Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 10
10 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir Fólkið sem gerir kommenta- kerfið brjálað opnar sig n Viðbrögð þeirra við svívirðingum á netinu n Sumir búa við daglega hatursorðræðu Þ ið getið verið breytingin sem þið viljið sjá. Ef þið hættið þessu endalausa væli í kommentakerfunum, þá er aldrei að vita nema þið sjá- ið að þó að fólk tjái sig um hluti í fjöl- miðlum sem skipta ykkur ekki máli persónulega, þá er algjör óþarfi að ráðast á viðkomandi. Jafnvel þó að einhver tjái skoðun sem ykkur finnst alveg út í hött, þá er hægt að draga andann djúpt, skrifa athugasemd- ina sem átti að fara í kommentakerf- ið frekar á miða og troða miðanum djúpt upp í rassgatið á sér.“ Þannig komst Atli Fannar Bjarka- son, ritstjóri Nútímans, að orði þegar hann fór yfir fréttir vikunnar í Vik- unni með Gísla Marteini á RÚV. Inn- slag Atla Fannars hefur vakið athygli og var innblásið af umfjöllun Vísis og Nútímans af hrakförum Sólmundar Sólmundarsonar, eða Sóla Hólm eins og hann er gjarnan kallaður. Sóli, sem er starfsmaður RÚV, sat fastur í nokkrar klukkustundir í flug- vél Wizz air á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu og sagði að um væri að ræða eina af sínum verstu martröð- um. Lesendur Vísis höfðu enga sam- úð með Sóla og kommentakerfið logaði undir fréttinni. Í umfjöllun Atla Fannars á RÚV sagði að sú hegð- un virkra í athugasemdum, að rakka niður viðmælendur hefði gert að verkum að fólk forðist nú jafnvel að fara í viðtöl af ótta við að vera tekið fyrir. Atli Fannar sagði: „Virkir í athugasemdum eru ekki aðeins að skemma eigið mannorð, þeir eru að skemma internetið.“ Um innslag Atla urðu svo til aðr- ar fréttir þegar blaðamennirnir Atli Fanndal og Jóhann Páll Jóhannsson gagnrýndu Atla Fannar. Jóhann Páll sagði á Facebook: „Ef óbreyttir borgarar – kannski fólk sem á erfitt og líður ekki vel – dirfast að halla orði á starfsmenn RÚV á kommentakerfum fréttamiðla, mega þeir þá eiga von á því að vera varpað upp á skjáinn í sjónvarpi allra landsmanna á præmtæm, nafn- greindir, sakaðir um „væl“ og sagt að troða hlutum upp í rassgatið á sér?“ Þá gagnrýndi Atli Fanndal nafna sinn fyrir að birta skjáskot og mynd- ir af fólki sem hafði tjáð sig um þessar fréttir og endaði í viðtali á Harmageddon, en hann sagði á Facebook: „Þvílík lágkúra af hálfu RÚV að atast í fólki á prime time fyrir að hafa notað væl til að lýsa væli.“ Atli Fannar birti eins og áður segir myndir og skjáskot af ummæl- um þriggja einstaklinga sem honum fannst tjá sig með óvarlegum hætti. DV ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi. Heyra í þeim sem komu við sögu hjá Atla Fannari sem og ræða við þekkta einstaklinga sem hafa fengið það óþvegið í kommenta- kerfum fjölmiðla í umdeildum frétt- um og kanna hvaða áhrif það hef- ur haft á þau og þeirra nánustu. Þar kom í ljós að flestir viðmælendur DV sögðu meiðandi innlegg særandi og hefðu ættingjar, þá makar og börn, tekið nærri sér að lesa ljót ummæli í kommentakerfum fjölmiðla. n Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Jón Viðar Jónsson „Það sem fólk mér bláókunnugt lætur út úr sér um mig og mína persónu á dv.is eða öðrum slíkum vefsíðum hefur ná- kvæmlega engin áhrif á mig, ef ég legg þá yfirleitt á mig að skoða það. Ég kann- ast reyndar ekki við að hafa nokkurn tímann „fengið fyrir ferðina“ eins og ég skil það orðatiltæki: í mínum huga merk- ir það að vera að fá duglega ofanígjöf eða vera beittur einhvers konar refsingu fyrir eitthvað sem maður hefur sagt eða gert. Það er áberandi, sérstaklega á dv.is, að þar er mikið um að fólk sem á við sálræn vandamál að stríða og auðsæilega haldið mikilli vanlíðan, sé að fá útrás fyrir reiði, beiskju og aðrar neikvæðar tilfinningar. Maður getur vorkennt slíku fólki, en maður tekur það ekki alvarlega, ekki frekar en raus úr drukknum mönnum. Annars er það á ykkar ábyrgð sem ritstýrið miðlunum að birta svona lagað og ykkur sjálfum til mestrar skammar að láta það koma fyrir augu fólks. En það eigið þið við ykkar eigin samvisku og siðferðiskennd. Persónulega skipta þessar sorprennur og þeir sem oní þær stíga mig sem sagt engu, ég hef ekkert frekar um þær að segja annað en það sem ég hef sagt hér og þér er velkomið að birta.