Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 2
vikublað 7.–9. mars 20172 Fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Lést á Grinda- víkurvegi Konan sem lést í umferðarslysi á Grindarvíkurvegi um helgina hét Guðrún Pálsdóttir. Slysið varð aðfaranótt sunnu- dags. Tildrög slyssins eru ókunn en konan virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. Guðrún var 45 ára gömul og var til heimilis að Traðarbergi 3 í Hafnarfirði. Skiptum loks að ljúka Boðað hefur verið til skiptafund- ar í þrotabúi Magnúsar Þorsteins- sonar þann 20. mars næstkom- andi þar sem skiptastjóri mun kynna kröfuhöfum frumvarp til úthlutunar úr þrotabúinu. Verði andmælum ekki hreyft gegn frumvarpinu telst skiptum lokið á grundvelli þess. Þá verða rétt tæplega átta ár síðan Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðs- dómi Norðurlands eystra. Hann hefur áður gagnrýnt harðlega hversu langan tíma skiptin hafa tekið og líkt þeim við skuldafang- elsi en talið er að um Íslandsmet sé að ræða. Samþykktar kröfur í bú Magnúsar nema á þriðja tug milljarða króna. Kópavogsbúar ósáttir Mótmæla byggingu fimm hæða húsa Í búar á Kársnesi í Kópavogi afhentu Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, undirskriftir á mánu- dag þar sem áformum um að reisa tvö fimm hæða fjölbýlishús við Kópa- vogsbraut 9 og 11. Þetta kom fram á Facebook-síðunni Kársnesið okkar á mánudag. „Þessar byggingar munu algjörlega eyðileggja ásýnd elsta hluta Kársnessins og breyta sólríkum unaðsreit í sannkallað skuggahverfi,“ segir í tilkynningu á síðunni. Íbúar voru hvattir til að mæta í garðinn við Kópavogsbraut 18 og sýna ráða- mönnum að þeim sé ekki sama um hverfið. „Höldum vöku okkar og verndum Kársnesið okkar fyrir öllum öfgafullum áætlunum sem skerða lífsgæði þeirra sem fyrir eru.“ Fjölmargir íbúar hafa tjáð sig á Facebook-síðunni þar sem óá- nægju er lýst með fyrirhugaðar fram- kvæmdir. „Hver er réttur til skaðabóta ef af þessu verður? Bý í útsýnishúsi fyrir ofan blokkirnar verðandi og hefur það mikið virði fyrir mig,“ segir einn íbúi í umræðunum. n Mynd Sigtryggur Ari Elísabet Ronalds klippir Deadpool 2 n Þriðja samstarfsverkefnið með David Leitch n „Spennandi áskorun“ Þ etta er ákveðin áskorun að takast á við enda var fyrri myndin mjög vel gerð, skemmtileg og gekk alveg glimrandi vel. Þannig að er það búið að setja markið ansi hátt. En það gerir þetta líka spennandi. Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir klippari en hún kemur til með að klippa framhald hinnar geysivinsælu Hollywood-kvikmyndar Deadpool. Tökur á myndinni hefjast í Van- couver í Kanada í júní næstkom- andi og þá mun myndin rata í kvik- myndahús á næsta ári. Deadpool segir frá samnefndri andhetju úr Marvel-teiknimynda- söguheiminum og fer stórstjarnan Ryan Reynolds með aðalhlutverkið. Fyrri Deadpool-myndin varð einn óvæntasti bíósmellur seinasta árs og er nú orðin ein tekjuhæsta bann- aða mynd allra tíma. Það er því ljóst að ófáir bíða spenntir eftir því að sjá hina kaldhæðnu og orðljótu and- hetju birtast á tjaldinu á ný. Skemmtilegur í samstarfi Óhætt er að setja Elísabetu í hóp með þeim færustu í bransanum en hún hefur klippt margar af stærstu íslensku kvikmyndunum. Deadpool 2 er þriðja samstarfsverk- efni Elísabetar og leikstjórans David Leitch en áður hefur hún klippt Hollywood-hasarsmellinn John Wick, auk kvikmyndarinnar Atomic Blonde með þeim Charlize Theron og James McAvoy í aðalhlutverkum. „Hann er einstaklega skemmti- legur í samstarfi og opinn fyrir því að prófa nýja hluti,“ segir Elísabet um Leitch þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. Hún bætir því við að stór hluti þeirra sem komu að framleiðslu John Wick og Atomic Blonde muni nú einnig koma að gerð Deadpool 2. „Þannig að þetta er virkilega „solid“ og þéttur hópur og við kunn- um vel inn á hvert annað. Við erum mjög bjartsýn og jákvæð gagnvart þessu öllu saman.“ Finnst gaman að þenja formið Elísabet dvaldi í Los Angeles fyrr á árinu og vann að gerð gerð kitlu eða „teaser“ fyrir myndina sem frumsýnd var á dögunum. Ekki er þó um hefðbundna kitlu að ræða, heldur nokkurs konar stuttmynd. „Það sem gerir hana öðruvísi er að hún er sjálfstætt verk, og þetta er ekki sena sem verður í myndinni.“ Deadpool er að margra mati ein áhugaverðasta myndasögupersóna sem fram hefur komið undanfarin ár en sérstaða sagnanna felst meðal annars í því að persónan brýtur reglulega fjórða vegginn og talar beint til áhorfenda. Elísabet segir að þannig skapist frelsi sem ekki finnist annars staðar. „Mér finnst mjög gaman að þenja formið og skoða það – þetta afþreyingarform. Það er svo spennandi að sjá hvað maður kemst upp með, þá sérstak- lega þegar maður vinnur í þessum Hollywood-heimi.“ Ekki verður undan því skotist að spyrja Elísabetu um dýrðarljómann sem fylgir því að starfa við kvik- myndagerð vestanhafs. Hún ger- ir þó lítið úr honum og segir það fjarri lagi að hún sé í daglegu sam- neyti við stórar Hollywood-stjörn- ur. „Ég hitti þær þó reglulega í gegnum ferlið, því að þær hafa ver- ið framleiðendur að þessum verk- efnum. Og það er enginn sérstakur dýrðarljómi, bara kaffi og fundir og vangaveltur, og einstaka reykpása. Nema Ryan reykir ekki.“ n Auður Ösp guðmundsdóttir audur@dv.is Seinheppin hetja Deadpool er ekki jafn fullkominn og aðrar ofurhetjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.