Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 4
4 Helgarblað 18. ágúst 2017fréttir F asteignamat hlunninda sem fylgja jörðum í eigu Þjóðkirkj- unnar nemur 230 milljónum króna. Jarðir í eigu kirkjunnar, sem Kirkjumálasjóður fer með, eru 41 talsins og fylgja hlunnindi 29 þeirra. Um er að ræða veiðirétt, jarð- hita, reka, æðarvarp og önnur óskil- greind hlunnindi. Langmest vegur hlutur jarðarinnar Hofs í Vopna- firði en veiðihlunnindi jarðarinn- ar eru metin á 83,5 milljónir króna í fasteignamati. Um er að ræða veiði- hlunnindi í Hofsá, einni helstu lax- veiðiá landsins, og Sunnudalsá. Arður af veiðirétti í Hofsá nemur um níu milljónum króna á ári. Þeir prestar sem sitja jarðir í eigu kirkjunnar, prestsetursjarðir, hafa frá fornu fari fengið jarðirnar til ábúðar og nytja, með þeim hlunn- indum sem þeim fylgja. Það þýðir í raun að prestar hafa getað stund- að búskap samhliða prestsstörfum en jafnframt sinnt dúntekju, nýtt reka, stundað selveiðar, leigt út veiðirétt eða nýtt hver þau hlunn- indi sem hverri jörð fylgja. Í upp- hafi tuttugustu aldar hóf hið opin- bera að greiða prestum laun fyrir störf sín en hlunnindi fylgdu engu að síður prestsetrum áfram. Kirkjan vill undanskilja hlunnindi Árið 2015 skilaði ráðgjafahópur biskupi Íslands greinargerð um hlunnindi presta þar sem meðal annars kemur fram að arður sem prestar fái af hlunnindum, án þess að þurfa að inna af hendi sérstakt vinnuframlag, skekki stöðu stétt- arinnar innbyrðis og sé úrelt fyrir- komulag sem ætti að afnema. Ekki væri þó rétt að svipta sitjandi presta umræddum hlunnindum þar eð ekki væri hafið yfir vafa að slíkur gjörningur stæðist lög. Því var lagt til að hlunnindi af umræddum toga yrðu undanskilin þegar brauð yrðu auglýst og veitt nýjum prestum í framtíðinni. Sú hefur orðið raunin í tveimur tilfellum síðan þá, fyrst í fyrra þegar Reynivellir í Kjós voru auglýstir lausir. Reynivellir eiga veiðirétt í Laxá í Kjós sem metinn er á tæpar 25 milljónir króna í fasteignamati. Þau hlunnindi voru undanskilin og rennur arður af veiðiréttinum nú í Kirkjumálasjóð. Nú fyrir skemmstu var jörðin Hof í Vopnafirði, sem nefnd er hér að framan, auglýst laus og þá tók Kirkjuráð einnig ákvörðun um að umræddur veiðiréttur yrði undanskilinn. Hafa staðið í dómsmálum Sem fyrr segir á Þjóðkirkjan eða Kirkjumálasjóður 41 jarðeign í 29 sveitarfélögum. Hlunnindi fylgja 29 þessara jarða en um er að ræða nýtingu jarðhita, reka, selveiði, æðarvarp, veiðihlunnindi og önnur hlunnindi, óskilgreind. Alls er verðmæti umræddra hlunninda metið á 230 milljón- ir króna í fasteignamati jarðanna 29. Þó er rétt að geta þess að í yfir liti yfir fasteignamat prestset- ursins Staðastaðar á Snæfellsnesi eru hlunnindi í æðarvarpi metin upp á rúmar fjórar milljónir króna. Hins vegar staðfesti Hæsti- réttur september í fyrra dóm hér- aðsdóms þess efnis að umrædd hlunnindi tilheyrðu nágranna- jörðinni Haga. Þá féll í mars á þessu ári dómur í Hæstarétti þess efnis að veiðiréttur Staðastaðar í Staðará væri sameiginlegur með jörðinni Tröðum en ekki kom fram í dómnum hvernig skipta bæri þeim veiðirétti. Hlunnindi af veiðiréttinum voru í fasteigna- mati Staðastaðar talin 1,5 millj- ónir króna. Hofi fylgja verðmestu hlunnindin Sem fyrr segir eru hlunnindi sem fylgja jörðinni Hofi í Vopnafirði metin langhæst allra jarða kirkj- unnar, 83,5 milljónir króna. Næst kemur jörðin Reynivellir sem fyrr er nefnd en hlunnindi af veiðirétti í Laxá í Kjós eru metin á tæpar 25 milljónir króna. Í flestum tilfellum hafa jarðirnar hlunnindi af veiði- rétti, alls 21 jörð, og er heildarfast- eignamat þeirra hlunninda metið ríflega 170 milljónir króna. Þar á eftir koma hlunnindi af æðar- varpi en tíu jarðir teljast njóta slíkra hlunninda og er heildar fasteigna- matið tæpar 48 milljónir. Æðarvarp sem fylgir jörðinni Kolfreyjustöðum í Fáskrúðsfirði er hæst metið, upp á 13,7 milljónir króna. Rekinn ekki verðmikill Jarðhiti fylgir þremur jörðum og er metinn á tæpar tíu milljónir króna. Réttur til að stunda selveiðar fylgir einni jörð, Vatnsfirði við Djúp, og er hann metinn á tæpar 300 þús- und krónur. Rekaítök hafa fjórar jarðir en verða fæstir líklega feitir með nýtingu þeirra. Heildar fast- eignamatið nemur 144 þúsund krónum. Á jörðinni Skinnastöðum í Öxarfirði stendur reki undir tvö þúsund króna fasteignamati, hvorki meira né minna. Þá er ótalið að Kirkjumálasjóður á jörðina Hrút- ey í Hrútafirði, sem