“ Hvað er það versta sem hefur verið sagt um þig? „Það er svo margt: t.d. ógeðsleg, heimsk, fáviti, viðbjóðslegur trúarnöttari o.s. frv.“ Tókstu það nærri þér? „Já, til að byrja með, í dag blokka ég bara svona netníðinga, það virðast líka vera sömu einstaklingarnir oftar en ekki sem stunda þetta, fleiri en ég, sem ég þekki, hafa lent í þeim.“ Hefur breyst hvernig þú tekur niðrandi athugasemdum í dag? „Já, ég er búin að búa til vissan skjöld gagnvart þessu, leiðinlegast finnst mér þó að venjulegt fólk og jafnvel í fjölskyldunni skuli taka mark á þessu, því þetta er ekkert annað en rógburður og tilraun til þöggunar, þetta fólk hefur ekki nein rök til að styðjast við, ekki má gleyma að mannorð er dýrkeypt og svona hegðun stangast líka á við lög.“ Hafa þær jafn mikil áhrif? „Einelti fullorðins fólks gagnvart börnun- um mínum hefur vissulega áhrif, og mig undrar að fullorðið fólk geti látið skoðanir foreldra bitna á börnum, það særir mig, það er skoðana- og tjáningarfrelsi hér á landi, og þeir sem beita börn andlegu ofbeldi fyrir skoðanir foreldra ættu að líta í eigin barm, þetta er fólki sem virðir ekki skoðana- og tjáningarfrelsið en vill samt láta kalla sig frjálslynt. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt, og hvað þá gegn börnum.“ Hafa þær breytt þér á einhvern hátt? „Já, maður hugsar stundum hvort maður eigi að hætta að tjá sig, en er þá ekki þöggunarsinninn (fasistinn) búin að vinna, viljum við skerða skoðana- og tjáningarfrelsi fólks í lýðræðislegu samfélagi?“ Ættu fjölmiðlar að loka fyrir kommentakerfi? „Stundum hef ég velt því fyrir mér, en er það samt sem áður ekki hefting á tjáningarfrelsinu?“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða aðkasti annars staðar en á netinu eftir umdeildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Já, hef fundið fyrir andúð fólks úti á götu og víðar og tengi það beint við skoðanir mínar, og þykir miður hve margir kaupa upplognar fréttir og áróður sem á ekki við nein rök að styðjast, má þar nefna sandkassinn.com.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Já, ættingjar hafa misskilið upploginn málflutning sem er settur fram til að reyna að þagga niður í mér. Þá hefur mér ekki verið svarað varðandi atvinnuum- sóknir, sem er eitthvað alveg nýtt og ég lenti ekki í áður.“ Margrét Friðriksdóttir Forðast þú viðtöl vegna virkra í athugasemdum? „Ég reyni að gera það ekki en ég finn samt að mér finnst oft orðið erfiðara og kvíðvænlegra að fara í viðtöl og tjá mig opinberlega en áður. Það tekur líka frá mér svo mikla orku ef virkir í athugasemdum fara á flug að stundum sleppi ég því oft að tjá mig. Ég hef líka fundið fyrir því í auknum mæli að aktívisminn og athugasemda- kerfin eru farin að hafa tilfinnanleg áhrif á ýmsa möguleika mína, t.d. á vinnumarkaði. Fólk virðist því sjá mig eingöngu með augum fjölmiðla eða virkra í athugasemd- um en hunsa hæfni mína og álit þeirra sem raunverulega þekkja mig sem manneskju.“ Ættu fjölmiðlar að loka fyrir kommentakerfi? „Eins og með margt annað er ekkert eitt rétt svar við þessu og margar hliðar á. Mér finnst mikilvægt að fjölmiðlar almennt vandi sig og sýni fagmennsku í framsetningu á sínu efni, því það sem slíkt getur haft mjög mótandi áhrif á hvernig umræður verða í athugasemdakerfum. Jafnframt tel ég mikilvægt að fjölmiðlar séu reiðubúnir að loka fyrir athugasemda- kerfi ef viðmælendur óska eftir því og ef efni er augljóslega viðkvæmt eða staða viðmælenda. Þá held ég að auka þurfi eftirlit með athugasemdakerfum, þótt það geti verið umfangsmikið og flókið í framkvæmd kannski, og fylgjast með því ef umræður verða ofbeldisfullar. Ég held hins vegar að svo sé ljóst að við sem manneskjur erum ekki alveg að höndla frelsið sem fylgir netinu og því þurfi að auka fræðslu og umræðu til allra, einkum barna, um hvernig við komum fram við aðra, bregðumst við því ef okkur er bent á og séum fús til þess að biðjast afsökunar. Líkt og annars staðar. Það getur ekki verið gott fyrir tjáningarfrelsið ef við höfum öll frítt spil á netinu til þess að meiða aðra í nafni „skoðanaskipta“.