Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 30
26 menning Vikublað 25.–27. apríl 2017 Á bak við málverkið Þ að er í raun ótrúlegt hvað þessi verk Ólafs Lárussonar eiga enn vel við í dag, fjörtíu árum seinna. Konseptið er alltaf svo tært, einfalt og skýrt, það getur gefið manni hálfgert rothögg. Þarna skín í gegn ákveðin einlægni og jafnvel fífldirfska, þar sem hlutirnir eru ekki hugsaðir í þaula heldur er treyst á að þeir falli í rétta röð. Ég held að fólk tengi alltaf við þessa frelsiseiginleika og það skapi ákveðið tímaleysi í verkunum,“ segir Þorgerður Ólafsdóttir, ann­ ar sýningarstjóri sýningar á verkum Ólafs í Nýlistasafninu og ritstjóri veg­ legrar bókar sem kemur út samhliða sýningunni. Nafn Ólafs hefur ekki orðið þekkt meðal íslensks almennings en verk hans og persóna hafa öðlast goð­ sagnakenndan blæ í myndlistar­ heiminum. Rolling Line sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu er fyrsta sýningin á verkum Ólafs þar sem verk listamannsins eru tekin í minni yfirlitssýningu sem tekur til áranna 1973 til 1981. Síðasti SÚMarinn Ólafur Óskar Lárusson var fæddur árið 1951 á Selfossi og ólst upp að mestu í Austur­Meðalholti í Flóa­ hreppi. Hann fór í Myndlistar­ og handíðaskólann tvítugur að aldri og var þar í kraftmiklum og óstýrilátum árgangi með mörgum listamönnum sem enn eru starfandi í dag, til dæm­ is Rúrí, Þór Vigfússyni, Helga Þorgils Friðjónssyni, Rúnu Þorkelsdóttur og fleirum. „Hann tilheyrir þessari kynslóð en var þó örlítið eldri en sumir samnem­ endur sínir. Þegar hann byrjaði í skól­ anum þótti hann mjög fullorðinn, var orðinn tvítugur og kominn með konu og barn. Hann var í MHÍ í þrjú ár, en á þeim tíma var ekki mikill skilning­ ur á samtímalist í skólanum nema frá Herði Ágústssyni, þáverandi skóla­ stjóra,“ segir Þorgerður og bendir á að Ólafur hafi kannski ekki orðið fyrir síðri áhrifum utan skólans. „Óli ólst hálfpartinn upp utan í SÚM. Hann er unglingur þegar stólparnir í þeim hóp eru að gera sín helstu verk. Hann var einn af þeim síðustu sem voru teknir inn í SÚM og hann virðist hafa verið mjög hreyk­ inn af því – eins og hann væri síðasti móhíkaninn. Hann sagði sig úr Myndlistar­ og handíðaskólanum 1974 ásamt bekkjarfélögum sínum Rúrí og Þór. Þeim fannst þau ekki vera að læra neitt og þetta væri bara tíma­ og peningasóun. Þarna var hart tekist á og höfðu stjórnendur skólans meðal annars uppi hótanir um að reka Jón Gunnar Árnason og Ragnar Kjart­ ansson úr kennaraliðinu því þeir voru sagðir hafa spillt þessum nem­ endum. Eftir að þau hættu fóru þau flest til Amsterdam í Hollandi en þar komst Óli inn í Atelier 63 í Haarlem. Hann er einn af örfáum nemendum sem eru teknir inn í þennan rosalega flotta skóla. Hann er þar í tvö ár og kynnist listamönnum á borð við Ger Van Elk og Jan Dibbets.“ Eftir að hann kom heim fékk hann kennslustarf við nýstofnaða Nýlista­ deild Myndlistar­ og handíðaskól­ ans og hann tók þátt í stofnun Ný­ listasafnsins árið 1978 en formlegur stofnfundur fór raunar fram í rúm­ góðri vinnustofu hans í Mjölnisholti. Expressjónískur kríuskítur Verkin á sýningunni Rolling Line eru frá námsárum og fyrstu árunum á listamannsferli Ólafs, eða frá 1973 til 1981. Í langflestum verkanna vinnur Ólafur með ljósmyndamiðilinn og er listamaðurinn sjálfur oft í aðalhlut­ verki í svarthvítum myndunum. „Sumir hafa haft orð á því að Óli hafi kannski verið að gera svolítið keimlíka hluti og Sigurður Guð­ mundsson og Hreinn Friðfinnsson, sem fengu hann einmitt oft til að taka ljósmyndir fyrir sig. En þegar maður hefur öll þessi verk frá átt­ unda áratugnum fyrir framan sig sér maður hins vegar að áhrifin hafa að öllum líkindum verið í báðar áttir. Hann var ofboðslega sterk og kraftmikil rödd einmitt á þessum tíma þegar hugmyndalistin og gjörn­ ingurinn voru að vaxa og verða viður­ kenndir miðlar innan listheimsins. Eitt sem einkennir þennan tíma er mikill núningur á milli miðla og það er eins og Óli hafi lagt kapp sitt við að „sigra miðilinn“. Þetta er frekar áber­ andi í mörgum verka hans. Hann var augljóslega mikill málari í eðli sínu og hafði mjög sterkar taugar til mál­ verksins en reyndi stöðugt að sporna gegn því. Hann vildi alls ekki gang­ ast við því á þessum tíma að vera að mála – það þótti ekki kúl. Á sýn­ ingunni sést hvað hann var mikið að pæla í málverkinu og var stöðugt að reyna að finna leiðir til að nota málninguna og önnur efni á nýjan expressjónískan og abstrakt hátt.“ Þetta sést til dæmis skýrt í verkinu sem er gjarnan kallað „Kríu­ skítur“ en í því strengir Ólafur léreftsdúk á jörðina á túnfleti í Flat­ ey, og skilur eftir í einn og hálfan mánuð. Hann lætur náttúruna þannig mála ótruflaða á strig­ ann. Kríuskíturinn sem lendir á striganum minnir allra helst á abstrakt expressjón­ ískt málverk frá árun­ um eftir seinna stríð. „Þarna lætur hann náttúruna bara mála eins og Jackson Pollock – en Óli var mjög hrifinn af honum, kúrekanum frá Wyoming.“ Ágengir gjörningar og performatíf málverk Eins og hjá Pollock var það ekki síður sú athöfn að mála sem skipti máli en sjálf niðurstaðan, og frekar en að fela hann beitir Ólafur ýmsum brögðum til að draga athyglina að gjörningnum Ólafur Lárusson (1951–2014) hefur verið huldumaður í íslenskri nútímalistasögu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Hann var augljóslega mikill málari í eðli sínu og hafði mjög sterkar taugar til málverksins en reyndi stöðugt að sporna gegn því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.