Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 47
Með allt á hreinu 3Helgarblað 18. ágúst 2017 KYNNINGARBLAÐ Lauflétt garðaþjón-usta er nú ekki gam-algróið fyrirtæki en allt frá stofnun þess, árið 2016, hefur starfsemin farið ört vaxandi. Lauflétt hóf rekstur 2013 og sér um allt sem viðkemur garðin- um og býður upp á alhliða garðaþjónustu hvort sem um er að ræða viðhald eða nýsmíði garða. „Við sérhæf- um okkur í að helluleggja, smíða sólpalla og skjólveggi. Einnig sjáum við um alla almenna garðvinnu svo sem trjáklippingu, garðslátt, beðahreinsun og fleira,“ segir Einar Kristinn Ívarsson, annar stofnenda Lauflétt garðaþjónustu. Lauflétt áskrift Lauflétt sér um alla garð- vinnu og hægt er að fá þjónustu nær allan ársins hring. „Við bjóðum upp á áskrift að garðaþjónustu og leggjum upp með að þetta sé ódýr leið fyrir fólk til þess að hafa stöðugt viðhald á garðinum. Þá komum við og sláum blettinn, klippum tré og runna, hreinsum beð og margt fleira. Við mælum með að þetta sé gert minnst sex til átta sinnum að sumri. Þá komum við á þriggja til fjögurra vikna fresti. Það margborgar sig að slá grasblettinn reglu- lega. Það kemur í veg fyrir mosamyndun, skallabletti í sverðinum og útbreiðslu skriðsóleyjar. Grasið verður líka grænna og heilbrigðara með stöðugu viðhaldi og svo sakar ekki að bera á það inni á milli,“ segir Einar. Að sögn Einars er sérlega mikilvægt að sjá til þess að grasið sé vel klippt áður en byrjar að frysta. „Það kemur í veg fyrir sinumyndum sem eru þessir hvimleiðu gulu blettir sem getur verið erfitt að losna við,“ segir Einar. Hanna garða frá grunni Lauflétt býður einnig upp á stórsniðuga þjónustu fyrir þá sem eru að endurskipu- leggja garðinn sinn eða eru að flytja í nýtt húsnæði og vilja láta hanna fyrir sig flottan garð. „Við mætum þá á staðinn og tökum út lóðina. Það borgar sig að fá fagmenn í verkið þar sem við höfum þekkingu á öllu því sem viðkemur heilbrigðum og fallegum garði,“ segir Einar. Dýrt spaug að hreinsa ekki laufið Að sögn Einars er sérlega mikilvægt að hreinsa allt lauf frá niðurföllum og úr þakrennum fyrir veturinn því það getur auðveldlega stífl- að niðurföll. Íslensk haust geta verið ansi vætusöm og ef laufið er ekki hreinsað getur farið svo að leki inn í kjallara. „Það getur verið dýrt spaug. Við sjáum um allt svona fyrir viðskipta- vininn og vitum hvaða verk þarf að vinna hverju sinni. Þetta er svo árstíðabundið,“ segir Einar. Lauflétt garðaþjónusta er til húsa að Dofrabergi 11, 220 Hafnarfirði. Opnunartími er á milli 08.00–20.00 frá mánudegi til laugardags. Sími: 788-8388. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Lauflétt, lauflett.is og á Facebook- síðunni. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA Lauflétt þjónusta í áskrift Hlúðu að garðinum. Láttu LAuFLétt Sjá um GArðiNN Fyrir ÞiG Sérhæfa sig í hellulögn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.