“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða að­ kasti annars staðar en á netinu eftir umdeildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Ég hef fengið ónotaleg símtöl og SMS sem lögregla hefur þurft að hafa afskipti af. Ég hef hins vegar stundum upplifað mig óörugga í mannfjölda eftir umdeildar fréttir, kosið að halda mig heima eða yfirgefið staði, þó svo að ekkert hafi gerst nema mögulega augngotur og fyrirlitningarsvipur.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Já, mín persónulega reynsla er sú að oftast eru ljótar athugasemdir um mig ekki síður sárar fyrir ættingja og vini. Ég hef átt mörg erfið samtöl við börn og unglinga í kringum mig sem særast af umræðum um mig í athugasemdakerfum og þurft að útskýra og réttlæta fyrir nán- ustu aðstandendum af hverju ég geti ekki hætt í mannréttindabaráttu vegna þess ofbeldis sem ég hef oft orðið fyrir á netinu. Ég skil vel löngun fólks til þess að binda enda á það og biður mig þess vegna að hætta í aktívisma eða hvetur mig til þess. Mér líður svipað þegar ég less óþverra í athugasemdakerfum um fólk sem ég elska. Það er hins vegar engin lausn enda fólk í mannréttindabaráttu ekki ástæðan fyrir því ofbeldi sem virkir í athugasemdum sýna, heldur þeir sjálfir.“ Freyja Haraldsdóttir „Þetta er orðið svo langvinnt og rennur allt saman,“ segir Bubbi Morthens sem margoft hefur fengið yfir sig fúkyrðaflaum í kommentakerfum fjölmiðla. „Það hafa alls konar hlutir verið sagðir, sumir verulega ljótir. Þetta fer inn í þig og tekur frá þér orku ef þú sérð ummælin. Ég forðast ekki viðtöl en ég er hættur að tjá mig um ákveðna hluti.“ Ættu fjölmiðlar að loka fyrir kommentakerfi? „Ég hef ekki skoðun á því hvort fjölmiðlar ættu að loka fyrir ummæli en það myndi gera lífið skemmtilegra hjá öllum ef svo yrði.“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða aðkasti annars staðar en á netinu eftir umdeildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Það er langt síðan. Fólk er hætt að áreita mig úti á götu.“ Hver er þín skoðun á virkum í athugasemdum? „Ég hef ekki lengur skoðun á virkum í athugasemdum en tek eftir því að það er mikið til sama fólkið sem er orðljótast.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Börnin mín hafa tekið hluti inn á sig vegna þess sem hefur verið sagt um mig.“ Bubbi Morthens „Ég minnist ekki sérstaklega ónotalegra kommenta um mig á netinu og hef ekki tekið nærri mér athugasemdir. Ég svara þeim sem eru svaraverðar en hreyti léttum ónotum þegar þær eru ekki svaraverðar. Ég hef ekkert breyst vegna niðrandi um- mæla um mig og þau hafa nánast engin áhrif á mig. Hef ekki verið svo harðorður sjálfur að ég sjái eftir einstökum ummælum. Hef enga skoðun á því hvort fjölmiðlar eigi að loka fyrir kommentakerfi sín. Þeir meta það sjálfir.“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða aðkasti annars staðar en á netinu eftir umdeildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Ég hef ekki orðið fyrir aðkasti á förnum vegi. Hef enga sérstaka skoðun á virkum í athugasemdum. Þeir sem fara yfir mörkin eru sjálfum sér verstir. Ég er ekki þekktur fyrir að forðast viðtöl og flestir segja að ég sé of mikið í viðtölum. Veit ekki með aðra.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Ættingjar mínir hafa ekki haft á orði að þeir taki svívirðingar í minn garð nærri sér. Senni- lega finnst þeim ég eiga þær stundum skilið.“ Brynjar Níelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.