verðum sem samfélag að standa myndarlega að uppbyggingu og viðhaldi vega,“ segir Runólfur og bendir á að þessi mála­ flokkur hafi verið vanrækt­ ur í allt of langan tíma. „Miðað við fjárlög fyr­ ir árið 2017 þá má gera ráð fyrir að innan við 22 milljarðar króna fari til nýbygginga, viðhalds og þjón­ ustu við vegi landsins. Þetta er um 1% af landsframleiðslu. Lengstum áður fóru til vega um 2% af lands­ framleiðslu og það er hlutfall sem við sjáum hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við.“ En hvernig er hægt að bregðast við strax? „Það verður að forgangsraða í framkvæmdum út frá umferðar­ öryggi og umferðarmagni. Það þarf einnig að tryggja öruggar og greið­ ar samgöngur til að treysta byggð,“ segir Runólfur sem líst ekki vel á hugmyndir um að setja vegatoll á Reykjanesbraut og Suðurlandsveg til þess að flýta fyr­ ir viðhaldi og uppbyggingu. „Tekjur ríkissjóðs af bílum og um­ ferð eru áætlaðar a.m.k. 70 milljarð­ ar króna 2017. Skatttekjur ríkisins af eldsneytissölu (fyrir utan virðis­ aukaskatt) og af bifreiðagjaldinu eru áætlaðar nærri 35 milljarðar króna. Þetta er sú tala sem gert var ráð fyr­ ir í samgönguáætlun sem samþykkt var nær einróma rétt fyrir kosningar í október 2016. Við hjá FÍB setjum fram þá eðlilegu kröfu að þessir 35 milljarð­ ar renni til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins. Vegatollar eru auka skattheimta og það að leggja vegatoll á Reykjanesbraut eða Suður­ landsveg án þess að bera það undir kjósendur í kosningum er eignaupptaka gagnvart al­ menningi.“ Sú eina sem lifði slysið af Það er ekki hægt að skrifa um Reykjanesbrautina eða Grindavíkurveg án þess að tala um þá miklu harmleiki sem slysum á þessum vegar­ köflum hafa fylgt. Ein kona sem þekkir af eigin raun hvernig er að missa ástvin í bílslysi á þessum slóðum skil­ ur ekki hvers vegna það tek­ ur svona langan tíma að klára tvöföldunina. Hún heitir Sesselja Erna Benediktsdóttir en hún lenti í alvarlegu bílslysi ásamt föð­ ur sínum þegar tvær bif­ reiðar skullu saman á Reykjanesbraut­ inni. Fjórir voru í bifreiðunum tveimur og var Erna sú eina sem lifði bílslysið af. Hún var þá bundin í barna­ bílstól, aðeins fjögurra ára gömul. Bílslysið varð til þess að hópur íbúa á Suðurnesjum lokaði Reykjanesbrautinni fyrir allri umferð til þess að þrýsta á úrbætur. Úr varð tvö­ földun Reykjanesbrautarinnar en aðeins að hluta. „Ég skil ekki alveg af hverju það tekur svona langan tíma að klára að tvöfalda Reykjanesbrautina. Ég get ekki hætt að hugsa um það hversu margir eigi eftir að láta lífið á þessum vegi áður en stjórnvöld ráðast í úrbæt­ ur. Hver dagur skiptir máli og það er sárt að hugsa til þess að fólk þurfi að missa ástvini sína svo embætt­ ismenn átti sig á stöðunni,“ segir Sesselja Erna sem steig fram í fyrra­ sumar ásamt hópnum „Stopp, hing­ að og ekki lengra“ en hann hefur barist fyrir tvöföldun Reykjanes­ brautarinnar frá því snemma á síð­ asta ári. Í myndskeiði sem hópurinn sendi frá sér segir Sesselja Erna frá slysinu: „Árið 2000 lenti ég bílslysi á Reykjanesbraut. Þar var ég í bíl með pabba mínum og sofnaði hann undir stýri. Lentum við á bíl með öðrum hjónum. Ég kastaðist úr bíl­ stólnum og var sú eina sem lifði af. Stopp, hingað og ekki lengra.“ Sesselja Erna segir það blasa við ef fólk skoðar umferðarslys á þessum vegum að þeim hafi fækkað til muna á þeim kafla sem nú þegar hefur ver­ ið tvöfaldaður. Ekkert banaslys hafi til að mynda átt sér stað. „Það hef­ ur sýnt sig að þessi tvöföldun hefur bætt öryggi til muna en samt er ekki ráðist í það að klára að tvöfalda alla leið? Hvar eru alvarlegustu slysin í dag? Jú. Á þeim kafla sem ekki hef­ ur verið tvöfaldaður. Ég verð bara virkilega reið þegar ég frétti af þess­ um slysum því ég veit hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þau eða að minnsta kosti sporna við þeim og fækka að miklu leyti. Það er tvöföldun. Tvöföldun sem þarf að koma strax. Ekki eftir ár eða tvö eða þrjú, heldur strax í dag.“ n Hafnarfjörður Reykjanesbraut n Fimm hafa látist og tuttugu og einn slasast alvarlega á einbreiðri Reykjanesbraut n Þrír látnir á Grindavíkurvegi n Þjóðhagslegur ávinningur að fækka slysum m y n d l a n d m æ li n g a r íS la n d S Jóhannes Jóhannes lét eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Honum er lýst sem frábærum fjölskylduföður, dugnaðar­ forki og það var alltaf stutt í brosið. Þá var hann einlægur og hjálpsamur, sagði Þorsteinn vinur hans í samtali við DV. Berglind Vinkona Berg­ lindar lýsti henni sem geislandi, brosmildri og fallegri konu. „Berglind var ljúf stelpa sem margir koma til með að sakna,“ sagði vinkona hennar eftir að Berglind féll frá. Sú eina sem lifði Sesselja var fjögurra ára þegar hún lenti í slysinu. Þrír létust. 8 DÁIÐ Á 9 Árum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.