Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 41
Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning,“ segir Erna Magnús- dóttir, forstöðumaður og stofn- andi Ljóssins. Hjá Ljósinu starfar fagfólk sem aðstoðar krabba- meinssjúklinga við að byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt þrek. Einnig er stuðningur í boði bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, auk fjölbreyttrar dagskrár eins og viðtala, líkam- legrar endurhæfingar og jafn- ingjastuðnings, svo fátt eitt sé nefnt. Hluti af líkamlegri endur- hæfingu er hlaupahópur og munu nokkrir taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu, auk aðstandenda og safna áheitum til Ljóssins. Miðvikudaginn 16. ágúst síð- astliðinn var opið hús hjá Ljósinu þar sem öllum sem hlaupa munu til styrktar Ljósinu var boðið í pastaveislu og á fyrirlestur, sem Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, næringarfræðingur og margreyndur maraþonhlaup- ari, hélt. Sjálf hleypur hún heilt maraþon til styrktar Ljósinu. Bolir merktir Ljósinu voru gefnir, auk merkis til að bera á bakinu. Ljósið var einstaklingsframtak í upphafi Upphaf Ljóssins má rekja til ársins 2002, þegar Erna starfaði sem iðjuþjálfi á endurhæfingar- deild fyrir krabbameinsgreinda á Landspítalanum. Eftir að deildin var flutt inn á Borgarspítalann fór Erna að vinna að því að láta draum sinn um iðjuþjálfun og endurhæfingu fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur utan sjúkrahúss verða að veruleika. Starfsemin var smá í sniðum til að byrja með, tvo eftirmiðdaga í viku í safnaðarheimili Neskirkju. Í dag er starfsemin í björtu og fallegu húsnæði að Langholtsvegi 43, sem félagið á og þar er starf- semi í gangi alla virka daga, allan ársins hring. „Við erum þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið og þeim sem styrkja okkur með áheitum,“ segir Erna. „Framlag þeirra er mjög mikilvægt fyrir starfsemi okkar, en til okkar koma um 400 manns á mánuði og nýta sér þá þjónustu sem hér er í boði. Allar upplýsingar um Ljós- ið má finna á heimasíðunni ljosid.is og heita má á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu á hlaupastyrkur.is. Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, varð til árið 2005 fyrir tilstilli nokkurra einstaklinga. Starfsemin hefur vaxið með árunum, og skjólstæðingum og verk- efnum fjölgað. Í ár hlaupa 206 einstaklingar fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu og hafa þegar safnast tæpar sex milljónir króna. Fjöldi einstaklinga hleypur til styrktar Ljósinu Ljósið í lífi margra Hlaupa til styrktar ljósinu Hluti þeirra einstaklinga sem hlaupa fyrir Ljósið í maraþoninu í ár. Góður Hópur Gott starfsfólk á fjölmörgum sviðum starfar hjá Ljósinu. Erna Magnúsdóttir forstöðumaður er önnur frá vinstri. Merki ljóssins Hönnuðurinn Anna Þóra Árnadóttir hannaði merki Ljóssins og gaf Ljósinu merkið og fyrsta upplag af bréfsefni og umslögum. Bolur að Gjöf Allir fengu bol merktan Ljósinu að gjöf og merki til að hengja á bakið. Góður undirBúninGur er nauðsynleGur Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og næringar- fræðingur, hélt fyrirlestur um undirbúning, klæðnað og hlaupaleið í maraþoninu. Sjálf hleypur hún heilt maraþon til styrktar Ljósinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.