Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 8
vikublað 7.–9. mars 20178 Fréttir Á seinustu níu árum hafa fimm manns látið lífið í umferðarslysum á einum fjölfarnasta vegi landsins, Reykjanesbrautinni. Síðasta slysið átti sér stað þann 21. febrú- ar þegar 54 ára gömul kona beið bana og eiginmaður hennar slasað- ist alvarlega. Þá hefur 21 slys orðið á tímabilinu þar sem fólk hefur slas- ast alvarlega. Öll slysin hafa átt sér stað á þeim vegarköflum sem eru einbreiðir og er því ljóst að ekki er boðið upp á sama umferðaröryggi alls staðar á veginum. Eftir að Reykjanesbrautin var tvöfölduð frá Fitjum og að Hvassahrauni hefur ekkert banaslys orðið á þeim vegarkafla. Síðari áfanga tvöföldunarinn- ar lauk árið 2008 en talið er að nýi 2+2 vegurinn hafi fækk- að dauðaslysum á landinu í heild um 20 prósent. Samkvæmt samgöngu- áætlun 2015–2018 sem lögð hefur verið fram á Al- þingi verður ekki lokið við að tvöfalda þessa vegar- kafla næstu tvö árin hið minnsta. Á sama tíma eykst sífellt umferð um Reykjanesbrautina, til að mynda vegna ferða- mannastraums og uppbyggingar í stóriðju á svæð- inu. Einu framkvæmdirnar við Reykjanes- braut samkvæmt áætluninni eru þær að byggð verða mislæg gatna- mót á Reykjanesbraut við Krýsu- víkurveg í Hafnarfirði. Samgönguá- ætlunin nær til ársins 2022. Fimm látnir Samkvæmt upplýsingum frá Sam- göngustofu hafa á árunum 2008– 2017 orðið alls fimm banaslys á þeim tveimur vegar- köflum sem ná frá Lækjar- götu- hring- torgi að tvöföldun og frá hringtorgi við Fitjar að Leifsstöð. Þann 21. febrúar síðastliðinn varð harður árekstur jeppa og fólks- bíls í Reykjanesbraut, austan við Brunnhóla. 54 gömul kona, Linda Dröfn Pétursdóttir lét lífið. Linda var búsett á Akranesi á starfaði á Heilbrigðisstofnun Vesturlands en hún og eiginmaður hennar voru á suðurleið á fólksbíl þegar þau lentu í árekstri við jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Eiginmaður Lindu og ökumaður jeppans slösuð- ust báðir mikið. Linda lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og tvö barna- börn. Þann 17. október 2016 varð alvar- legt umferðarslys við Rósaselstorg, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri rakst þá utan í bíl. Lögreglumaðurinn slasaðist mikið og ökumaður bifreiðarinnar, Mar- ínó Nordquist lét lífið. Marínó var fæddur árið 1979, búsettur í Keflavík en ættaður frá Akur- eyri. Hann var einhleypur og barnlaus en lét eftir sig for- eldra og yngri systur. Þann 7. júlí 2016 lést karlmaður á fertugs- aldri eftir árekstur vörubifreiðar með tengivagn og bif- hjóls á mótum Reykjanesbraut- ar og Hafnarvegar í Reykjanesbæ. Maðurinn hét Jó- hannes Hilmar Jóhannesson og var hann 34 ára. Hilmar lét eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. Þann 14. nóv- ember 2013 var ekið á þrítuga konu, Berglindi Heiðu Guð- mundsdóttur, á Reykjanesbrautinni. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans rúm- lega tveimur vikum síðar. Vinkonur Berglindar blésu í kjölfarið til söfn- unar í því skyni að aðstoða aðstand- endur hennar við útförina. Fram kemur á söfnunarsíðunni að Berg- lind hafi verið vinmörg og að margir eigi fallegar og góðar minningar um hana. „Berglind var falleg, geislandi, brosmild og ljúf stelpa sem margir koma til með að sakna.“ Þann 27. desember 2008 lét sex- tug kona lét lífið þegar bifreið henn- ar fór út af veginum til hægri, hafn- aði á ljósastaur og endaði fyrir utan veg á hvolfi. Slysið átti sér stað á milli Ásbrautar og Kaldárselsvegar. 