Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 6
6 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir H æsta fermetraverð á höfuð- borgarsvæðinu er í lúxus- íbúðum Skuggahverfisins í 101 Reykjavík. Úttekt DV sýnir að dýrasti fermetri landsins er á rétt tæplega eina milljón króna í þriggja herbergja íbúð við Vatnsstíg 20–22. Húsnæðisverð hækkaði um 20,9 prósent síðustu tólf mánuði sam- kvæmt nýlegri samantekt Þjóðskrár Íslands. Sú hækkun er skiljanlega mismikil eftir svæðum en mest er hún í og við miðborg Reykjavíkur. DV fór í gegnum fasteignaauglýs- ingar á höfuðborgarsvæðinu á fast- eignavef Vísis og setti saman lista yfir eignir eftir fermetraverði til að finna dýrasta fermetrann á höfuðborgar- svæðinu og þar með nær örugglega á landinu öllu. Það þarf ekki að koma á óvart að hæsta fermetraverðið er í og við 101 Reykjavík. Hér er miðað við fermetraverð út frá ásettu verði og uppgefna heildarfermetratölu og á listann komast íbúðir með fer- metraverð yfir 700 þúsund krónum. Engin afstaða var tekin til ástands bygginga, stærðar íbúða eða bygging- arárs. Í sumum tilfellum voru fleiri en ein íbúð til sölu á sama eða sambæri- legu verði og er þá tilgreint ef svo var. Tekið er fram að listinn þarf ekki að vera tæmandi. Aðeins tvær eignir utan Reykjavíkur Athygli vekur að níu skráðar fast- eignir voru með fermetraverð yfir 800 þúsund krónum. Þá komust að- eins tvær eignir utan Reykjavíkur á listann, en það voru tvær íbúðir í ný- byggingum í Garðabæ. Utan Skuggahverfisins er fer- metrinn dýr í nýjum lúxusíbúðum við Hljómalindarreitinn svokall- aða á Laugavegi og margar slíkar til sölu þessa dagana. Langhæsta ásetta verðið er þó á fimm herbergja íbúð á 10. hæð við Lindargötu 39, sem metin er á 229 milljónir króna en sú eign er með næsthæsta fermetraverðið, eða rúmar 895 þúsund krónur. Ef undanskildar eru lúxusíbúð- irnar, sem flestar eru ýmist nýjar, í byggingu eða nýlegar, þá er dýrasti fermetrinn í „venjulegum“ íbúðum án nokkurs vafa í ósamþykktri stúdíó íbúð við Öldugötu í 101 Reykjavík. Íbúðin er aðeins 18,9 fer- metrar en ásett verð er 15,9 milljónir króna. Það gerir fermetraverð upp á 841.269 krónur sem dugar til að gera hana að sjöundu dýrustu íbúð höfuð borgarsvæðisins með tilliti til fermetraverðs. n n Lúxusíbúðir í Skuggahverfinu í sérflokki n Níu eignir þar sem fermetrinn kostar yfir 800 þúsund Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is DýruStu fermetrar ÍSLaNDS 996.138 kr. 1 Vatnsstígur 20–22, 101 Reykjavík 3ja herbergja íbúða á 10. hæð. Verð: 172.830.000 kr. Fermetrar: 173,5 Verð á fermetra: 996.138 kr. 2 Lindargata 39, 101 Reykjavík 5 herbergja íbúð á 10. hæð Verð: 229.000.000 kr. Fermetrar: 255,6 Verð á fermetra: 895.931 kr. Dýr flötur Hér má sjá einn fermetra sem dugar undir lítið annað en einn einstakling í stól. Í Skuggahverfinu er flötur á stærð við þetta verðlagður á rétt tæpa milljón. 996.138 kr. Verð á fermetra: 895.931 kr. Verð á fermetra:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.