Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 14
vikublað 7.–9. mars 201714 Fréttir Erlent „2009 martröðin“ eitt glæsilegasta einbýlishús landsins í dag n Áður kallað steypuvirkið nEngan áhuga á sundlaug n Góð fjárfesting E itt glæsilegasta einbýlishús landsins stendur við Sunnu­ flöt í Garðabæ. Eigandi þess í dag er Halldór Kristmanns­ son framkvæmdastjóri hjá lyfja fyrirtækinu Alvogen. Hann keypti húsið árið 2014 en þá hafði það verið í sölu í um tvö ár. Húsið rataði fyrst í fréttir árið 2009 eftir bankahrun en á Kjarnanum var greint frá því að það var stundum kallað „2009 martröðin.“ Húsið er á tveimur hæðum og samtals 982 fermetrar. Þá er lóðin 1.590 fer­ metrar og afgirt. Samkvæmt teikning­ um átti þar að vera sundlaug og heitur pottur, fataherbergi og vínkjallari og lyfta á milli hæða. Húsið var auglýst fokhelt til sölu árið 2012 og verðið þá 93 milljónir. Það var síðan lækkað nið­ ur í 69 milljónir og að lokum niður í 60 milljónir. Magnús Geir Pálsson, sölu­ maður hjá Eignamiðlun, sagði árið 2012 að þá myndi kosta um 150 millj­ ónir að klára byggingu þess. Saga hússins Í DV árið 2010 var greint frá því að athafnakonan Íris Björk Jónsdótt­ ir oft kennd við verslunina GK hefði keypt hús við Sunnuflöt árið 2006 á 50 milljónir. Lét hún rífa húsið og stóð til að byggja 600 fermetra glæsi­ hús. Áður en kom til þess seldi hún Arnari Sölvasyni og konu hans hús­ ið og teikninguna á 70 milljónir og græddi á því 20 milljónir. Skömmu síðar skall hrunið á. Í samtali við Séð og heyrt sagði Arnar að kaupin hefðu snúist upp í martröð og hjónin sæju fram á að missa allt sem þau áttu. Saga lóðarkaupanna væri sorgarsaga frá a til ö – allt hefði farið á versta veg og þau sætu nú í skuldasúpu. Sex fé­ lög Arnars voru svo tekin til gjald­ þrotaskipta árið 2014 og námu kröfur í búið 2.513 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu. Landsbankinn leysti til sín hús­ ið 19. október árið 2012 og næstu tvö ár rataði það ítrekað í fjölmiðla. Í um­ fjöllun Viðskiptablaðsins sagði að ein hugmynd væri að húsið yrði fullklárað og leigt stórstjörnum þegar þær væru hér á landi við kvikmyndatökur. Engan áhuga á sundlaugum Halldór tjáði sig um kaupin á húsinu við Kjarnann. Það sagði hann að fjöl­ skyldan hefði engan áhuga á sund­ laug og spa. „Mér bauðst að kaupa húsið á mjög góðu verði, en við ætlum okk­ ur að minnka það,“ sagði Halldór og bætti við: „Þetta er góð fjár fest ing, fyrir ein­ býl is hús sem er fokhelt í dag.“ Hann vildi ekki gefa upp hvað kostaði að gera húsið íbúðarhæft eða hvað hann hefði borgað fyrir það. Samkvæmt fasteignaskrá er fast­ eignamat 231 milljón og brunabóta­ mat 248 milljónir. Miðað við miklar hækkanir á fasteignamarkaði má fastlega gera ráð fyrir að hið um­ deilda hús, sem áður var kallað „2009 martröðin“, steypuvirkið og stund­ um steypuklumpurinn í Garðabæ, fái annað viðurnefni enda fagurt að sjá og fari á mun hærri upphæð yrði það sett í sölu. n Aðkoman allt önnur Ekkert hefur verið til sparað að koma húsinu í gott horf. Mynd igtryggur Ari glæsilegt einbýlishús Allt annað sjá húsið í dag. Mynd Sigtryggur Ari Kristjón Kormákur guðjónsson kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.