Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 19
20 sport Helgarblað 8. september 2017 Í sland er með málin í sínum höndum fyrir tvo síðustu leikina í undankeppni Heimsmeistara- mótsins í Rússlandi á næsta ári. Það voru vonbrigði og gleði í leikj- unum tveimur sem íslenska liðið lék á laugardag í síðustu viku og nú á þriðjudag. Íslenska liðið heim- sótti Finnland í Tampere á laugar- dag og tapaði 1-0, tapið var óvænt enda átti Ísland að vera talsvert sterkara liðið. Liðið spilaði hins vegar illa og fór illa með nokkur góð færi, margir voru því svart- sýnir fyrir heimaleik gegn Úkra- ínu á Laugardalsvelli á þriðjudag. Það var þó ekki þörf á slíku enda vann Íslenska liðið frábæran 2-0 sigur þar sem dýrasti knattspyrnu- maður í sögu Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson, skoraði bæði mörkin. Sigurinn á föstudag kemur ís- lenska liðinu í góða stöðu fyrir tvo síðustu leikina í október, liðið byrjar á að heimsækja Tyrkland og síðan kemur Kósóvó í heimsókn á Laugardalsvöll. Stig í Tyrklandi og sigur gegn Kósóvó heima myndu að öllum líkindum tryggja íslenska liðinu annað að tveimur efstu sæt- unum í riðlinum. Sá besti kláraði Úkraínu Það er ekki hægt að minnast á leikinn við Úkraínu öðruvísi en að ræða um Gylfa Þór, þennan frá- bæra knattspyrnumann sem steig upp þegar mest á þurfti. Það er hreint magnað að fylgjast með Gylfa í bláu treyjunni en í síðustu tveimur undankeppnum hefur Gylfi hjálpað liðinu að tryggja sér 18 stig. Gylfi var gjörsamlega magnaður í undankeppni EM 2016 og fann svo gömlu skotskóna aftur í gær. Gylfi hefur skorað 17 mörk og er orðinn þriðji markahæsti leikmaður í sögu Íslands. Það ætti hver einasti ungi knattspyrnu- iðkandi að fylgjast með því hvern- ig Gylfi spilar leikinn, fyrir utan hið augljósa að hann sé með af- burða getu í knattspyrnu. Það sem ungir knattspyrnuiðkendur ættu að fylgjast með er vinnusemi og dugnaður Gylfa; leikmaður með svona hæfileika og þennan dugn- að í bland mun alltaf ná langt. Gylfi er til í að fórna sér fyrir liðið og það hefur skilað sér í frábærum árangri Íslands. Þaggaði niður í sófasérfræðingum Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, hefur í þessari undankeppni sannað sig sem þjálfari í fremstu röð. Þegar hann starfaði með Lars Lagerbäck þá fékk sænski þjálfar- inn talsvert meira hrós en Heim- ir. Heimi hefur hins vegar tekist að halda gengi liðsins í sama horfi og hefur þorað að gera breytingar og stíga úr þeim kassa sem Lager- bäck hafði mótað. Svíinn vildi að- eins spila leikkerfið 4-4-2 og hélt sig við það með góðum árangri, Heimir hefur hins vegar undan- farið breytt um kerfi og látið liðið spila 4-5-1 og hefur með því fært Gylfa Þór aðeins framar á völlinn. Kerfið hefur virkað með frábærum árangri gegn Króatíu og Úkraínu sem eru tvö sterkustu lið riðilsins ásamt Íslandi, kerfið virkaði ekki í leiknum gegn Finnlandi en tapið þar er ekki hægt að skrifa á kerfið. Þar áttu flestir leikmenn slakan dag og því erfitt að benda á leik- kerfi Heimis til að gagnrýna hann. Kynslóðaskipti að eiga sér stað Það hefur verið áhugavert að sjá hvernig Heimir hefur verið að færa ábyrgðina yfir á yngri menn og setja eldri leikmenn á bekk- inn. Í sumar ákvað Heimir að setja Hörð Björgvin