Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 17
Vikublað 25.–27. apríl 2017 fréttir - erlent 17 Yfirleitt mánaðaspursmál Að Cimavax framlengi líf krabba- meinssjúklinga um mörg ár er ekki al- gengt en kemur samt fyrir. Sýnt hefur verið fram á að lyfið lengi líf þeirra oft- ast um einhverja mánuði. Læknirinn Neninger, sem starfar á Kúbu, segir í samtali við BBC að nokkrir sjúklinga hennar séu enn á lífi, 10 árum eftir að hafa greinst með fjórða stigs lungna- krabbamein. Allt sé það Cimavax að þakka, en Neninger hefur gefið það hundruðum sjúklinga á Kúbu síðustu ár. Lyfið hjálpar flestum en ekki öllum. Neninger segir að í 20 prósentum til- vika hafi það lítil sem engin áhrif á líð- an sjúklinga, en þá sé krabbameinið líka mjög langt gengið. Tilraunir byrjaðar í Bandaríkjunum Enginn ráðlagði Judy að leita lækn- inga á Kúbu. Þegar hún spurði lækn- inn sinn í Bandaríkjunum út í Cima- vax var frekar fátt um svör. En þótt lyfið sé enn ófáanlegt þar í landi hafa nú þegar hafist tilraunir með það á bandarískum sjúklingum. Tilraun- irnar, sem hófust í upphafi þessa árs, fara fram í borginni Buffalo í New York-fylki. Bandaríski ónæmislæknirinn Kelvin Lee, sem fer fyrir rannsóknun- um þar, er ánægður með árangur- inn sem náðst hefur með Cimavax á Kúbu. Engar endanlegar niður- stöður liggja fyrir enn sem komið er, en reynslusögur af lyfinu lofa góðu. Kelvin segir verð á krabbameinsmeð- ferðum fara síhækkandi í heimalandi sínu, en er vongóður um að Cima- vax eigi eftir að sanna sig sem bæði ódýrari og árangursríkari kostur fyrir fólk með lungnakrabbamein. Hann útilokar ekki heldur að lyfið geti haft fyrir byggjandi verkun. „Ef hægt væri að nota það sem bóluefni og gefa það stórreykingamönnum sem eru í sér- stakri hættu að þróa með sér lungna- krabba, gæti það skipt sköpum fyrir sjúklinga í Bandaríkjunum og öðrum löndum.“ Stjórnmálin standa í vegi Óvíst er hvenær flytja má Cimavax frá Kúbu til Bandaríkjanna og setja í al- menna sölu. Það veltur allt á pólitísku sambandi þjóðanna. Obama, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, fór í opinbera heimsókn til Kúbu í mars 2016 – sem marka átti lok þeirrar óvildar sem hófst milli þjóðanna tveggja eftir kúbversku byltinguna 1959. Undir lok valdatíma síns hugðist Obama bæta stöðu mála en ferðabanninu var aldrei aflétt til fulls. Það var því formlega séð ólöglegt fyrir Judy að fara til Kúbu í krabbameinsmeðferðina. Núverandi Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kvaðst í ræðu nokkurri fyrir forsetakosningarnar ekki mundu aflétta höftum á Kúbu fyrr en þarlend ríkisstjórn gerði eitt og annað í sínum málum. „Kröfur okkar fela í sér pólitískt frelsi fyrir kúbverska borgara og aflausn pólitískra fanga,“ sagði Trump. Fjölskyldan skrökvaði að yfirvöldum Kúbuferðin stangast formlega á við bandarísk lög, þó svo að eitthvað hafi slaknað á banninu með heim- sókn Obama í fyrra. En Judy og fjöl- skylda láta það ekkert á sig fá. Þau stálust til Kúbu án þess að spyrja kóng eða prest. Bill sagðist aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af viðbrögðum bandarískra yfirvalda. „Ég sagði þeim að við værum að fara út í menntunar- skyni, að ég væri að læra um krabba- meinsæxli og meðferðir við þeim,“ segir hann og bætir við að í raun réttri sé hann ósköp heiðarlegur maður. „Ef ég þarf að ljúga, þá geri ég það.“ Líta björtum augum á framtíðina Judy fær það ekki á hreint fyrr en eftir þrjá mánuði hvort lyfið hafi gert henni eitthvert gagn. En hún og fjölskyldan eru vongóð. Hún segir að burtséð frá öllum árangri sem muni nást, hafi ferðin til Kúbu lífgað mjög upp á til- veruna hjá sér. Fjölskyldan hefur ekki litið marga glaða daga síðan Judy greindist með krabbamein árið 2015. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi sanna hamingju eftir að hafa greinst með krabbameinið,“ segir Judy í sam- tali við BBC. Judy og Bill ætla að birgja sig upp af Cimavax á Kúbu og taka með heim til Kaliforníu. Dóttir þeirra Cindy, sem er hjúkrunarfræðingur, ætlar síð- an að annast lyfjagjöfina og sprauta móður sína mánaðarlega. „Við yrðum yfir okkur glöð ef æxlið stækkaði ekki, og vöxtur þess stöðvaðist. En ef það skyldi minnka héðan í frá, þá væri það hreint kraftaverk,“ segir Cindy og er yfir sig stolt af að hafa leitað ólöglegra leiða í leit að lækningu við lungnakrabbamein- inu. n Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? saman Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. & Bandaríkin og Kúba Við- skipta- og ferðabann á milli þjóðanna er enn í gildi. Fegin fjölskylda Judy, maður hennar Bill og dóttir þeirra Cindy. Ferðin til Kúbu gerði Judy ekki aðeins kleift að fara í krabbameinsmeðferð, hún hressti upp á alla fjölskylduna, sem hefur ekki verið svona ham- ingjusöm síðan Cindy greindist með æxlið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.