Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Síða 62
38 menning Helgarblað 25. ágúst 2017
V
andalismi og veggjakrot
á fornminjum fékk lengi
vel ekki mikla jákvæða
vigt í hinni hefðbundnu
listasögu. Veggjakrot og önnur
sjálfsprottin tjáning almennings
– skapandi jafnt sem eyðileggj-
andi – getur þó gefið ýmsar vís-
bendingar um drifkrafta manns-
sálarinnar, undirliggjandi
hugmyndaheim menningarsam-
félaga og þróun fagurfræðilegra
stíla.
Einn þeirra sem höfðu mikla
trú á mikilvægi óheflaðrar tján-
ingar var danski myndlistar-
maðurinn Asger Jorn en hann
ferðaðist um Evrópu á sjötta og
sjöunda áratugnum og ljósmynd-
aði bæði hefðbundnar kirkju-
höggmyndir frá miðöldum sem
fornt veggjakrot í þeim tilgangi
að greina formrænar tengingar
og táknræna þræði þar á milli
og setja fram sína eigin óhefð-
bundnu listasögu: „10 þúsund ár
af norrænni alþýðulist.“
Þessar listrænar rannsókn-
ir Jorns ögruðu hefðbundinni
fræðilegri menningarsagnfræði
með óvenjulegum kenningum
sínum en umfram allt með óhefð-
bundinni listrænni aðferðafræði
við rannsóknarstörfin. Nálgun
Jorns, sem hann kallaði „saman-
burðar-vandalisma,“ er megin-
viðfangsefni nýrrar sýningar í
Listasafni Íslands, en þar verða
sýnd kontakt-prent mikils fjölda
ljósmynda sem hann lét taka á
sænsku eyjunni Gotlandi árið
1964.
„Þetta er ekki sýning á lista-
verkum heldur sýning á aðferð,“
segir sænski ljósmyndarinn og
sýningarstjórinn Henrik Anders-
sen, en hann og Birta Guðjóns-
dóttir, deildarstjóri sýninga-
deildar Listasafnsins og sérstök
áhugakona um Asger Jorn, spjöll-
uðu við blaðamann DV um Jorn
og hið risavaxna ókláraða verk-
efni hans.
Jöfnuður, frelsi og listsköpun
Daninn Asger Jorn fæddist árið
1914 og var einn allra þekktasti
myndlistarmaður Norðurlanda á
20. öldinni. Hann er hvað þekkt-
astur fyrir abstrakt expressjón-
ísk málverk sín og þátttöku sína
í evrópsku framúrstefnuhreyf-
ingunni á eftirstríðsárunum.
Hann var einn stofnenda COBRA-
hreyfingarinnar – en meðal með-
limanna var Svavar Guðnason
– en er ekki síður minnst í dag
sem eins stofnenda alþjóðlegr-
ar hreyfingar Situationista. Það
var hreyfing pólitískra listamanna
(eða listrænna byltingarsinna)
sem hafði mikil áhrif á stúdenta-
uppreisnina í París 1968, jafnt
með hugmyndum sínum og nálg-
un á heiminn. Slagorð þeirra voru
krotuð á veggi og prýddu kröfu-
spjöld margra mótmælenda. Alla
tíð síðan hefur hreyfingin verið
listamönnum jafnt sem aktívist-
um stöðugur innblástur.
Á ferli sínum prófaði Jorn sig
áfram með hverja þá listmiðla
sem hann rakst á, hvort sem það
voru málverk, skúlptúrar, kera-
mík, ljósmyndir, kvikmyndir, per-
formansar, skrif eða hvað eina
– en list hans var alltaf bund-
in pólitískum markmiðum hans
órofa böndum, gagnrýni á það
samfélag sjónarspils og leiðinda
sem hafði þróast í borgaralegu
samfélagi kapítalismans og von
eftir betra samfélagi eftir hug-
sjónum jöfnuðar og frelsis, leiks
og listsköpunar.
Eins og svo margir samferða-
manna hans skrifaði Jorn einnig
heimspekilega og fræðilega texta
og fór að velta fyrir sér hvort það
mætti einnig nota list- og menn-
ingarsöguna sem skapandi tæki á
sama hátt og hina listmiðlana.
Menningarsagnfræði sem
listmiðill
„Ég held að Asger Jorn hafi alltaf
verið að velta fyrir sér frelsi og
takmörkunum listarinnar,“ út-
skýrir Henrik. „Hann fann það
sem abstrakt expressjónískur
málari að hann fékk frelsi innan
ákveðins ramma – en það var hins
vegar alltaf rammi og veggur sem
einhver annar hafði ákveðið. Jorn
var stöðugt að ýta í þess veggi,
prófaði sig því áfram með aðra
listmiðla og reyndi að finna veggi
þeirra. En þegar hann prófaði að
nota listsagnfræði sem miðil þá
skall hann virkilega á vegg.“
Hið tröllaukna listasöguverk-
efni sitt nefndi Jorn „10.000 ár af
norrænni alþýðulist“ og var hug-
myndin að gefa út 32 binda al-
fræðirit uppfullt af ljósmyndum
og fræðilegum textum. Hann ferð-
aðist um Evrópu með ljósmynd-
urum og myndaði hinar ýmsu
minjar frá miðöldum, arkitektúr,
tákn, hefðbundnar kirkjuhögg-
myndir og óþekkt veggjakrot.
Með því að rýna í þær 26 þúsund
myndir sem teknar höfðu verið,
raða þeim upp, stækka og skeyta
saman kvaðst hann geta fund-
ið tengingar sem öðrum hafði
yfir sést – ómeðvitaðan fagur- og
hugmyndafræðilegan skyldleika
sem hann rakti til forn-norrænna
menningarheima.
„Að minnsta kosti á einum
tímapunkti hélt hann því fram
að það væri eitthvað sérstaklega
skandinavískt sem hann sæi í
þessum miðaldalistaverkum – og
það væri beinskeyttara og lýð-
ræðislegra, eða innihéldi öllu
heldur minna stigveldi en við eig-
um að þekkja í dag. Það verður þó
að viðurkennast að eftir því sem
kenningin sjálf verður nákvæm-
ari því meira lítur hún út eins og
áhugamannasagnfræði,“ segir
Henrik.
Áhrif vandalanna
„Jorn var þekktur listamaður á
„Þetta gat verið
höggmynd af púka
utan á kirkjubyggingu eða
eitthvert krot á vegg inni í
kirkjunni
„ það gat verið ný-
legt, hundrað ára
eða frá miðöldum, en í
hans huga var það allt
jafn áhugavert.
Listræn
rannsókn á
vandalisma
n Danski listamaðurinn Asger Jorn nálgaðist listasöguna á óhefðbundinn hátt
n Ný sýning í Listasafni Íslands skoðar aðferðir Jorns
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Púkar og skemmdarverkAsger Jorn lét taka myndir af ýmsu minjum frá miðöldum,
arkitektúr, táknum, hefðbundnum kirkjuhöggmyndum jafnt sem óþekktu veggjakroti.
Mynd UlriK ross / AsGer Jorn
Danski listamaðurinn Asger Jorn nálgaðist listasöguna á óhefðbundinn hátt