Magnússon í stöðu vinstri bakvarðar og virðist hann hafa eignað sér þá stöðu núna. Ari Freyr Skúlason hafði í fleiri ár ver- ið fastamaður í stöðunni. Hörður hefur komið sterkur inn í liðið og virðist ekki vera á leið út úr því í bráð. Gegn Úkraínu var svo Kári Árnason settur á bekkinn í fyrsta sinn í fleiri ár, miðvörðurinn hef- ur reynst íslenska landsliðinu frá- bærlega og ekki ólíklegt að hann geri það áfram. Sverrir Ingi Inga- son tók stöðu hans gegn Úkraínu og kom frábærlega inn, það verð- ur því erfitt fyrir Heimi að setja hann á bekkinn. Sverrir er fæddur árið 1993 og er því framtíðarleik- maður í hjarta varnarinnar hjá Íslandi, hann hefur beðið þolin- móður eftir tækifæri sínu og nýtti það mjög vel. Einstakir stuðningsmenn Stuðningsmenn Íslands halda áfram að toppa sig og stemmingin á Laugardalsvelli á þriðjudag var með besta móti, það er að miklu leyti Heimi Hallgrímssyni að þakka hversu öflugur stuðningur- inn er í dag. Þegar hann kom inn í þjálfun liðsins fór hann að vinna í því að virkja stuðningsmenn- ina, hann færði þá nær liðinu með því að ræða við þá á leikdegi og fleira í þeim dúr. Með góðum ár- angri hefur svo kjarninn stækk- að og í dag Laugardalsvöllur full- ur af stuðningsmönnum en ekki áhorfendum. Það vakti athygli eft- ir leikinn á þriðjudag þegar Heim- ir fór að ræða við Tólfuna, hörð- ustu stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Hann vildi þó ekki gefa upp hvað fór á milli manna. „Við eigum sérstakt samband. Það er margt sem við segjum sem fjöl- miðlar fá ekki að vita, ég bað alla að slökkva á símanum þegar ég talaði. Það sem var sagt er líklega ekki boðlegt fyrir fjölmiðla.“ n Heimir slökkti á sófasérfræðingum Staðan í riðli Íslands Félag L U J T Mörk Net Stig 1 Króatía 8 5 1 2 12 - 3 9 16 2 Ísland 8 5 1 2 11 - 7 4 16 3 Tyrkland 8 4 2 2 12 - 8 4 14 4 Úkraína 8 4 2 2 11 - 7 4 14 5 Finnland 8 2 1 5 6 - 10 -4 7 6 Kósóvó 8 0 1 7 3 - 20 -17 1 n Magnaður árangur landsliðsins heldur áfram n Verður sagan skrifuð í október? Taplausir heima frá 2013 Laugardalsvöllur er orðinn eitt mesta vígi í knattspyrnuheiminum en liðið hefur ekki tapað í 15 leikjum í röð á vellinum. Ísland vann í vikunni 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM en ljóst er að lið eru byrjuð að óttast það að koma á Laugardalsvöll. Ísland tapaði síðast á heimavelli 7. júní árið 2013 í undankeppni HM 2014. Þá kom Slóvenía í heimsókn og var tapið afar óvænt. Íslenska liðið tapaði aldrei heimaleik í síðustu undankeppni og hefur ekki tapað neinum leik í þessari undankeppni. Ísland á einn heimaleik eftir í undankeppni HM 2018 gegn Kósóvó og gæti farið í gegnum tvær undankeppnir án þess að tapa leik. Leikirnir Ísland – Færeyjar 1-0 Ísland – Albanía 2-1 Ísland – Kýpur 2-0 Ísland – Króatía 0-0 Ísland – Eistland 1-0 Ísland – Tyrkland 3-0 Ísland – Holland 2-0 Ísland – Tékkland 2-1 Ísland – Kasakstan 0-0 Ísland – Lettland 2-2 Ísland – Liechtenstein 4-0 Ísland – Finnland 3-2 Ísland – Tyrkland 2-0 Ísland – Króatía 1-0 Ísland – Úkraína 2-0 Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Klappað Íslensku víkingarnir tóku viðeigandi klapp með stuðningsmönnum í leikslok. MyNdir bJörgviN FraNz bJörgviNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.