Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 41
Vel mælt Afmælisbörn vikunnar
Halldór Baldursson, skopmyndateiknari og myndskreytir. Fæddur 12. september 1965.
52
ára
43
ára
42
ára
Þóranna Sigurðardóttir, leikstjóri. Fædd 14.
september 1974.
Barði Jóhannsson, tónlistar- og markaðs-
maður. Fæddur 10. september 1975.
Konur um konur frá konum
„Svona norpuðum við um aldir,
konur á Íslandi, eigandi varla
nokkra bók, stundum ólæsar og
dóu allar úr leiðindum sem hneigð-
ar voru til lesturs en hinar tórðu og
fylla nú landið.“
Málfríður Einarsdóttir
– Samastaður í tilverunni
„Allt sem konur gera verða þær
að gera tvisvar sinnum betur en
karlmenn til að fá helmingi minni
viðurkenningu en þeir.“
Charlotte Whitton
„Ég er ógift móðir þriggja barna
og hreint alveg einstök í minni röð.
Er mér sagt. Og svona einstök er
ég: Ég er dugleg, ég er góð, ég er
hugrökk og kjörkuð, ég er sterk,
atorkusöm og þolinmóð, fórnfús,
iðjusöm, indæl og alltaf í góðu
skapi, þrátt fyrir allt. Ég er eins og
óritskoðuð minningargrein.“
Auður Haralds
– Hvunndagshetjan
„Ég er alveg sannfærð
um það að á 21. öld
munu konur, með
skynsemi og menntun
að vopni, verða
bjargvættir heimsins.“
Vigdís Finnbogadóttir
Orðabanki Birtu
Hreppsómagi
Birta veltir fyrir sér íslenskum orðum og merkingu
þeirra. Orð vikunnar er hreppsómagi en þetta
uppnefni var notað yfir fólk sem var á framfærslu
hreppsins á öldum áður. Í dag er þetta sérstaka orð,
sem m.a. kemur af orðinu „ómegð“ gjarna notað af
gárungum um þau sem starfa hjá ríki eða borg.
Úr íslensku orðabókinni
hrepps·ómagi KK • sá sem er á framfæri hrepps (að nokkru eða öllu leyti), sveitarlimur
Samheiti
hreppsómagi niðursetningur, sveitarlimur, sveitarómagi, þurfalingur
Heimsljós - Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins
24. kafli, síða 123
-Heyrðu, hvað sagði hann Reimar þér annars um mig á heiðinni í dag?
-Hann sagði að þú hefðir feingið sex biðilsbréf frá mönnum.
-O hann lýgur því, helvítis graddinn sá arna, sem er margfaldur
hreppsómagi, með kellíngu og krakka á Sviðinsvík, fyrir nú utan öll lausa-
leiksbörn. Það var hann sjálfur sem skrifaði öll bréfin til mín uppúr sjálfum
sér, en honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu, þó hann sé bæði
frjálslyndur og geti hnoðað saman vísu, það skal þurfa meira skáld til að
fara undir fötin við mig og hana Þórunni litlu í Kömbum.