Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Síða 72
8 Helgarblað 8. september 2017fréttir Mosfellsbær vill tvo hana feiga n Málið senn fyrir Hæstarétt n „Valdníðsla,“ segja eigendur H jónin Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson hafa í rúm fimm ár staðið í deilum við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ út af gali í tveimur hön- um sem þeir halda á heimili sínu ásamt tólf hænum. Málið var tekið fyrir á héraðsdómstigi á dögunum en yfirvöld fara fram á að leitað verði að hönunum á heimili Krist- jáns og Einars og finnist þeir verði þeim fargað. Héraðsdómur vísaði málinu frá í gær, fimmtudag, en lögreglan hyggst halda málinu til streitu og verður því áfrýjað til Hæstaréttar. Heimili hjónanna, Suður-Reykir 3, hefur verið lög- býli í rúma sjö áratugi en að sögn Kristjáns breyttu bæjaryfirvöld því í skjóli nætur. Mosfellsbær heldur því nú fram að heimili þeirra heiti Reykjahvoll 5 og sé hluti af þétt- býli, en þar með væri hanahaldið óleyfilegt. „Við höfum engar upp- lýsingar um hvenær þetta var gert. Sem lögbýli þá erum við í fullum rétti til þess að halda þau dýr sem við viljum. Bærinn skilgreinir okk- ur núna sem hluta af þéttbýli og byggir þessa fráleitu kröfu sína á því. Reykjahvoll 5 er hins vegar ekki til, við búum að Suður-Reykj- um 3. Það er forkastanlegt að valtað sé yfir fólk og söguna með þessum hætti,“ segir Kristján. Vagga íslenskrar garðyrkju Blaðamaður DV kíkti í heimsókn til Kristjáns og Einars í vikunni og má með sanni segja að um sann- kallaða ævintýraveröld sé að ræða. Framan við húsið er hilla þar sem notuðum skóm hefur verið breytt í blómapotta. Í garðinum renn- ur heitt vatn í heimagerða úti- sundlaug og um alla lóð má sjá falleg blóm og gróður. Kristján er fæddur á staðnum og bjór þar öll sín æskuár. Hann flutti síðan aftur í heimahagana ásamt eiginmanni sínum sumarið 2009. „Að okkar mati eru Suður-Reykir vagga garð- yrkju á Íslandi. Afi minn, Bjarni Ásgeirsson frá Reykjum, reisti hér upphituð gróðurhús til grænmet- is- og blómaræktunar árið 1923 og var frumkvöðull í þeim efnum. Þá var Listasafn Einars Jónssonar fyrsta húsið í Reykjavík sem var tengt við hitaveitu frá Suður-Reykj- um. Þetta er því merkilegur staður,“ segir Kristján. Amma hans, Ásta Jónsdóttir, opnaði fyrstu blómabúðina í Reykjavík, Blóm og ávexti, árið 1930 og áhuginn á blómum og garðyrkju smitaðist yfir til Kristjáns. „Ég hafði aldrei áhuga á fótbolta og íþróttum eins og aðr- ir strákar heldur labbaði ég um sveitina með bók um íslenska flóru og fletti upp nöfnunum á blóm- um,“ segir Kristján brosandi. Hann opnaði síðar blómabúð í miðbæ Reykjavíkur og þegar Kristján var að velta fyrir sér nöfnum blasti eitt nafn við: „Amma kallaði mig alltaf blómálfinn sinn og það lá því í aug- um uppi sem nafn,“ segir Kristján sem rak samnefnda verslun um árabil. Kolamoli hafði betur í valdabaráttunni Í útjaðri lóðarinnar að Suður- Reykjum er óðal tveggja hana, bræðranna Kolamola Kóngs og Erfðaprinsins. Óðalið samanstend- ur af rúmgóðu svæði sem er af- girt sem og glæsilegu hænsnahúsi þar sem verpt er allt árið um kring. Kolamoli hafði betur í valdabaráttu þeirra bræðra og sölsaði undir Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta mál er einn sam- felldur farsi. Okkur óraði ekki fyrir því að það myndi enda fyrir dómi og það hefur verið sárt að fylgjast með hörmulegum vinnubrögðum opinberra starfs- manna og kjör- inna fulltrúa í málinu. Fjaðrafok Einar Bogi og Kristján Ingi við glæsilegt hænsnahúsið að Suður- Reykjum 3 í Mosfellsbæ. Þeir hafa átt í áralöngu stríði við Mosfellsbæ sem hefur tekið sinn toll. Myndir Brynja Kolamoli Kóngur Þessi fallegi hani ríkir sem kóngur yfir óðali sínu að Suður-Reykjum 3. Tekist er á um framtíð hans á héraðsdómstigi. Erfðaprinsinn Bar skarðan hlut frá borði í valda baráttu við bróður sinn, Kola- mola Kóng. Framtíð hans er í uppnámi en þa ð hefur hann enga hugmynd um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.