lengst af fylgdi raunar prestsetrinu Melstað í Mið- firði. Í Hrútey er æðarvarp metið til hlunninda en einnig óskilgreind hlunnindi upp á 116 þúsund krón- ur í fasteignamati. DV er ekki kunn- ugt um hvaða hlunnindi þar um ræðir. Skiptingin ærið misjöfn Af jörðunum 29 sem hlunnindi fylgja eru 20 svokallaðar prest- setursjarðir, það er setnar prest- um. Þó er raunar prestlaust sem stendur á Hofi og einnig á Staða- stað en deilur standa milli fyrrver- andi sóknarprests þar, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjunnar um afhendingu prestsbústaðar- ins og jarðarinnar. Sem fyrr segir renna hlunnindatekjur jarðanna Hofs og Reynivalla nú til Kirkju- málasjóðs en hlunnindi annarra jarða renna til prestanna sem þær sitja, utan Staðastaðar þar sem mál eru í óvissu. Af hinum jörðun- um má ætla að presturinn á Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, Kristinn Jens Sigþórsson, hafi drýgstar tekj- ur af hlunnindum. Í fasteignamati jarðarinnar er veiðiréttur metin á tæpar 20 milljónir króna. Í fast- eignamati jarðarinnar Heydala í Breiðdal, þar sem Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, situr sem prestur, er tiltekið að veiðiréttur og dún- tekja séu virði rúmra 16 milljóna króna. Það er hins vegar ærið mis- jafnt hversu mikil hlunnindi fylgja jörðunum. Áður var minnst á Skinnastaði þar sem reki er talin tvö þúsund króna virði í fasteigna- mati. Á Skeggjastöðum við Bakka- fjörð er æðarvarp metið í heilar eitt þúsund krónur og reki á 34 þúsund krónur. Ekki er víst að séra Bryn- hildur Óladóttir sem þar situr fylli vasa sína með greiðslum af þeim hlunnindum. Sumir geta setið lengi enn Hér fyrr í fréttinni var nefnt að ekki væri hafið yfir vafa að það stæð- ist lög að svipta sitjandi presta hlunnindum þeirra jarða sem þeir sitja. Því yrði slíkt ekki gert fyrr en þeir segðu sig frá brauðinu eða hættu fyrir aldurs sakir. Mjög misjafnt er hversu langt er eftir af skipunartíma prestanna, það er þangað til þeir verða sjö- tugir en þá þurfa þeir að láta af prestsstörfum. Þannig á Elínborg Sturludóttir, prestur að Stafholti í Stafholtstungum, ríflega 21 ár í sjötugt en hlunnindi jarðarinnar samkvæmt fasteignamati nema rúmum 16 milljónum króna fyrir veiðirétt. Séra Gunnlaugur Stef- ánsson, sem nefndur er hér að framan, prestur í Heydölum, á hins vegar aðeins rúm þrjú ár í sjötugt. Má fastlega gera ráð fyrir því að þegar Heydalur verði aug- lýstur laus verði hlunnindi undan- skilin, í það minnsta veiðiréttur. n Hlunnindi kirkjujarða 230 milljóna króna virði n Fylgja 29 jörðum kirkjunnar n Hafa runnið til presta en breytinga er að vænta Kirkjan var árhundruðum saman helsti jarðeigandi á Íslandi. Um siðaskiptin á miðri 16. öld átti kaþólska kirkjan um helming alls jarðnæðis á landinu. Eftir siðaskipti jókst ásókn dönsku krúnunnar í jarðeignir hér á landi en engu að síður var kirkjan eftir sem áður stór jarðeigandi. Árið 1907 tók íslenska ríkið til sín jarðir kirkjunnar, aðrar en prestsetursjarðir, gegn því að greiða úr ríkissjóði laun presta. Nýta átti arð af sölu eða leigu umræddra jarða í því skyni. Þeir fjármunir entust þó ekki lengi og árið 1919 voru prestar felldir undir lög um laun embætt- ismanna og fengu upp frá því föst laun greidd úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan gerði hins vegar athugasemdir við með hvaða hætti samkomulaginu frá 1907 var framfylgt og lagði fram það álit sitt að eignarréttur umræddra jarða lægi enn hjá kirkjunni. Sú afstaða var staðfest með kirkjujarðasamkomulaginu árið 1997 þar sem samið var um að ríkið fengi til eignar um það bil 600 jarðir gegn því að greiða laun sem samsvara 138 prests- embættum. Kirkjan lengi helsti jarðeigandinn Framseldi jarðir til ríkis gegn launagreiðslum presta Agnes M. Sigurðardóttir biskup Mynd © EyþóR ÁRnASon nýtur hlunninda Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum í Breiðdal, nýtur hlunninda sem fylgja prestsetrinu. Bæði er um að ræða æðarvarp og veiðirétt sem samtals er metið á 16 milljónir króna í fasteignamati. Mynd AuStuRfRétt/GunnAR Heydalakirkja Mynd AuStuRfRétt/GunnAR Staðará Kirkjumálasjóður tapaði dómsmáli um veiðirétt prestsetursins Staðastaðar í Staðará í fyrravor. Niðurstaðan varð að veiðirétturinn væri sameiginlegur með jörðinni Tröðum. Áður hafði sjóðurinn tapað dómsmáli vegna æðarvarps sem gert var tilkall til. freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.