Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 65

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 65
Helgarblað 18. ágúst 2017 KYNNING Glæsileg íslensk hönnun frá Gilbert úrsmið JS Watch co. ReYKJavIK JS Watch co. Reykja-vik úrin eru íslensk frá grunni. Þau eru hönnuð á teikniborði JS hér heima á Íslandi. allir íhlutir úrsins eru síðan sérfram- leiddir eftir þeirra hönnun í mörgum, sérhæfðum verk- smiðjum í Þýskalandi og Sviss og settir saman hér á landi undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmiðameistara sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur. Frá upphafi framleiðslunn- ar hefur verið leitast við að sameina, glæsilega hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk og falleg armbönd. vönduð úr eru munaðarvara og fylgi- hlutir sem bæði karlmenn og konur njóta þess að velja, bera og eiga. en úr er ekki bara skartgripur. Það er nytjahlutur sem hjálpar okkur að gegna skyldum okkar, halda loforð og skapa góðar minningar. Sérstaða úranna á ís- lenskum markaði ásamt persónulegri þjónustu og árangursríku markaðs- og kynningarstarfi hefur leitt til þess að úrin hafa orðið eftirsótt meðal heimsfrægra einstaklinga sem koma til landsins. Meðal þekktra einstaklinga má til gamans nefna Ben Stiller, tom cruise, Quentin tarantino, Jude Law, viggo Mortensen, Mads Mikk- elsen, tobey Maguire, Dennis Quaid, elvis costello, Ian anderson, Yoko ono, Sean Lennon, Dalai Lama, Katie couric, vinnie Jones og con- stantine Grikklandskonung. Fágæti úranna ásamt því að vera framleidd í hæsta gæðaflokki er það sem gerir þau eftirsóknarverð, en á skífu allra úranna stendur Reykja- vík. Það ásamt, vönduðu verki, framleiðslu og sígildu útliti gerir úrin fágæt og einstök. Gilbert úrsmiður hefur lagt sitt af mörkum við að hvetja til bættrar verslunar og þjónustu við ferðamenn efst á Laugaveginum og hefur ásamt fleirum tekið ríkan þátt þátt í að byggja upp verslun í vitahverfinu. Persónuleg þjónusta og góð vöruþekking er aðalsmerki verslunarinnar og þjónustustig verslun- arinnar er til fyrirmyndar. viðskiptavinir eiga kost á að hitta framleiðendur, fá að sjá úrsmiði að störfum og koma með ábendingar varðandi samsetningu og útlit þeirra úra sem þeir hyggjast kaupa. Ferðamenn geta óskað eftir einkaheimsókn komist þeir ekki í verslunina á hefð- bundnum opnunartíma og eru þeir þá jafnan sóttir á hótel sitt og ekið til baka að lokinni heimsókn. heildstæð áferð og framúrstefnuleg ásýnd markaðs- og kynn- ingarmála JS Watch co. Reykjavík hefur vakið athygli bæði innanlands og utan. Úrvalið hefur aldrei verið meira en nánari upplýsingar um úrin og hönnunina má finna á vefsíðunni www. gilbert.is. Gilbert úrsmiður, Lauga- vegi 62, sími: 551-4100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.