Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 62
38 menning Helgarblað 18. ágúst 2017 N ú í vikunni voru frum- sýnd lokaverkefni fyrsta útskriftarárgangsins í nýju framhaldsnámi við Listaháskóla Íslands, alþjóðlegu meistaranámi í samtíma sviðslist- um. Útskriftarverkin sex eru jafn ólík og þau eru mörg: leiklestur, raunveruleikagjörningur, hljóð- innsetning, bókaútgáfa og svo framvegis. Fjölbreytnin er ekki tilviljun heldur afleiðing af þeim hug- myndum sem liggja náminu til grundvallar – enda er það óvenju- legt og allrar athygli vert. Blaðamaður DV forvitnaðist um þetta nýja nám hjá fagstjóra þess og einum af hugmynda- smiðunum, breska sviðslista- fræðingnum og listræna stjórn- andanum Alexander Roberts. Annars konar rými „Þegar þetta nám var búið til og staðan auglýst fannst mér hún ríma fullkomlega við allt það sem ég hafði áður tekið mér fyrir hendur,“ segir Alexander sem hóf listferilinn í pönkhljómsveitum en færði sig smám saman yfir í sviðslistir og sviðslistafræði. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2008 þegar hann tók þátt í sviðslistaverki á listahátíð- inni Art Fart. Síðan þá hefur hann verið viðloðandi landið og búið hér síðan 2012. Undanfarin ár hef- ur hann verið virkur þátttakandi í sviðslistalífi Reykjavíkur, verið list- rænn stjórnandi og ein aðalspraut- an á bak við Reykjavík Dance Festival ásamt samstarfskonu sinni Ásgerði G. Gunnarsdóttur. „Grunnhugmyndin með þessu nýja námi er að skapa vettvang fyrir starfandi listamenn – hvort sem þeir hafa verið virkir í tvö eða tuttugu ár – þar sem þeir geta próf- að sig áfram og gert rannsókn- ir sem þeir gætu líklega ekki leyft sér í hinum harða heimi atvinnu- lífsins. Listiðnaðurinn er drifinn áfram af stöðugri þörf fyrir afurðir, en hugmyndin er að bjóða upp á annars konar rými fyrir lista- mennina,“ segir Alexander um nýju námsleiðina, tólf mánaða al- þjóðlegt framhaldsnám í sviðs- listum samtímans þar sem sex til átta listamenn vinna náið með fjölbreyttum hópi gestakennara, þekktum sviðslistamönnum alls staðar að úr heiminum. Ein ástæð- an fyrir því að námið er aðeins eitt ár er að það er hugsað fyrir lista- menn sem eru nú þegar starfandi og oftar en ekki virkir í listasenum í öðrum löndum. Alexander segir hættuna hafa verið að með lengra námi tækist ekki að halda sama ákafa og athygli og vonast var eftir. Uppbygging námsins var skipu- lögð af Unu Þorleifsdóttur, Ragn- heiði Skúladóttur og Karli Ágústi Þorbergssyni í samvinnu við Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þetta er ekki nám endanlegra afurða, ekki nám fullkomnunar. Útskriftarverkefnin Savage Scenes Saga Sigurðardóttir Performans og sýningar á teikningum og ljósmyndum í Skugganum og Tunglinu við Lækjargötu. Pillow Talk Sonja Kovacevic Hljóðinnsetning þar sem gestum gefst færi á að hlusta á sögur flóttamanna liggj- andi í rúmum Rauða krossins víða um borg. The necromancy ofSocrates Guðrún Heiður Ísaksdóttir Lifandi gjörningur í Myndlistardeild LHÍ þar sem Sókrates er vakinn til lífsins með höggmynd og heimspeki. Systems of Movement Lisa Homburger Útgáfa bókar þar sem nýtt leiðbeininga- mál fyrir dansara er þróað og samhang- andi gagnvirk sýning á Sölvhólsgötu 13. My House Hrefna Lind Lárusdóttir 40 daga raunveruleikagjörningur sem fer meðal annars fram á Karolina Fund, Youtube, í fjölmiðlum og Sólvallagötu. Svarthol Álfrún Helga Örnólfsdóttir Leiklestur á nýju leikverki í Tjarnarbíói en verkið hverfist um mörk ímyndunar og raunveruleika og allar þær víddir sem hugur okkar heimsækir á ævinni. Læra að spyrja frekar en svara Alexander Roberts stýrir nýju alþjóðlegu framhaldsnámi í sviðslistum við LHÍ Alexander Roberts Fagstjóri alþjóðlegs meistaranáms í samtíma sviðslistum við Listaháskóla Íslands ásamt Sókratesi, sem er hluti af útskriftar- verkefni Guðrúnar Heiðar Ísaksdóttur. mynd dAvíð þóR Metsölulisti Eymundsson 22.–28. júní 2017 Allar bækur 1 AfæturJussi Adler-Olsen 2 NorninCamilla Läckberg 3 Independent People Halldór Laxness 4 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar 5 Með lífið að veðiYeonmi Park 6 Iceland Small World – lítil Sigurgeir Sigurjónsson 7 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 8 Essential Academic Vocabulary Huntley Helen Kalkstein 9 Hús tveggja fjöl-skyldna Lynda Cohen Loigman 10 Njals saga Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 Con Dios - Ferm-ingarfræðsla Ýmsir höfundar 3 Konan í dalnum og dæturnar sjö Guðmundur G. Hagalín 4 10 ráð til betra og lengra lífs Bertil Marklund 5 Kirkjulykill – Messubók 6 Svo veistu að þú varst ekki Ýmsir höfundar 7 Færeyjar út úr þokunni Þorgrímur Gestsson 8 Volcano Sudoku Ýmsir höfundar 9 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson 10 Ferðaatlas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.