Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 18
vikublað 7.–9. mars 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þingmenn girði sig í brók Líkt og greint var frá í DV um liðna helgi telja stjórnmálafræðingar að sitjandi ríkisstjórn verði ekki stjórn mikilla athafna. Til þess sé hún einfaldlega of veik og of mikið sundurlyndi innan hennar. Eirík- ur Bergmann, prófessor í stjórn- málafræði, sagði þar að besti vinur ríkisstjórnarinnar væri núverandi stjórnarandstaða. Sökum þess að innan hennar sé algjör óeining, einkum milli Framsóknarflokks og hinna þriggja stjórnarandstöð- uflokkanna, sé stjórnarandstað- an algjörlega ófær um að bjóða upp á raunhæfan valkost við rík- isstjórnina. Af því leiði að stjórn- in geti allt eins lullað í hægagangi út kjörtímabilið. Ekki eru þetta björgulegar lýsingar á stjórnmál- um í landinu í dag. Veik og verk- laus ríkis stjórn og sundruð stjórn- arandstaða. Kjósendur hljóta að gera kröfu á báðar hliðar að þar hysji fólk upp um sig og sinni því sem það var kosið til. Maður margra andlita Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, maðurinn sem virðist ekkert geta gert rangt, greinir frá því við- tali að hann telji að afleggja beri landsdóm. Fella beri ákvæði um hann úr stjórnar- skrá sökum þess að um fornt og úrelt ákvæði sé að ræða. Það hafi enda sýnt sig að niðurstaða dómsins eftir hrun hafi fremur sundrað þjóðinni en hitt og menn eigi að láta sér það að kenn- ingu verða. Nú kann það allt að vera rétt hjá forsetanum. Hitt er þó áleitin spurning orðin hvers kon- ar forseti Guðni ætlar sér að vera. Er pláss fyrir alla þá persónuleika sem Guðni bregður á loft í emb- ætti forseta? Forsetann sem lætur mynda sig með buff, forsetann sem afþakkar launahækkun, for- setann sem bannfærir ananas á pítsur og forsetann sem beitir sér varðandi lögskipan? Magnús, eigandi United Silicon, var handtekinn. – DV Ég bað lögregluna um far í vinnuna Þau hefðu ekki átt að deyja J óhannes Hilmar Jóhannesson, 34 ára. Berglind Heiða Guð- mundsdóttir, 30 ára. Marínó Nordquist, 37 ára. Alma Þöll Ólafsdóttir, 18 ára. Guðrún Pálsdóttir, 45 ára, og Linda Dröfn Pétursdóttir, 54 ára. Hvaða fólk er þetta sem hér er talið upp? Jóhannesi Hilmari er m.a. lýst sem glaðlyndum og jákvæðum orkubolta. Hann eignaðist þrjú börn. Afi Jóhannesar sagði þann 16. júlí í fyrra: „Það var ábyrgðarfullur en bjart- sýnn ungur fjölskyldufaðir sem lagði af stað að heiman til síðasta vinnu- dags fyrir langþráð sumarfrí með fjölskyldunni. Sólin brosti glatt og engan grunaði að hamingjunni yrði svipt í burtu á einu andartaki.“ Jóhannes er dáinn. Hann lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut. Hin sem talin eru upp hér að fram- an hvíla líka í kirkjugarði. Þetta er ekki upptalning á öllum sem hafa látist á Reykjanesbraut eða Grinda- víkurvegi. Þau eru fleiri. Vinkona Berglindar, Dagný Þórunn, segir að Berglind hafi verið með stórt hjarta, fallega sál og verið góð móðir. Linda Dröfn átti eiginmann og þrjú upp- komin börn og tvö barnabörn. Alma Þöll lést þann 12. janúar á Grindavíkurvegi. Guðrún Pálsdóttir lést á þessum sama vegi þann 6. mars síðastliðinn. Linda Dröfn lést þann 24. febrúar eftir bílslys á Reykjanesbraut. Á sunnudag varð bílslys á svipuðum slóðum til móts við Álverið í Straumsvík. Þá voru fjórar manneskjur fluttar alvarlega slasaðar á spítala. Ekki er vitað um líðan þeirra