Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 30
Undir súð Svefnherbergi Jelenu er ekki stórt en rúmar þó allt sem þarf að komast fyrir. Á veggnum fyrir ofan rúmið má sjá lítið fléttuverk sem á rætur sínar að rekja til indíána Norður-Ameríku. Fyrirbærið kallast „drauma- fangari“ og er ætlað að veiða burt vonda drauma. Í Hjartagarði „Þessa mynd tók ég á tónleikum með Sísí Ey í Hjartagarðinum árið 2012. Við vorum fimm sem héngum þarna öllum stundum og það fór þannig að við fengum styrk frá borginni til að gera garðinn fínan. Ég laumaðist til að taka þessa mynd en þekkti engan á henni. Svo liðu nokkrir mánuðir og þá þekkti ég bara alla!“ segir Jelena og gleðst yfir minningunni. „Á spjaldinu undir ljósmyndinni má lesa nafnið mitt skrifað með kyrillískum stöfum. Jelena er kristið nafn, dregið af Helena og þýðir sú ljósa eða sú sem skín. Ég reyni að segja þetta við sjálfa mig áður en ég fer út í daginn á morgnana. Á maður ekki að reyna að tala fallega til sín?“ List sem vekUr innbLástUr Myndin á veggnum er eftir vin Jelenu, listamanninn Margeir Dire. „Ég er að safna verkum eftir myndlistarfólk sem vekur með mér innblástur og hvetur mig áfram. Ég elska fólk sem hugsar þannig að orðið nei sé ekki í boði. Það sé allt hægt. Ég á vinum mínum svo mikið að þakka. Öll hönnunar- verkefni sem ég hef tekið þátt í get ég skrifað á gott tengslanet.“ skapandi orka Andlitsmyndina málaði Jelena sjálf fyrir margt löngu en við- arhilluna fékk hún að gjöf frá vini sínum, Hlyni Helga Halldórssyni sem starfar hjá Happy Furnitures. Í Hjarta gamLa miðbæjarins Ho rft út um eldhúsgluggann yfir að Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigar stíg. LÍtið fyrir raftæki „Ég reyni að vera bara á einum stað þegar ég er að vinna svo ég sé ekki með allt úti um allt. Ég er til dæmis aldrei með tölvuna inni í stofu eða eldhúsi og reyni að hafa bara sem minnst af raftækjum hérna, mér finnst það trufla orkuna svo mikið. Frekar fylli ég allt af orkusteinum.“ gestaHerbergi Smátt og snyrtilegt, veggurinn er fóðraður með síðum úr gömlum tímaritum en Jelena segir fyrrverandi íbúa hafa skreytt með þessum hætti. „Ég á því miður ekki heiður af þessu.“ kósÍ „Baðherbergið var svart þegar ég flutti inn. Mér finnst þetta svo kósí og flott þegar ég slekk ljósin og kveiki á kert- um. Ég hafði ekki átt bað í tíu ár svo ég keypti allt sem ég gat til að gera baðið betra. Alls konar olíur og baðsölt. Með þennan klósettpappír. Mér finnst bara svo flott þegar karfan er svona full. Ég veit ekki hvað það er.“ ástrÍðUfULL og skapandi miðborgardama Jelena Schally elskar að búa í hjarta mið- borgarinnar umvafin skapandi orku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.