Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 12
vikublað 7.–9. mars 201712 Fréttir pílukast er fyrir alla! Síðumúla 35 (gengið inn að aftan) - Sími 568 3920 & 897 1715 Bólusetning gegn heila­ himnubólgu B ekki í bígerð Þ etta er ekki forgangsmál,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varðandi bólusetningar gegn heilahimnubólgu af stofni B. Ekki stendur til að hefja bólusetn- ingu á Íslandi. Að sögn Þórólfs er fyrri ástæðan sú að erfiðlega hefur gengið að gera gott bóluefni og lítil reynsla er komin á það bóluefni sem nú þegar hefur verið tekið í notkun í Bretlandi og á Írlandi. Þórólfur bend- ir á að mjög fáar sýkingar, af völdum meningókokka B, hafi komið upp hér á landi síðustu ár. Að meðaltali eru tilfellin árlega eitt til tvö. Dánartíðnin enn há „Bretar hafa verið með margfalt fleiri tilfelli en við af heilahimnu- bólgu B (meningókokkum B). Þess vegna eru þeir byrjaðir að bólusetja,“ segir Þórólfur en frá og með septem- ber 2015 var öllum breskum börn- um, sem eru fædd eftir 1. júlí 2015, boðin bólusetning gegn sjúkdóm- inum. Byrjað var að bólusetja írsk börn gegn sjúkdóminum í desem- ber 2016. Dánartíðni þeirra sem greinast með heilahimnubólgu B er, þrátt fyrir öflugar nútímalækningar, í kringum 10 prósent. „Þetta eru auð- vitað mjög alvarlegar sýkingar sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Mað- ur skilur að þeir sem lenda í þessu geri það að kröfu að heilahimnu- bólgu B sé útrýmt. En það er því mið- ur bara hægara sagt en gert.“ Þórólfur bendir á að áður en ákvörðun verður tekin um hvort hefja eigi bólusetningu þurfi að gera góðar rannsóknir á bóluefninu og sjá hvort það passi við þær bakteríur sem eru algengastar hér á landi. Þá þurfi að fara fram heildræn skoðun á því hvort réttlætanlegt sé að hefja bólusetningu þar sem tilfellin hér á landi séu svo fá. „Það hefur reynst erfitt að fá fjármagn í þetta verkefni en vonandi mun reynslan sýna að bóluefnið er gott og öruggt.“ Ekki bólusett gegn meningókokkum B Líkt og fram kom í helgarviðtali DV þá lést dóttir Elsabetar Sigurðar- dóttur, Guðbjörg, úr heilahimnu- bólgu árið 1981. Læknirinn sem skoðaði hana á sínum tíma þekkti ekki einkennin og Guðbjörg fékk ekki læknisaðstoð fyrr en það var um seinan. Þetta er ekki einsdæmi en frá því að bólusetning gegn meningókokk- um C hófst á Íslandi árið 2002 hefur dregið verulega úr tíðni heilahimnu- bólgu. Enn er ekki byrjað að bólu- setja börn gegn meningókokkum B á Íslandi og hefur sú baktería því ver- ið algengasta orsök meningókokka- sjúkdóms (heilahimnubólgu) hér á landi síðan 2002. n Útbreiðsla heilahimnubólgu er oft tilviljanakennd Langflestir deyja ef ekkert er að gert Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsof­ næmissjúkdómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það er mismunandi eftir aldurshópum hverjir eru helstu meinvaldar bráðrar heilahimnubólgu af völdum baktería. Hjá nýburum eru helstu bakteríur streptokokkar af gerð B (e. group B streptococci), E.coli og Listeria monocytogenes. Hjá börnum eldri en þriggja ára og fullorðnum eru helstu valdar Streptococcus pneumoniae, Neisseria meningitis og Hemophilus influenzae. Heilahimnubólga af völdum baktería getur haft mjög alvarlegar