á þessari stundu. Íbúar á Suðurnesjum hafa barist fyrir úrbótum á báðum þessum vegarköflum en Reykjanesbraut er fjölfarnasti vegarkafli landsins. Eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð að hluta hefur ekki orðið banaslys á þeim kafla. Eftir stendur vegarkafli hvor sínum megin við tvöföldunina sem getur verið stórhættulegur við ákveðnar aðstæður. Og ekkert er gert þrátt fyrir mótmæli Suðurnesja- búa sem hafa fengið nóg af því að kveðja fólk sem hefði aldrei þurft að láta lífið með þessum hætti ef ráða- menn hefðu lagt við hlustir. Raddir íbúa hafa orðið háværari með hverju dauðsfallinu. En lítið hefur verið að- hafst. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur greint frá því að ekki sé fyrirhugað að fara í vegaframkvæmdir á þessum einbreiða vegarkafla við Straumsvík fyrr en árið 2019. Ásmundur hefur sjálfur sagt að þessu verði að breyta og óhætt er að taka undir það. Allt of margir hafa ekki skilað sér heim. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagi íslenskra bifreiðareigenda eru skatttekjur hins opinbera af bílum og umferð gróflega áætlaðar um 70 milljarðar á þessu ári. Ef fjárlög fyrir árið 2017 eru skoðuð kemur í ljós að 35 milljarðar fara til Vegagerðarinn- ar. Það þýðir samt ekki að allar þess- ar þrjátíu og fimm þúsund milljónir fari í nýbyggingar og viðhald vega því nýverið tók Vegagerðin við nokkrum vitum á Íslandi auk þess sem ein- hverjar hafnir voru færðar undir stofnunina. Taka má dæmi um nýju Vestmannaeyjaferjuna. Hún fellur nú undir Vegagerðina. Ef þeir lið- ir, sem ekki tengjast beint vegakerfi landsins, eru teknir burt standa eftir 22 milljarðar. Þetta er tæpt eitt pró- sent af vergri landsframleiðslu en var í kringum tvö prósent fyrir hrun. Þrátt fyrir aukna umferð samhliða ferðamennsku virðist sú pólitíska ákvörðun hafa verið tekin að skera niður í samgöngum. En banaslys valda ekki aðeins sorg og lama lítil samfélög. Þau kosta tugi og oftar en ekki hundruð milljónir þegar allt er tínt til. Það mættu þeir ráðamenn hafa í huga sem halda fast utan um budduna. Tekin var ákvörðun um að flýta mislægum gatnamótum við Krísu- víkurveg sem átti að fara í á næsta ári. Þær framkvæmdir verða boðnar út á næstu dögum. Jón Gunnars- son samgönguráðherra hefur sagt að hann vilji draga úr slysahættu á Reykjanesbraut. Nú þarf hann að bregðast við og flýta framkvæmdum og helst hefjast handa á þessu ári. Ef stjórnvöld gera það ekki verður það á þeirra ábyrgð ef afi og amma skrifa á svipaðan hátt og Guðmundur og Guðmunda, afi og amma Ölmu Þall- ar, skrifuðu þann 12. janúar síðast- liðinn „Hjá ömmu og afa hlaðast upp minningar um yndislegt ömmu- og afabarn okkar sem alltaf kom bros- andi með faðminn opinn og geisl- aði af gleði […] Amma og afi þakka henni fyrir allar góðu stundirnar sem hún gaf okkur með sinni fallegu nær- veru. Megi ljós Guðs vaka yfir þér og vera þér allt um kring á þeim stað sem þú dvelur nú.“ n Myndin Morgunkaffi Hópur manna á besta aldri hefur um langt árabil hist í morgunkaffi á Kaffivagninum við Grandagarð og rætt lífsins gagn og nauðsynjar. Mánudagsmorguninn var engin undantekning. Mynd SiGTryGGur Ari Dóttir Elsabetar lést úr heilahimnubólgu. – DV Ég trúði honum. Hann er læknir, ekki ég Axel ingvason er langþreyttur á seinagangi vegna Dettifossvegar. – DV Það er allt í lausu lofti Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.