Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 72
8 Helgarblað 8. september 2017fréttir Mosfellsbær vill tvo hana feiga n Málið senn fyrir Hæstarétt n „Valdníðsla,“ segja eigendur H jónin Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson hafa í rúm fimm ár staðið í deilum við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ út af gali í tveimur hön- um sem þeir halda á heimili sínu ásamt tólf hænum. Málið var tekið fyrir á héraðsdómstigi á dögunum en yfirvöld fara fram á að leitað verði að hönunum á heimili Krist- jáns og Einars og finnist þeir verði þeim fargað. Héraðsdómur vísaði málinu frá í gær, fimmtudag, en lögreglan hyggst halda málinu til streitu og verður því áfrýjað til Hæstaréttar. Heimili hjónanna, Suður-Reykir 3, hefur verið lög- býli í rúma sjö áratugi en að sögn Kristjáns breyttu bæjaryfirvöld því í skjóli nætur. Mosfellsbær heldur því nú fram að heimili þeirra heiti Reykjahvoll 5 og sé hluti af þétt- býli, en þar með væri hanahaldið óleyfilegt. „Við höfum engar upp- lýsingar um hvenær þetta var gert. Sem lögbýli þá erum við í fullum rétti til þess að halda þau dýr sem við viljum. Bærinn skilgreinir okk- ur núna sem hluta af þéttbýli og byggir þessa fráleitu kröfu sína á því. Reykjahvoll 5 er hins vegar ekki til, við búum að Suður-Reykj- um 3. Það er forkastanlegt að valtað sé yfir fólk og söguna með þessum hætti,“ segir Kristján. Vagga íslenskrar garðyrkju Blaðamaður DV kíkti í heimsókn til Kristjáns og Einars í vikunni og má með sanni segja að um sann- kallaða ævintýraveröld sé að ræða. Framan við húsið er hilla þar sem notuðum skóm hefur verið breytt í blómapotta. Í garðinum renn- ur heitt vatn í heimagerða úti- sundlaug og um alla lóð má sjá falleg blóm og gróður. Kristján er fæddur á staðnum og bjór þar öll sín æskuár. Hann flutti síðan aftur í heimahagana ásamt eiginmanni sínum sumarið 2009. „Að okkar mati eru Suður-Reykir vagga garð- yrkju á Íslandi. Afi minn, Bjarni Ásgeirsson frá Reykjum, reisti hér upphituð gróðurhús til grænmet- is- og blómaræktunar árið 1923 og var frumkvöðull í þeim efnum. Þá var Listasafn Einars Jónssonar fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við hitaveitu frá Suður-Reykj- um. Þetta er því merkilegur staður,“ segir Kristján. Amma hans, Ásta Jónsdóttir, opnaði fyrstu blómabúðina í Reykjavík, Blóm og ávexti, árið 1930 og áhuginn á blómum og garðyrkju smitaðist yfir til Kristjáns. „Ég hafði aldrei áhuga á fótbolta og íþróttum eins og aðr- ir strákar heldur labbaði ég um sveitina með bók um íslenska flóru og fletti upp nöfnunum á blóm- um,“ segir Kristján brosandi. Hann opnaði síðar blómabúð í miðbæ Reykjavíkur og þegar Kristján var að velta fyrir sér nöfnum blasti eitt nafn við: „Amma kallaði mig alltaf blómálfinn sinn og það lá því í aug- um uppi sem nafn,“ segir Kristján sem rak samnefnda verslun um árabil. Kolamoli hafði betur í valdabaráttunni Í útjaðri lóðarinnar að Suður- Reykjum er óðal tveggja hana, bræðranna Kolamola Kóngs og Erfðaprinsins. Óðalið samanstend- ur af rúmgóðu svæði sem er af- girt sem og glæsilegu hænsnahúsi þar sem verpt er allt árið um kring. Kolamoli hafði betur í valdabaráttu þeirra bræðra og sölsaði undir Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta mál er einn sam- felldur farsi. Okkur óraði ekki fyrir því að það myndi enda fyrir dómi og það hefur verið sárt að fylgjast með hörmulegum vinnubrögðum opinberra starfs- manna og kjör- inna fulltrúa í málinu. Fjaðrafok Einar Bogi og Kristján Ingi við glæsilegt hænsnahúsið að Suður- Reykjum 3 í Mosfellsbæ. Þeir hafa átt í áralöngu stríði við Mosfellsbæ sem hefur tekið sinn toll. Myndir Brynja Kolamoli Kóngur Þessi fallegi hani ríkir sem kóngur yfir óðali sínu að Suður-Reykjum 3. Tekist er á um framtíð hans á héraðsdómstigi. Erfðaprinsinn Bar skarðan hlut frá borði í valda baráttu við bróður sinn, Kola- mola Kóng. Framtíð hans er í uppnámi en þa ð hefur hann enga hugmynd um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.