Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 26
vikublað 7.–9. mars 201722 Sport „Maður er ekkert að leita eftir vorkunn“ n Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt ítrekað við meiðsli í vetur n Ánægður hjá Burnley Þ að getur tekið á að vera at- vinnumaður í knattspyrnu þegar á móti blæs, meiðsli eru því miður hluti af leikn- um og landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, kant- maður Burnley í ensku úrvals- deildinni, hefur fengið að kynnast þeim á þessu tímabili. Kantmaður- inn knái gekk í raðir Burnley í fyrra- sumar og hafði stimplað sig hressi- lega inn hjá félaginu þegar fyrsta bakslagið kom í lok nóvember. Dagarnir hjá atvinnumanni verða öðruvísi og þyngri þegar meiðsli herja á leikmanninn. Jóhann hef- ur í þrígang á þessu tímabili meiðst nokkuð alvarlega. Fer í ræktina meðan félagarnir æfa fótbolta ,,Maður þarf að vera mættur snemma alla morgna og fer í sjúkra- þjálfun. Maður nær síðan að taka morgunmatinn með strákunum. Á meðan þeir skella sér svo út á æf- ingu er ég bara í ræktinni til að halda mér við. Eftir það tekur við meiri meðhöndlun,“ sagði Jóhann í samtali við DV þegar hann var á leið heim af æfingu. Dagarnir á skrifstofunni verða lengri þegar leikmaður glímir við meiðsli og það getur verið erfitt and- lega að fylgjast með liðsfélögum sín- um spila knattspyrnu á meðan það eina sem bíður þín er harðhentur sjúkraþjálfari og köld lóð. „Það getur tekið verulega á að sjá strákana skokka út á æfingasvæði, þar vill maður vera. Það er samt mikilvægt að halda haus og vera já- kvæður, meiðsli eru bara hluti af þessu. Þetta hefur hins vegar verið gríðarleg óheppni á þessu tímabili,“ segir Jóhann sem hefur spilað 16 leiki Burnley í deildinni í vetur; hann hefur byrjað tíu leiki og komið inn sem varamaður í sex leikjum og sam- tals spilað 923 mínútur. Hefði getað verið skynsamari „Ég byrjaði á að rífa aftan í lærinu vinstra megin gegn Manchester City í lok nóvember, ég var búinn að tryggja mitt sæti í liðinu á þess- um tímapunkti og þetta leit vel út. Tveimur dögum fyrir þann leik fékk ég högg á hægra lærið og harkaði af mér í gegnum þá æfingu. Ég var al- veg að drepast en lét reyna á þetta og kláraði æfinguna daginn fyrir leik líka. Ástæðan fyrir þeim meiðsl- um getur verið sú að ég fór að beita mér eitthvað öðruvísi en ég er vanur út af þessu höggi sem ég fékk og það getur sett meira álag á vinstra lær- ið. Kannski hefði maður átt að vera skynsamari þar en maður veit það aldrei fyrirfram.“ Erfitt og langt ferli Jóhann var þónokkuð fljótur að koma til baka eftir þessi meiðsli en hann var að komast á fullt skrið þegar honum var kippt aftur niður á jörðina. „Það sem er aðallega erfitt við þetta er að ferlið við að koma sér aftur í gírinn er erfitt og leiðinlegt. Manni er skellt út á völl og þarf að hlaupa og hlaupa til að vinna upp þolið sem tapast. Það getur verið leiðinlegt en maður er nú ekkert að leita eftir vorkunn, ég vinn við það sem ég elska að gera og maður á svo sem ekkert að vera að kvarta.“ Óvíst hvenær hann snýr aftur Jóhann sem er 27 ára gamall reif svo upp úr liðbandi í hné á dögunum og er óvíst hvenær hann getur farið aft- ur út á völlinn. „Það var áfall að lenda í þessu í þriðja sinn á tímabilinu að vera frá í einhvern tíma. Ég hef yfirleitt ekki verið í svona miklum pakka á einu tímabili. Ég gat ekkert gert í þessum meiðslum, þetta var bara tækling. Núna er maður bara á fullu að byggja sig upp til að komast sem fyrst aftur út á völl.“ Jóhann er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni sem er deildin sem alla unga krakka dreymir um að spila í. Honum hefur líkað vel og er spenntur fyrir komandi áskorunum. „Þetta er búið að vera frábært, okkur hefur gengið vel og þá sér- staklega á heimavelli. Þetta var auð- vitað skemmtilegast þegar mað- ur var lykil maður í liðinu og með fulla heilsu. Núna er bara að koma sér á þann stað aftur og ná síðustu mánuðum tímabilsins. Ég hef notið þess að vera hérna og ef við höldum okkur uppi, sem við erum allir von- góðir um að takist, þá eru bara bjart- ir tímar framundan,“ sagði þessi geð- þekki kantmaður að lokum, en hann var að renna í hlaðið heima hjá sér eftir æfingu dagsins. n „Það sem er aðal­ lega erfitt við þetta er að ferlið við að koma sér aftur í gírinn er erfitt og leiðinlegt. Öflugur Jóhann Berg hefur komið sterkur inn í lið Burnley þó meiðsli hafi sett strik í reikninginn. Lykilmaður Jóhann Berg er mikilvægur fyrir íslenska landsliðið sem býr sig nú undir leik gegn Kosóvó þann 24. mars næstkomandi. Óvíst er með þátttöku Jóhanns í þeim leik. Mynd EPA Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.