Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 10
10 Helgarblað 18. ágúst 2017fréttir Feðgar leita að gulli á enn einni kennitölunni Þ ann 14. júlí síðastliðinn veitti Orkustofnun málm­ leitarfyrirtækinu Iceland Resources ehf. í Reykjanes­ bæ leyfi til rannsókna á málm­ um, þá sérstaklega gulli og kopar, á Tröllaskaga. Leyfið er veitt til fimm ára og leitarsvæðið nær yfir 1.013 ferkílómetra. Forsvarsmenn Iceland Resources sóttu um leyfi til leitar á átta svæðum á Íslandi árið 2015 og árið 2016 fengu þeir leyfi til leitar í Vopnafirði. Gjaldþrot, kennitöluflakk og fangelsisdómur Forstjóri Iceland Resources er Vil­ hjálmur Þór Vilhjálmsson og verk­ efnastjóri fyrirtækisins er faðir hans, Vilhjálmur Kristinn Eyjólfs­ son. Eftir þá liggur slóð fyrirtækja sem hafa farið í gjaldþrotaskipti á Suðurnesjum, áratugi aftur í tím­ ann. Vilhjálmur Kristinn var stjórnar formaður verktakafyrir­ tækisins Stapaverks sem varð gjaldþrota árið 1993. Hann var einnig stofnandi verktakafyrirtæk­ isins Súlur hf. sem fór sömu leið árið 1995. Vilhjálmur Þór var fram­ kvæmdastjóri félagsins Toppurinn verktakar ehf. sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2003. Vilhjálmur Kristinn var stjórnar formaður félagsins Jarð­ vélar sem varð gjaldþrota árið 2008 en Vilhjálmur Þór sat einnig í stjórn þess félags. Félagið Jarð­ vélar fékk það verkefni að tvöfalda Reykjanesbrautina en féll frá því árið 2007 vegna fjárhagserfiðleika og tafðist verkið því. Gjaldþrot Jarðvéla orsakaði það einnig að allar framkvæmdir við Motopark akstursbraut á Reykjanesi stöðv­ uðust. Framkvæmdastjóri Iceland Motopark ehf. var Vilhjálmur Þór og Vilhjálmur Kristinn sat í stjórn félagsins. Feðgarnir komust í deiglu fjölmiðla fyrir aðkomu sína að eignarhaldsfélaginu Toppurinn­ innflutningur, heildverslun með vélbúnað til námavinnslu og mannvirkjagerðar. Vilhjálmur Þór var skráður eigandi félagsins ásamt bróður sínum og móður. Félagið safnaði upp tugum van­ skilamála og endaði loks í gjald­ þroti árið 2012. Ekkert fékkst upp í rúmlega tveggja milljarða króna kröfur á hendur félaginu. Vil­ hjálmur Kristinn var dæmdur til eins árs skilorðsbundins fangelsis og rúmlega 100 milljóna króna sektargreiðslu fyrir skattalagabrot í tengslum við félagið árið 2010. Leyfið veitt félagi en ekki fólkinu á bak við það Feðgarnir komu fyrst að gullleit með félaginu North Atlantic Mining Associates ehf. Vilhjálm­ ur Þór var framkvæmdastjóri fé­ lagsins sem sinnti rannsóknum fyrir fyrirtækið Melmi ehf. sem fékk leyfi til gullleitar á Suðvestur­ og Vesturlandi. Einkum var litið til Þormóðsdals í Mosfellssveit í því samhengi. Það félag var úrskurðað gjaldþrota árið 2014 en áður en skiptum búsins var lokið höfðu feðgarnir sótt um leyfi til gullleitar í nýju félagi, Iceland Resources. Þegar leitað var til Orkustofn­ unar um það hvers vegna mönn­ um með langa sögu gjaldþrota og misheppnaðra verkefna, bæði í þessum geira og öðrum, var veitt leyfi til rannsókna á Tröllaskaga voru gefin þau svör að ekki væri verið að veita þeim sjálfum leyfið heldur lögaðila, Iceland Resources ehf. Stofnunin vísar til jafnræðis­ reglu stjórnsýsluréttar og stjórnar­ skrár lýðveldisins þar sem óheim­ ilt er að mismuna aðilum. Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, staðfesti það að fjárhagsleg og fagleg geta félags­ ins og væntanlegra samstarfs­ aðila hafi verið könnuð með til­ liti til rannsóknaráætlunar sem Orkustofnun hafi eftirlit með að sé framfylgt. Komi það hins vegar í ljós að þær forsendur bresti getur stofnunin fellt leyfið úr gildi. Óhindraður aðgangur Rannsóknirnar munu valda tölu­ verðu raski en þær eru meðal annars framkvæmdar með borun kjarnahola, með bor sem getur náð allt að 700 metrum niður í jörðina. Framkvæmdir af þessu tagi geta haft gríðarlegar afleiðingar á um­ hverfið, sérstaklega nálægt vatns­ bólum. Þegar ákvörðunin var tekin var ekki haft neitt samráð við land­ eigendur á svæðinu sem eru um 40 talsins. Aðgerðin er þó mjög íþyngjandi fyrir þá. Í 26. grein laga um rannsóknir og nýtingu á auð­ lindum í jörðu segir: „Landeiganda eða umráða- manni lands er skylt að veita rann- sóknarleyfishöfum samkvæmt lög- um þessum óhindraðan aðgang að eignarlandi því sem í hlut á. Þá er landeiganda og umráðamanni n Gríðarlegt jarðrask og blásýruþvottur n Landeigendur kæra „Það virðist því vera búið nú þegar að framselja réttinn til þessa kanadíska fyrirtækis sem brýtur algerlega í bága við leyfisveitinguna Jökull Bergmann „Landeigendur munu aldrei koma til með að samþykkja slíka vinnslu á sínu landi.“ Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þeir geta vaðið yfir eignir annarra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.