Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 7
vikublað 7.–9. mars 2017 Fréttir 7 15 mars skattur.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk.is/hafa-samband Á Íslandi sparar rafræna tæknibyltingin framtelj- endum mikinn tíma frá því sem áður var. Nú geta fjölmargir yfirfarið skattframtalið sitt á örfáum mínútum. Framtalið þitt er tilbúið og aðgengilegt á skattur.is með rafrænum skilríkjum eða veflykli RSK með innsendum upplýsingum frá launagreiðendum, fjármálastofnunum og fleirum. Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30-15:30. Afgreiðslur á Laugavegi og á Akureyri ásamt símaþjónustu í framtalsaðstoð verða sömuleiðis opnar laugardaginn 18. mars frá kl. 11-17 og til kl. 18 miðvikudaginn 15. mars og mánudaginn 20. mars. ...opnar framtalið ...ferð yfir allar upplýsingar ...breytir ef ástæða er til ...staðfestir Þú einfaldlega... Þú afgreiðir framtalið þitt á aðeins fimm mínútum Skilafresti lýkur 15. mars Steingrímur er áhugasamur um að þessi breyting nái fram að ganga. „Ég tel að stefna ætti að því að endurskoða skipulagið þannig að þingmál gætu lifað, með tiltekn- um hætti þó. Það þyrfti að búa um það með hvaða hætti ætti að fara með þingmál sem hefði lifað milli þinga. Ég held það þyrfti að búa til skýran ramma um með hvaða hætti eigi að klára mál. Sú fastanefnd sem hefði mál til meðferðar þyrfti að af- greiða einhvers konar skilagrein með því þar sem ákveðið væri með hvaða hætti ætti að ganga frá mál- inu, það er ekki hægt að hlaða upp óafgreiddum þingmálum.“ Hægt að breyta stjórnarskránni En það er hængur á. „Ég hallast að því að þetta sé ekki hægt nema með breytingu á stjórnarskrá. Það hefur verið afstaða helstu stjórnarskrár- fræðinga að þetta sé ekki öðruvísi hægt miðað við orðanna hljóðan í stjórnarskrá, að flytja skuli hvert mál á löggjafarþingi. Auk þess er um órofa hefð að ræða, svona hefur stjórnarskráin verið túlkuð alla tíð,“ segir Steingrímur en bætir við að engu að síður sjái hann ekkert sem standi í vegi fyrir því að menn nái pólitískri sátt um málið og fylgi því eftir með breytingu á stjórnarskrá. n Steingrímur J. Sigfússon Einar Kristinn Guðfinnsson „Ég hef bara ekki heyrt um þetta“ Óska eftir nauðungarsölu á einbýlishúsi Árna Johnsen B eiðni um nauðungarsölu á einbýlishúsi Árna Johnsen í Breiðholti verður tekin fyrir á skrifstofu sýslumannsins í Kópavogi þann 6. apríl næstkom- andi. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu. Gerðarbeiðendur eru A- og B-deild- ir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og eru fjárhæðir krafnanna rúmlega 20 milljónir króna. Í samtali við DV segir Árni að um misskilning sé að ræða. „Ég hef bara ekki heyrt um þetta og ég veit ekki til þess að það séu nein vandamál þar,“ segir Árni og kveðst hafa gert upp við kröfuhafana. Hús Árna stendur við götuna Rituhóla og er um 350 fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 1979 og hefur Árni verið eigandi þess frá upphafi. Um miðjan febrúar síð- astliðinn greindi DV frá því að Árni hefði sett húsið á sölu hjá Fasteigna- markaðinum og var ásett verð tæpar 95 milljónir króna. Þar var eignin sögð standa á „frábærum útsýnis- stað við Elliðaárdalinn.“ Samkvæmt fasteignaskrá er húsið enn óselt og er ekki lengur auglýst á helstu fast- eignavefjum landsins. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Árni gerir til- raun til þess að selja Ritu- hóla. Húsið var fyrst aug- lýst til sölu árið 2014 en þá vakti athygli að húsið væri skráð í Fasteignaskrá um 100 fer- metrum minna en það er í raun og veru. Í skránni var ekki getið til um íbúðina á neðri hæðinni. Fram kom að sonur Árna hefði búið í íbúðinni, sem væri ósamþykkt. n bjornth@dv.is var fram á að fyrirtækið gerði tafar- lausar úrbætur í mengunarmálum, ellegar yrði því lokað. Frestur til að svara bréfinu rennur út á morgun, miðvikudag. Íbúar í Reykjanesbæ hafa orðið varir við mikla mengun frá fyrir- tækinu undanfarna daga. Meng- un sem þeir lýsa sem stækri bruna- lykt. „Í gær bárust 22 ábendingar eða kvartanir en í dag eru þær orðnar 19,“ sagði Sigrún Ágústsdóttir, sviðs- stjóri hjá Umhverfisstofnun, í samtali við DV eftir hádegi í gær, mánudag. Á Facebook mátti glöggt sjá að íbú- ar hafa fengið nóg. „Erum búin vera að kafna, bæði í gær og í dag,“ skrifar einn íbúi. Annar bætti við: „Ég þurfti að loka öllum gluggum út af bruna- stybbu sem ég vaknaði við í nótt. Þetta er engan veginn boðlegt, þessi yfirgangur United Silicon.“ Fleiri taka í sama streng. n baldur@dv.is Sviðsstjóri Sigrún Ágústsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.