Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 31
vikublað 7.–9. mars 2017 Menning 27 ómerkilegt. En það sem er sérstakt er að þetta er mjög meðvituð afstaða eða viðhorf – við gætum jafnvel tengt þetta við það sem hefur verið kall­ að „normcore“,“ segir Heiðar Kári og vísar þar í nýlegt hugtak sem notað hefur verið í menningarumræðunni um tískustrauma sem einkennast af meðvitaðri upphafningu á því venju­ lega og tilgerðarlausa. Það er tískumeðvituð tilraun til að bregðast við þeirri kröfu sem er gerð á fólk í samtímanum að það þurfi stöðugt að vera frumlegt, tjá einstak­ lingseðli sitt og sjálf í klæðaburði og ímyndarsköpun. Eða svo vitnað sé í sýningarskrána: Merking hugtaksins í hugum margra er markviss endur­ vinnsla og endurmat ungrar kyn­ slóðar á verkum tíunda áratugar­ ins, sem birtist sem stílbragð þar sem hið venjulega er upphafið. Ef þú sérð fyrir þér einstakling í aðeins of stórum gallabuxum frá The Gap og klunnalegum hvítum strigaskóm þá nærðu hugmyndinni. En það er þó ekki svo einfalt að hægt sé að komast hjá sýndar­ mennsku eða sviðsetningu sjálfs­ ins með því að vera bara venjulegur: „Það er auðvitað ljóst að einnig þetta er sviðsetning – sviðsetning á hvers­ dagsleikanum. Ég held að þessir listamenn séu nefnilega mjög með­ vitaðir um að jafnvel hversdagsleik­ inn sjálfur sé tilbúningur. Hann er því ekkert endilega raunverulegri en hvað annað. Þetta flækir málið en gerir verkin um leið svolítið meira spennandi,“ segir Heiðar Kári. Viskastykki og brauðmylsna Í skilgreiningunni á normcore á sýn­ ingarskránni er talað um endurmat á verkum tíunda áratugarins, og á sýningunni dregur hann einmitt þráð á milli ungra listamanna í dag og nokkurra myndlistar­ manna sem voru starfandi og virkir á tíunda áratugnum. „Ég þykist sjá ein­ hverja snertipunkta milli myndlistar tíunda áratugarins og svo þeirrar myndlistar sem yngri kynslóð listamanna hefur ver­ ið að gera á undan­ förnum árum. Mér fannst þessir snerti­ punktar einmitt vera á sviði hversdagsleik­ ans. Það má segja að þetta sé vítt merk­ ingarsvið sem svo er hægt að flokka ýmis önnur hugtök undir, til dæmis hið heimilislega, nota­ lega, hversdagslega, venjulega og það sem er normal. Þó að ég reyni að vissu leyti að stilla þessum verkum upp saman brýt ég flokkunina líka upp, því mig langaði ekki endilega að gera einstrengingslega sögulega sýn­ ingu eða úttekt. Mig langaði frekar að draga fram þetta „attitude“ eða þessa listrænu sýn, sem ég tel að gangi í gegnum margar kynslóðir.“ Heiðar bendir enn fremur á að ekki einungis sé hversdagsleikinn viðfangsefni listaverkanna heldur sé þar unnið með hversdagsleg efni og form sem gætu talist óvenjuleg í listrýminu til að stunda fagurfræði­ legar tilraunir: IKEA­hillur, skúr­ ingamoppur, viskastykki, flíspeysur, brauðmylsnu og tómar sultukrukkur. Þá sé vafalaust hægt að greina kynjapólitískan þráð í verkunum: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seint í ferlinu að margir lista­ mannanna á sýningunni væru að vinna með einhvers konar heimilis­ iðnað, vefnað, útsaum, prjón, unnið á heimilislegan hátt og í anda eða beinu framhaldi af handverki kvenna. Þó að mér finnist það frekar óljóst hjá yngri listamönnum þá er vissulega einhver afstaða fólgin í þessu – að útsaumur sé jafn merki­ legur og að mála á striga eða gera skúlptúr. Þarna er verið að vinna með þetta handverk eða efni á al­ veg glænýjan hátt. Ég held til dæmis að Arna Óttarsdóttir hafi kynnt nýrri kynslóð það sem hægt er að gera með vefstólinn, nota hann til að gera myndlist.“ Normal framúrstefna „Titill sýningarinnar er einhvers konar útúrsnúningur á verki Arn­ finns Amazeen,“ segir Heiðar Kári og bendir á peysu prjónaða af lista­ manninum, en á henni stendur upp á dönsku: „Normalitet er den nye avantgarde.“ Þetta er mótsagna­ kennd fullyrðing enda framúr­ stefnan yfirleitt tengd við tilrauna­ mennsku og byltingaranda á meðan það að vera venjulegur hefur verið álitið merki um gagnrýnisleysi, fylgi­ spekt og skort á frumleika. En spurn­ ingin er hver staða og hlutverk fram­ úrstefnunnar er þegar markaðsöfl listaheimsins þrífast á „byltingar­ kenndum“ nýjungum. „Arnfinnur er búsettur í Dan­ mörku og sýnir ekki oft á Íslandi, en ég sá þetta verk í Kling og Bang lík­ lega um 2010. Mér fannst þetta svo frábært verk og það varð kveikjan að einhverjum þeirra hugmynda sem urðu svo að sýningunni. Sýningin er kannski einhvers konar tilraun til að svara þessari yfirlýsingu Arnfinns: Ef að framúrstefna er orðin að norminu í myndlistarheiminum hvers konar myndlist á framúrstefnan að búa til, og hvað verður um normið og fram­ úrstefnuna þegar þetta er allt kom­ ið á hvolf? Þetta er ákveðin mótsögn sem tjáir veruleika dagsins í dag á ótrúlega sterkan hátt,“ segir Heiðar Kári. Vegna góðra viðtaka mun Normið er ný framúrstefna í Gerðarsafni í Kópavogi standa yfir viku lengur en áætlað var, eða til 19. mars næst- komandi. n Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is „Við þurfum stund­ um á því að halda að einhver ýti við þessum hversdagsleika svo við áttum okkur á því að hann er nú ansi merki­ legur, jafnvel spennandi og fallegur. Blaðsíða, vefnaður Arna Óttarsdóttir (fædd 1986). MyNd Sigtryggur Ari Sóleyjar í glasi og Mjúkur kaktus, útsaum- ur Loji Höskuldsson (fæddur 1987). MyNd Sigtryggur Ari Aðstæður, leðurskór Þorvaldur Þor- steinsson (1960–2013). MyNd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.