20 alvarleg slys Alls hafa 20 alvarleg slys átt sér stað á umræddum vegarköflum Reykjanesbrautarinnar á árunum 2008–2016. Þá hefur eitt alvarlegt slys átt sér stað á þessu ári, þann 5. mars síðastliðinn. Fimm slys áttu sér stað árið 2009, þar af tvö þar sem fleiri en einn slös- uðust alvarlega. Þann 27. mars 2009 slösuðust 69 ára karlmaður og 65 ára kona alvarlega þegar slys varð í eða eftir hægri beygju sunnan Straums- víkur en bifreið þeirra fór þá út af veginum vinstra megin. Þann 16. október sama ár var bifreið ekið hægra megin út af veginum vest- an við Straum en ökumaðurinn, 30 ára kona, slasaðist alvarlega og sömuleiðis 23 ára karlmaður sem var farþegi í framsætinu og 10 ára dreng- ur sem var farþegi í aftur sætinu. Tvö slys urðu árið 2010, ekkert árið 2011 og árunum 2012–2014 varð eitt slys á ári. Þann 4. mars árið 2012 varð skelfilegt bílslys í Hafnar- firði, við Reykjanesbraut, með þeim afleiðingum að bifreið varð rúst- ir einar og tveir af fimm farþeg- um voru fluttir alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild. Ökumaður bíls- ins, karlmaður á fertugsaldri, var í kjölfarið ákærður af ríkissak- sóknara fyrir hegningar- og umferð- arlagabrot en hann reyndist vera ölvaður undir stýri og ók á um það bil 178 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum. Einn farþega sem sat í aftursæti varð varanlega lamaður eftir slysið. Árið 2015 urðu fjögur slys en í einu þeirra slösuðust þrír alvarlega, 15 ára piltur, 45 ára kona og tvítug kona. Flest alvarleg slys áttu sér stað á seinasta ári en þá voru sex talsins. Hættulegasti vegur landsins Rétt eins og á Reykjanesbraut hefur umferð um Grindavíkurveg aukist gríðarlega á undanförnum árum og er vegurinn talinn einn sá hættuleg- asti á landinu. Frá árinu 2008 hafa 15 alvarleg slys átt sér stað á Grinda- víkurvegi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Tvö banaslys hafa átt sér stað á Grindavíkurvegi á þessu ári, með að- eins rúmlega tveggja mánaða millibili. Þann 12. janúar síðastliðinn bárust fregnir af því að Alma Þöll Ólafsdóttir hefði látið lífið í bílslysi á Grindarvíkur- vegi, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Tveir bílar lentu þá í árekstri en einn einstaklingur var fluttur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild. Alma var aðeins 18 ára gömul. Aðfaranótt sunnudagsins 5. mars síðastliðinn varð síðan annað banaslysið með rúmlega tveggja mánaða millibili þegar kona á fimm- tugsaldri velti bíl sínum út af vegin- um, um 1,7 kílómetra norðan við mót Norðurljósavegar. Hún hét Guðrún Pálsdóttir. Árið 2009 lést karlmaður á fimmtugsaldri á veginum í slysi. „Þessi slys eru óásættanleg“ Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- Bláa lónið Flugstöð Leifs Eiríkssonar Grindavíkurvegur Þau hefðu lifað: n Fimm hafa látist og tuttugu og einn slasast alvarlega á einbreiðri Reykjanesbraut n Þrír látnir á Grindavíkurvegi n Þjóðhagslegur ávinningur að fækka slysum Auður Ösp Guðmundsdóttir Atli Már Gylfason audur@dv.is / atli@dv.is Alma Þöll Það var mikil harma- fregn sem barst þegar greint var frá því að 18 ára stúlka hefði látist á Grindavíkurvegi. Kennari hennar lýsti henni á þann hátt að hún hefði verið lífsglöð, jákvæð og góðhjört- uð og alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum því hún mátti ekkert aumt sjá. „Brosið hennar var bjart og heillandi. Af þeim sökum var hún einnig mjög vinmörg og þeir voru margir sem áttu mjög erfitt þennan dag.“ Alvarleg slys Banaslys

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.