Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 4
vikublað 7.–9. mars 20174 Fréttir Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Guðni vill landsdóm burt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vill leggja af landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali við for­ setann í tímariti Lögréttu. „Ég sagði það áður en ég tók við emb­ ætti for seta Íslands og segi það enn að í end ur reisn ar starf inu eft ir hrun var feigðarfl an að nýta forn og úr elt ákvæði um lands dóm.“ Geir H. Haarde var dæmdur af landsdómi árið 2012, vegna þess að hann hefði átt að halda fleiri ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni fyrstu mánuði ársins árið 2008. Guðni segir það hafa sýnt sig að niðurstaðan hafi sundrað frem­ ur en að sameina, á versta tíma. Niðurstaðan hafi ekki verið í sam­ ræmi við það sem stefnt var að, að þeir sem bæru pólitíska ábyrgð myndu axla hana. WOW air stundvísast WOW air var stundvísasta flugfélagið af þeim flugfélögum sem voru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í febrúar. Þetta er samkvæmt tölum sem Dohop hefur tekið saman. Þar segir að 77 prósent alls flugs í febrúar hafi verið á áætlun. Um 80 prósent áætlaðra flugferða WOW air hafi verið á réttum tíma, sem er mikil framför frá síðasta mánuði þegar um 57 prósent flugferða félagsins voru á áætlun. Þ etta átti ekki að geta gerst,“ segir Bryndís Fjóla Ingimars­ dóttir, móðir Bjarna Salvars Eyvindssonar sem lést af slysförum í Suður­Afríku þann 18. febrúar síðastliðinn, en þar hugðist hann að dvelja í tvær vikur. Bryndís kveðst óendanlega þakklát fyrir stuðninginn síðustu vikur en hún er nýkomin heim frá Höfðaborg þar sem hún dvaldi í nokkra daga til að ganga frá hinum ýmsu málum er tengjast andláti Bjarna. Vildi enga aðstoð „Þessi ferð var í senn erfið og gef­ andi. Við hittum fólkið sem hann var mest með, krakkana á barnaheimil­ inu þar sem hann vann og sáum fá­ tækrahverfið sem hann talaði svo mikið um. Við fengum knús frá alls konar fólki og allir í þorpinu vissu upp á hár hver við vorum. Allir stóðu við bakið á okkur.“ Líkt og áður hefur komið fram lést Bjarni samstundis eftir höfuðhögg þegar hann féll niður af útsýnissyllu á Tafelberg­fjalli við Höfðaborg. Bjarni hafði verið í fjallgöngu með tveimur félögum sínum þegar slysið átti sér stað. Að sögn Bryndísar virðist sem Bjarni hafi orðið viðskila við fé­ laga sína eftir að hann ákvað að snúa við. Félagarnir vildu halda áfram en buðust til að fylgja honum niður „Þeir vildu fara með honum niður en Bjarni harðneitaði. En svo hefur hann hætt við að fara niður og hélt áfram upp fjallið.“ Strákarnir sem hann var með voru heldur ekki þeir síðustu sem sáu hann á lífi eins og talið var í fyrstu. Til dæmis gaf bandarískur ferðamaður sig á tal við Bjarna. „Þessi maður, sem og fleiri göngugarpar sem sáu Bjarna einan á ferð, buðu fram aðstoð sína sem Bjarni afþakkaði.“ Þjakaðir af samviskubiti Bryndís segir að á þessum tíma­ punkti hafi ekki verið komið vont veður á fjallinu líkt og greint var frá í íslenskum fjölmiðlum skömmu eftir slysið. „Þetta rok sem var talað um kom síðar. Bakpokinn hans fauk, skórnir hans voru týndir og fötin rifin þegar hann fannst.