Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 45
HEITT Glerkrukkur Miklu þægilegri ílát og betri fyrir heilsuna en plast. Frönsku kartöflurnar á Roadhouse Þær albestu í borginni segja hámenntaðir frönskufræðingar Birtu. Kíkt‘í kaffi Facebook Kemur aldrei í staðinn fyrir alvöru spjall við eldhúsborðið. Kíkt‘í kaffi! Díana prinsessa Tuttugu árum eftir andlátið er hún enn prinsessa fólksins. Mögulega heimsins KALT Plast Plastið er víst að kæfa jörðina. Sniðgöngum þennan ófögnuð eftir bestu getu. Dab-pósan Þetta er komið gott. Takk. Þið megið hætta þessu. Tinder Íslendingar virðast halda að net- stefnumót snúist bara um eitt. Bláberjaseiður með kókosrommi og límónu Nú fer berjatíð senn að ljúka og margir landsmenn búnir að fylla frystinn af dásamlegum eðal bláberjum. Margir nýta þessa dásamlegu afurð í bökur og sultur eða saft en hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt? Hér er uppskrift að ljúffengum kokteil sem gerð- ur er úr Malibu-rommi, límónu og bláberjum. Þessi drykkur fer vel á hausti. Er ljúffengur og frískandi og hentar mjög vel sem fordrykkur þar sem fámennari hópur vinafólks kemur saman. Ef einhver kýs að sleppa hananum úr stélinu má nota kókosbragðefni eða kókossafa í staðinn fyrir Malibu-romm. Uppskriftin miðast við fjögur glös. INNIHALD 700 ml kaldur bláberjasafi 2,5 dl ískalt sódavatn Sirka 2,5 dl af fro snum bláberjum og nokkur fersk 120 ml Malibu Safi úr einni límónu Límónubátar til skrauts AÐFERÐ Byrjaðu á að setja botnfylli af frosnum berjum í hvert glas. Bættu við bláberjasafa, sódavatni og einu skoti af Malibu; hrærðu varlega. Kreistu límónusafa yfir og skreyttu með límónu. Skál! Á laugardaginn mun ég stýra myndasögu-smiðjunni Skáldað í eyðurnar í barnahelli Norræna hússins. Viðburðurinn er á vegum Bókmenntahátíðar og IBBY. Þetta verður milli 13.30 og 15.30 og er öllum börnum og þeirra fylgifiskum velkomið að taka þátt í myndasögusmiðjunni. Ég mun blaðra um myndasögur og leiðbeina áhugasömum um fyrirbærið. Um kvöldið ætlum við poppar arnir í FM Belfast að spila á 20 ára afmælishátíð Októberfest SHÍ. Við höfum verið að æfa okkur á Norðmönn- um og meginlandsbúum í sumar og erum þrautþjálfuð í alls konar hundakúnstum skemmtikrafta. Á sunnudaginn verð ég svo mjög líklega á grúfu ofan í legókubba- haug með syni mínum.“ Hvað ætlarðu að gera um helgina? Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, rithöfundur og poppari í FM Belfast: Ætlar að fjalla um myndasögur, syngja og tralla og enda svo á grúfu ofan í legókubbahaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.