Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 38
vikublað 7.–9. mars 201734 Fólk
Glæsibæ • www.sportlif.is
PróteinPönnukökur
Próteinís Próteinbúðingur
HEILD EHF
Rúmfatnaður fyrir hótel
og sjúkrastofnanir
Stórhöfði 17 • 110 Reykjavík • Sími 5877685 • Netfang: elias@egheild.is • www.egheild.is
Vandaður rúmfatnaður 100% cotton satin með 300TH. 60/60µ.
Sterk og endingargóð teygjulök, 100% cotton satin með 300TH.
Gæða handklæði 500 gsm.
Góðar sængur sem má þvo við 95° hita.
Dýnuhlífar, þola þvott við 95°, rakaheldnar.
Úti að aka í Borgarleikhúsinu
Fjölmenni á frumsýningu Úti að aka á laugardagskvöld
F
arsinn Úti að aka var frum
sýndur á Stóra sviði Borgar
leikhússins á laugardags
kvöld. Góður rómur var
gerður að sýningunni en
leikritið segir frá leigubílstjóranum
Jóni Jónssyni sem lifir tvöföldu lífi.
Jón heldur tvö heimili með
tveimur konum sem vita ekki af
hvor annarri. Hann á eitt barn með
hvorri konu, stelpu og strák á sama
aldri, og er óhætt að segja að málin
vandist þegar þau kynnast óvænt á
Facebook og ætla að hittast.
Leikstjóri er enginn annar
en Magnús Geir Þórðarson en
höfundur verksins er Ray Cooney.
Með helstu hlutverk fara Bergur Þór
Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústs
dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason og Ilmur
Kristjánsdóttir. n
Góð
saman
Píanóleik-
arinn Vík-
ingur Heiðar
Ólafsson
og Halla
Oddný
Magnús-
dóttir létu
sig ekki
vanta.
Nýtt starf Leikkonan Jóhanna Vigdís
Arnardóttir lét sig ekki vanta. Hér er hún
með eiginmanni sínum, Þorsteini Helga
Guðbjörnssyni. Jóhanna var á dögunum
ráðin til Samtaka iðnaðarins þar sem hún
er verkefnastjóri í menntamálum.
Flott hjón Svanhildur Konráðs-
dóttir, sem var á dögunum ráðin
framkvæmdastjóri Hörpu, er hér með
eiginmanni sínum, Ali Reza Amoushahi.
Stór fjölskylda
Þúsundþjalasmiðurinn
Mikael Torfason er mikill
fjölskyldumaður en kona
hans, Elma Stefanía
Ágústsdóttir, leikur í
sýningunni.
Tvær góðar
Kristín Eysteins-
dóttir, leikhús-
stjóri Borgarleik-
hússins, er hér
með leikkonunni
Eddu Björgvins-
dóttur.
Flottir feðgar S. Björn Blöndal, borgar-
fulltrúi Bjartrar framtíðar, er hér með sonum
sínum.