Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 16
16 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir - erlent n Bandarísk kona greindist með lungnakrabbamein n Hún brá á það ráð að leita lækninga á Kúbu F erða- og viðskiptabann Banda- ríkjanna á Kúbu hefur staðið formlega yfir í rúmlega hálfa öld og þó svo að ástandið fari batnandi er enn ólöglegt að ferðast á milli landanna. Nýlega virti Judy Ingels bannið að vettugi og flaug til Kúbu til að fara í krabbameinsmeð- ferð. Judy Ingels, 74 ára og búsett í Kali- forníufylki, flaug til Kúbu í síðustu viku og mun dvelja þar í sex daga. Að því er fram kemur á vef BBC greindist hún með fjórða stigs lungnakrabbamein fyrir tveimur árum og hefur reynt að leita sér aðstoðar við því í heimalandi sínu. Uppgötvaði undralyf Eftir viðamikla heimildaöflun á netinu fann Judy krabbameinslyfið Cimavax sem var upprunalega þróað á Kúbu. „Ég eru búin að lesa fjölmarga góða hluti um lyfið,“ segir hún, en það er ekki fáanlegt í Bandaríkjunum. Judy flaug með eiginmanni sínum, Bill Ingels, og dóttur þeirra, Cindy, til Kúbu og innritaði sig inn á spítalann La Pradera International Health Centre, vestan við höfuð- borgina Havana. Þar stendur inn- lendum og erlendum sjúklingum til boða meðferðir af ýmsum toga. Ólíkt því sem tíðkast í Bandaríkjun- um er íbúum Kúbu boðin öll heil- brigðisþjónusta ókeypis, þó svo að útlendingar eins og Judy þurfi að greiða fyrir hana. En þrátt fyrir að búast við kostnaði upp á rúma eina og hálfa milljón íslenskra króna við ferðina til Kúbu og öll lyfjakaup þar, kemur fjölskylda Judy betur út fjár- hagslega en hún myndi gera í Banda- ríkjunum. Cimavax örvar taugaboð gegn sér- stöku prótíni sem kemur af stað út- breiðslu lungnakrabba og nær þannig að halda sjúkdómnum í skefjum. Lyfið er gefið með mánaðarlegum stungu- skömmtum og samkvæmt rannsókn- um frá Kúbu getur það lengt líf krabba- meinssjúklinga um fjölda mánaða – ef ekki ára. Þótt ótrúlegt megi virðast á til- urð lyfsins viðskipta- og ferðabann- inu mikið að þakka. Þegar Kúbumenn hafa ekki mátt flytja inn lífsnauðsyn- leg lyf, þróuð í Bandaríkjunum, hafa þeir einfaldlega gripið til þess ráðs að framleiða sín eigin. Lyfjaframleiðslan á Kúbu er nú nýtur nú meðbyrjar. Í geiranum starfa um 22.000 manns og er Cimavax, ásamt öðrum lyfjum, selt til landa um allan heim – að Banda- ríkjunum undanskildum. Einstakur árangur Judy bindur góðar vonir við verkun Cimavax, enda hefur hún lesið sæg af sögum um krabbameinssjúklinga sem náð hafa undraverðum bata með hjálp lyfsins. Þeirra á meðal er Lucrecia de Jesus Rubillo, en BBC gerir sögu hennar skil í frétt sinni um málið. Lucrecia, sem er 65 ára og búsett í Havana, á við sama sjúkdóm að stríða og Judy; fjórða stigs lungnakrabba. Í september í fyrra sögðu læknar hana aðeins eiga tvo til þrjá mánuði eftir ólif- aða. Hún hafði orðið vör við sáran verk í öðrum fæti sínum sem rekja mátti til lungnakrabba sem hafði dreift sér. Hún var í kjölfarið sett í hefðbundna lyfja- meðferð sem hún lýsti sem hroðalegri lífsreynslu. „Lyfin ollu mér óbærilegri ógleði og verkjum um allan líkamann,“ segir hún. Því næst gekkst hún undir geislameðferð. Hvorug meðferðin skil- aði árangri. En Lucrecia var staðráðin í að vinna bug á sjúkdómnum. „Börnin mín báðu mig að hafa allar klær úti og það er það sem ég gerði.“ Lucrecia ákvað í fram- haldinu að láta reyna á Cimavax og fékk nokkra stunguskammta – sú meðferð bar árangur hið snarasta. Lucrecia er enn á lífi, fjórum mánuð- um fram yfir þann tíma sem læknarnir gáfu henni. Og að auki er hún farin að geta gengið á ný upp stigann að íbúð sinni á fimmtu hæð, án nokkurra erf- iðismuna. Líkamsstyrkur hennar hef- ur eflst svo um munar og hún er laus við látlausan hósta sem hafði hrjáð hana áður. „Ég er auðvitað afar feg- in en einnig sorgmædd því margir vinir mínir, sem áttu ekki völ á þessari meðferð, hafa beðið lægri hlut fyrir lungnakrabbameini – mér finnst ég vera á sérkjörum,“ segir Lucrecia. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi sanna hamingju eftir að hafa greinst með krabbameinið Í krabbameins- meðferð á Kúbu Havana Höfuðborg Kúbu, þar sem fornbílar og litrík hús eru á hverju strái. Stungu- skammtur Dóttir Judy, sem er hjúkrunar- fræðingur, ætlar að sprauta móður sína með Cimavax eftir að heim er komið. Fjöl- skyldan er búin að birgja sig upp af lyfinu. Cimavax Lyfið getur fram- lengt líf krabbameinssjúkra um fleiri ár. Lungnaæxli Sjúkdómurinn er afar skaðlegur. Rannsóknir standa nú yfir á Cimavax og er vonast til að lyfið megi jafnvel nota til að fyrirbyggja sjúkdóminn.Judy Ingels Judy, 74 ára, greindist með alvarlegt lungnaæxli fyrir tveim árum. Guðmundur Bjartur Einisson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.