“ Þá segir Bryndís að vinir hans hafi verið þjakaðir af sam­ viskubiti yfir að hafa skilið við Bjarna á fjallinu. „Þeir kenndu sér um þetta. Grey strákarnir. Bæði ég og fósturpabbi Bjarna sögðum við þá að þetta væri alls ekki þeim að kenna. Þeir hefðu ekki getað gert neitt öðruvísi. Það var ekta Bjarni að afþakka fylgdina og gera hlutina upp á eigin spýtur, þrátt fyrir að vera lögblindur. Hann var svo gríðarlega þrjóskur og lét fötl­ unina aldrei stoppa sig.“ Að ferðast til Suður­Afríku var ekki fyrsta ferðalagið sem hann lagði upp í einsamall en Bjarni hafði áður ferðast til Búdapest og London. „Bjarni fór sínar eigin leiðir í lífinu þrátt fyrir að hann gerði flest með samþykki fjölskyldunnar. Hann var mjög ábyrgur og átti sér marga drauma. Ég hefði ekki getað stoppað hann enda engin ástæða til.“ Á heimavelli Bjarni var lögblindur sökum fæðingargalla en hann fæddist með skarð í augnbotninum. Hann var al­ veg blindur á öðru auganu og með 20 til 30 prósent sjón á hinu. „Hann átti að ganga með hvíta stafinn en harðneitaði að gera það. Bjarni sá al­ veg furðumikið. Hann fór til dæmis oft í bíó og notaði símann sem stækkunargler. Þá vann hann við af­ greiðslustörf í 10­11 og á frístunda­ heimili fyrir börn.“ Bryndís segir son sinn alla tíð hafa verið mjög barngóðan. Hann var á heimavelli í frístundaheimilinu og í Suður­Afríku var hann mjög hrifinn af börnunum á barnaheimilinu sem hann starfaði á vikuna áður en hann lést. „Hann sendi mörg snöpp á okkur og þar sést alveg hvað börnin sóttu í hann og voru strax byrjuð að hnoðast í honum. Það var alveg í hans anda að velja þetta enda var táknið hans á leikskóla „góður“. Hann var svo ótrú­ lega hlýr og gefandi.“ Gefandi ferðalag Ferðalagið til Suður­Afríku gekk að sögn Bryndísar vonum framar. Á sama tíma og það var sárt fyrir hans nánustu að vera í umhverfinu sem Bjarni var í dagana áður en hann lést þótti þeim gott að kynnast fólkinu sem hann var í mestum samskiptum við og tala við þá sem komu að málinu. Félagar Bjarna, sem voru með honum á fjallinu áður en hann lést, gróðursettu tvö tré og gerðu matjurtagarð til minningar um hann. Eitt lime­tré og annað appel­ sínutré sem táknar „Bittersweet“. „Síðan fengum við að heyra að það eina sem Bjarni sagðist þurfa að gera úti væri að kaupa afmælisgjöf handa systur sinni sem á afmæli þann 19. febrúar. Hann komst ekki svo langt. Ég keypti afmælisgjöf handa henni frá bróður hennar. Það er líka mikil­ vægt fyrir okkur að andlát Bjarna sé skráð 18. febrúar svo hún geti fengið að eiga sinn afmælisdag áfram.“ Bryndís fékk að sjá son sinn og kveðja hann eftir að hann var lagð­ ur í kistuna í Höfðaborg. Líkið kom til landsins síðastliðinn mánudag en útför Bjarna fer fram í Vífilsstaða­ kirkju mánudaginn 13. mars næst­ komandi. Kennitala: 100477­3439, reikn­ ingsnr: 0140­05­071968. n „Hann fór sínar eigin leiðir í lífinu“ Bryndís Fjóla Ingimarsdóttir, móðir Bjarna Salvars, er þakklát fyrir stuðninginn síðustu vikur Kristín Clausen kristin@dv.is Bryndís ásamt börnunum sínum tveimur, Sigrúnu og Bjarna Bjarni átti eftir að kaupa afmælisgjöf fyrir systur sína sem átti afmæli daginn eftir að hann lést. Bjarni Salvar Eyvindsson Átti táknið „góður“ þegar hann var í leikskóla. Móðir hans segir það lýsandi fyrir persónuleika Bjarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.