Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 25.–27. apríl 2017 30. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Eða hvort tveggja! Sólrún ósátt við framhjáhalds- spurningar n Sólrún Diego er einn vinsæl- asti snappari landsins. Þús- undir fylgjast með henni þrífa í hverri viku. Í raun má segja að hún hleypi þúsundum ókunn- ugra inn á heimili sitt reglulega. Sólrún ákvað að loka fyrir þann möguleika að fylgjendur gæti sent henni spurningar og þá ákvörðun tók hún eftir að hafa fengið gagnrýni á sig sem móður. Sólrún opnaði aftur á spurningar um helgina og segir að sama skítkastið hafi hafist á ný. Stein- inn tók úr þegar hún var spurð hvort framhjáhald hefði átt sér stað en Sólrún þvertók fyrir það og kvaðst hamingjusöm með sínum manni, Frans, sem stund- um má sjá bregða fyrir á Snapchat- reikningi Sól- rúnar. Gæðahreinsun Þvottahús Dúkaleiga Fyrirtækjaþjónusta Sækjum & sendum GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár „Mökkaður“ eða „útrunninn“? n Karl Th. Birgisson vakti tals- verða reiði með ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni á föstudagskvöld. Þar virtist hann gera grín að holdafari Hall- dórs Halldórsssonar, Dóra DNA, í þættinum Vikunni með Gísla Marteini. „Fékk veruleg ónot þegar Dóri DNA birtist með fitukeppina sína. Er í alvörunni enginn sem getur kennt honum að klæða þetta af sér,“ spurði Karl meðal annars sem fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni, meðal annars á Twitter. Karl dró síðar í land og sagði að um misheppnað grín hefði verið að ræða. Það virtist þó ekki duga öllum og sá tónlistarmaður- inn Bubbi Morthens ástæðu til að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Karl. Bubbi sagði á Twitt- er: „Karl TH drullar yfir DNA. Þegar drullan slettist á hann segir hann djók. Annaðhvort skrifar hann mökkað- ur eða þá hann er útrunninn. Hvort er?“ Vilja ókeypis námsgögn fyrir grunnskólanema í Reykjanesbæ „Mikilvægt réttlætismál,“ segir Helgi Arnarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar V onandi fær tillagan brautar- gengi. Ég hef tröllatrú á því,“ segir Helgi Arnarsson, sviðs- stjóri fræðslusviðs Reykjanes- bæjar sem lagði þá tillögu fram á síð- asta fundi að Reykjanesbær veiti öllum nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg náms- gögn frá og með næsta hausti. Vill ókeypis námsgögn Helgi segir tillöguna mikilvægt rétt- lætismál. Hún hafi verið í gerjun um nokkurt skeið en tvö önnur sveitar- félög á landinu sjá um að útvega námsgögn fyrir nemendur í sínum grunnskólum. Það eru Ísafjörður og Sandgerði. „Sandgerðingar byrjuðu á þessu fyrir þetta skólaár. Þeir láta ljóm- andi vel af þessu og allt hefur geng- ið vel. Ég veit að þeir eru mjög sáttir við að hafa riðið á vaðið,“ segir Helgi og bætir við að sama sé uppi á ten- ingnum á Ísafirði. „Þeir eru búnir að vera með þetta fyrirkomulag í ein- hvern tíma og ætla ekkert að bakka út úr því. Vonandi verður þetta samþykkt og Reykjanesbær verður fyrst af þessum stærri sveitarfélögum til að samþykkja þessa breytingu.“ Eiga að njóta jafnræðis Helgi bendir á að gjaldfrjáls náms- gögn styðji við barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjöl- skyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref sé því liður í að vinna gegn mis- munun barna og styður að öll börn njóti jafnræðis í námi. Barnaheill hafa frá árinu 2015 vakið athygli á kostnaði foreldra vegna innkaupa á námsgögn- um grunnskólabarna. Samtökin telja slíkan kostnað töluverðan bagga á barnafjölskyldum sam- hliða því að vera í ósamræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheill hafa ítrek- að skorað á yfirvöld að vinna að þessum breytingum. n kristin@dv.is Helgi Arnarsson Vill að öll börn fái ókeypis fræðslugögn. Guðný afþakkaði afmælisgjafir á eins árs afmæli dóttur sinnar Safnaði þess í stað 250 þúsund krónum fyrir vökudeild Landspítalans M ér finnst að foreldrar ættu oftar að gera eitthvað svona,“ segir Guðný María Waage, sem gaf vökudeild Landspítalans 250 þúsund krónur sem hún safnaði í tilefni eins árs afmælis dóttur sinnar, Arnheiðar Maríu Hermannsdóttur þann 22. apríl síðastliðinn. Arnheiður fæddist með lungnaháþrýsting og dvaldi á vöku- deildinni í þrettán daga áður en hún þótti nógu hraust til að fara heim með foreldrum sínum, sem fóru heim rúmri viku á undan henni. Afþakkaði áþreifanlegar gjafir Guðný fékk þá hugmynd að afþakka áþreifanlegar gjafir og biðja fjölskyldu og vini þess í stað að styrkja deildina um síðustu jól. Hún ákvað svo að láta af þessu verða eftir að langamma Arn- heiðar stofnaði reikning fyrir mál- efnið og lagði inn 30 þúsund krónur, segir hún og bætir við: „Dóttir mín hefur ekkert við afmælisgjafir að gera. Henni þykir gjafapappírinn miklu meira spennandi en það sem svo leynist í pakkanum.“ Þegar Arnheiður fæddist grun- aði engan að hún væri með lungna- háþrýsting. Því þurfti hún að vera í öndunarvél í viku. „Ég fékk ekki að sjá hana fyrr en hún var orðin sex klukku- stunda gömul. Ég fékk hana heldur ekki í fangið fyrr en hún var orðin þriggja daga gömul. Þetta var mjög erfið lífsreynsla og snerti alla í fjöl- skyldunni.“ Það sem Guðnýju þótti hvað erfiðast í veikindum dóttur sinnar var að þurfa að skilja hana eftir á spítal- anum. „Auðvitað ættu að vera miklu fleiri foreldraherbergi á spítalanum. Það tekur afskaplega á að skilja svona pínulítil kríli eftir. Maður var mættur eldsnemma á morgnana og svaf heima með símann í höndinni.“ Endurnýja foreldraherbergið Peningagjöfin vill Guðný að verði not- uð til að endurnýja foreldraherbergið sem þau dvöldu í fyrstu sólarhring- ana eftir að Arnheiður kom í heiminn. „Rúmið var pínulítið, afar óþægilegt sjúkrarúm, og fjarstýringin á sjón- varpinu var týnd. Það er kominn tími til að laga þetta.“ Guðný kveðst alls ekki hafa búist við því að svo há upphæð myndi safn- ast. „Hjúkrunarfræðingnum, sem tók á móti okkur, brá líka. Þetta var yndis- leg stund og ég mæli svo sannarlega með því að fólk geri eitthvað svona í stað þess að fylla heimilið af barna- dóti sem annaðhvort týnist eða barnið leikur sér ekki með.“ n Afmælisbarnið Arnheiður afhenti gjöfina á afmælisdaginn sinn. MyND THorKEll SigVAlDASoN guðný og Arnheiður Ákvað um síðustu jól að safna fyrir vökudeild Landspítalans í tilefni af eins árs afmæli Arnheiðar MyND THorKEll SigVAlDASoN Arnheiður fæddist með lungnaháþrýsting MyND FríðA ÁgúSTSDóTTir Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.