afleiðingar, svo sem flog, meðvitundarleysi, heilaígerðir, storkubrenglanir og öndunarstopp, auk þess að geta valdið varanlegu heyrnarleysi og heilaskaða. Langflestir deyja ef ekkert er að gert. Útbreiðsla heilahimnubólgu er oft tilviljanakennd og getur orðið að faraldri. Því er mikilvægt að fylgst sé náið með sjúkdómnum svo hægt sé að grípa til aðgerða ef fjöldi tilfella verður mikill. Sjúkdómurinn er alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi, en hann hefur gengið í faröldrum á 15–20 ára fresti. Nú er tæpur aldarfjórðungur liðinn frá síðasta faraldri á Íslandi, árið 1976. Ef sjúkdómurinn heldur sínu fyrra háttalagi má búast við faraldri hvenær sem er. Á undanförnum 10 árum hefur árlegt nýgengi sjúkdómsins verið á bilinu 5–11 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Dánartalan á Íslandi er 8,6% á sl. 17 árum. Það eru einkum þrjár gerðir af meningó­ kokkum sem valda sjúkdómnum en það eru gerð A, B og C. Hér á landi hafa einkum gerð B og C valdið sjúkdómi. 3. mars 2017 helgarblað 3.–6. mars 2017 17. tbl. 107. árgangur leiðb. verð 785 kr. www.jardbodin.is · sími 464 4411 · info@jardbodin.is - Verið velkomin í Mývatnssveit - Slökun - Vellíðan - Upplifun SLÖKUN - VELLÍÐAN - UPPLIFUN Veldu öruggt start með TUDOR Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara Bílasmiðurinn hf. Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavik - sími 5672330 - www.bilasmiðurinn.is - bilasmiðurinn@b ilasmiðurinn.is LögregLa viLL gera LúxusbíLinn upptækan Þau hefðu ekki átt að deyja Elsabet Sigurðardóttir n Kennir læknamistökum um dauða tveggja barna sinna n Guðbjörg lést tveggja ára n Kristinn svipti sig lífi Áskriftarleikur DV í fullum gangi Nánari upplýsingar í síma 512 7000 og askrift@dv.is Veglegir vinningar í boði n Magnús Ólafur, eigandi United Silicon, handtekinn n Ók aftan á bíl á 690 hestafla tryllitæki sínu „Ég bað lög- regluna um far í vinnuna n Tilnefningar í níu flokkum Viðtal 22–24 32–36 4 „Það síðasta sem hún sagði við mig var: „Mamma, taktu mig“ Einkenni sjúkdómsins Einkenni sjúkdómsins geta verið lúmsk og í upphafi líkst venjulegri kvefpest eða flensu. Ungbörn veikjast oft með ósértækum einkenn­ um eins og minnkaðri meðvitund, ertingu, höfnun á fæðu, ógleði eða niðurgangi og hita. Sértæk einkenni eru hnakkastífleiki eða bungun á hausamótum ef þau eru enn opin og punktblæðingar (eða marblettir) sem lýsast ekki ef beitt er þrýstingi á þær. Síðkomin einkenni eru hátóna skrækir, meðvitundarleysi, höfuð fett aftur, lost og útbreiddir marblettir og blæðingar í húð. Hjá eldri börnum og fullorðnum eru ósértæk einkenni höfuðverkur, ógleði og bak­ og liðverkir. Sértæk einkenni eru hnakkastífleiki, ljósfælni, ruglástand og punktblæðingar eða marblettir Heilahimnubólgu eða blóðsýkingu skal alltaf hafa í huga hjá barni með óútskýrðan hita og áberandi veikindi. Hnakkastífleiki er ekki alltaf til staðar og er því mikilvægt að líta eftir húðblæðingum eða marblettum. Ef saman fer hiti og húðblæðingar þarf sjúklingur að komast á spítala án tafar. Tíðni sjúkdómsins frá 2010–2015 Tilfelli á ári 2010 3 2011 2 2012 1 2013 1 2014 1 2015 4 Sóttvarnalæknir segir það ekki forgangsmál Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.