Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 36
Vikublað 7.–9. mars 201732 Menning Sjónvarp Sjónvarpsdagskrá Fimmtudagur 9. mars eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði RÚV Stöð 2 15.05 Söngvakeppnin 2017 (2:3) 16.50 Gettu betur (2:7) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Barnaefni 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.05 Andri á flandri í túristalandi (7:8) Ný þáttaröð með fjölmiðlamann- inum Andra Frey Viðarssyni. Að þessu sinni kannar Andri sívaxandi ferða- mannastraum til Íslands og reynir m.a. að slá á fordóma sína í garð erlendra ferðamanna. 20.40 Lygavefur (2:6) (Ordinary Lies) Leik- in þáttaröð frá BBC um ósköp venju- legan hóp starfs- manna á bílasölu þar sem hvítar lygar koma þeim í hann krappann. 21.35 Hulli (3:8) Önnur þáttaröð um lista- manninn Hulla og hans nánustu vini í Reykjavík nútímans. Síðast þegar við sáum til Hulla var hann búin að selja Kölska sál sína, vinna Óskarinn og flytja til Hollywood. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Fortitude (6:10) (Fortitude II) Önnur þáttaröð af þessum spennumyndaflokki sem tekinn er hér á landi. Sagan gerist í þorpi á norðurhjara. Hrottalegur glæpur skekur þorpssam- félagið sem þekkt er fyrir friðsemd og nánd íbúanna. 23.10 Á spretti (2:5) 23.35 Glæpasveitin (4:8) (The Team) 00.35 Kastljós 01.00 Dagskrárlok 07:00 Simpson-fjöl- skyldan (20:22) 07:25 Kalli kanína 07:50 The Middle (17:24) 08:15 Ellen 08:55 Tommi og Jenni 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Jamie's 30 Minu- te Meals (39:40) 10:00 The Doctors 10:40 The Goldbergs 11:05 Landnemarnir (6:9) 11:50 Poppsvar (6:7) 12:35 Nágrannar 13:00 Ingenious 14:30 All The Way 16:55 Bold and the Beautiful 17:20 Nágrannar 17:45 Ellen 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Íþróttir 19:05 Fréttir Stöðvar 2 19:20 The Big Bang Theory (14:24) 19:45 Masterchef Professionals - Australia (9:25) Stórskemmtilegur matreiðsluþáttur sem byggður er á upprunalegu þátt- unum en hér eru það matreiðslumeistar sem keppast við að vinna bragðlauka dómnefndarinnar yfir á sitt band. Ýmsar þrautir eru lagðar fram í eldamennsk- unni og þar reynir á hugmyndaflug, úrræði og færni þátttakenda. 20:30 Hið blómlega bú (4:8) 21:00 Homeland (7:12) Sjötta þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast með Carrie Mathie- son nú fyrrverandi starfsmanni banda- rísku leyniþjón- ustunnar. 21:50 The Blacklist: Redemption (1:8) 22:35 Lethal Weapon 23:20 Martha & Snoop's Potluck Dinner Party (1:10) 00:00 Big Little Lies 00:55 Taboo (5:8) 01:55 Person of Interest 02:40 Beautiful and Twisted 04:05 All The Way 06:15 The Middle (17:24) 08:25 Dr. Phil 09:05 90210 (9:24) 09:50 Three Rivers (9:13) 10:35 Síminn + Spotify 11:20 Dr. Phil 12:00 The Voice USA 13:30 American Housewife (15:22) 13:55 EM 2016 - sagan öll 14:50 The Bachelorette 16:20 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 17:00 The Late Late Show with James Corden 17:40 Dr. Phil 18:20 King of Queens 18:45 Arrested Develop- ment (3:22) 19:10 How I Met Your Mother (16:24) 19:35 The Mick (9:17) 20:00 Það er kominn matur (4:8) 20:35 Speechless (14:23) Gamanþáttaröð með Minnie Driver í aðahlutverki. Hún leikur móður sem lætur ekkert stöðva sig við að tryggja fjölskyldunni betra líf en elsta barn hennar á við fötlun að stríða. 21:00 This is Us (17:18) Stórbrotin þáttaröð sem hefur farið sigurför um heiminn. Sögð er saga ólíkra einstaklinga sem allir tengjast traust- um böndum. Þetta er þáttaröð sem kemur skemmtilega á óvart. 21:45 MacGyver (15:22) Spennuþáttur um hinn unga og úrræðagóða Angus 'Mac' MacGyver sem starfar fyrir banda- rísk yfirvöld og notar óhefðbundnar aðferðir og víðtæka þekkingu til að bjarga mannslífum. 22:30 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 23:10 The Late Late Show with James Corden 23:50 Californication 00:20 24 (24:24) 01:05 Law & Order: Special Victims Unit (21:23) 01:50 Billions (2:12) 02:35 This is Us (17:18) 03:20 MacGyver (15:22) Sjónvarp Símans M atreiðsluþættir bregðast nær aldrei, nema þegar einungis eru eldaðir græn- metisréttir. Þá er fremur auðvelt að missa áhugann. Ég ætla ekki að lasta grænmeti en það verð- ur að viðurkennast að eitt og sér er það afar óspennandi. Það virkar ekki fullkomlega nema það sé í samfloti með kjöti eða fiski. Top Chef sem Skjár Símans sýnir er afbragðs þáttur þar sem keppt er í eldamennsku og í hverjum þætti eru þeir sem síst stóðu sig sendir heim. Ég horfði um daginn og þá féllu tveir keppendur úr keppni. Báðir brugð- ust afar illa við og tuðuðu um að þeir ættu þetta ekki skilið því þeir væru svo miklu betri en aðrir keppendur. Það er góð regla að fara aldrei í fýlu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Fólk sem er mjög yfirlýsingaglatt um eigið ágæti er líka fremur þreytandi. Yfirlæti þeirra keppenda sem þarna féllu úr keppni var þeim ekki til sóma en var hins vegar prýðis sjón- varpsefni. Endalaust má dást að góðum kokkum og enginn kemst áfram í keppni eins og þessari nema vera það. Alltaf er gaman að sjá lotn- ingarsvipinn á keppendum þegar þeir hitta heimsfrægan kokk sem metur síðan frammistöðu þeirra. Þessir atvinnukokkar vita allt og hafa óhemju næmar bragðtaugar og einkar glöggt auga fyrir framsetn- ingu. Þeir hrifsa ekki til sín matinn og skófla upp í sig heldur bera sig að af fullkominni fágun. Það er eins og þeir hafi aldrei matast annars staðar en í konungshöllum. Margir kunna að elda góðan mat en það eru ekki allir jafn hæfileika- ríkir þegar kemur að útliti og fram- setningu. Þeir sem segja að útlit skipti ekki máli varðandi mat eru á algjörum villigötum. Þegar maður horfir á Top Chef hefur maður ekki hugmynd um hvernig maturinn bragðast, ímyndar sér það bara. Maður sér hins vegar hvernig hann lítur út og þar eru iðulega mikil flott- heit á ferð. Þá gerir maður sér glögga grein fyrir hæfileikaleysi sínu. n Fýla út í dómarann Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið „Yfirlæti þeirra keppenda sem þarna féllu úr keppni var þeim ekki til sóma en var hins vegar prýðis sjón- varpsefni. Flottheit Útlit skiptir máli. MYND JOSE MORAN MOYA Top Chef Þáttur sem er ætíð gaman að horfa á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.