Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Síða 19
20 sport Helgarblað 8. september 2017
Í
sland er með málin í sínum
höndum fyrir tvo síðustu leikina
í undankeppni Heimsmeistara-
mótsins í Rússlandi á næsta ári.
Það voru vonbrigði og gleði í leikj-
unum tveimur sem íslenska liðið
lék á laugardag í síðustu viku og nú
á þriðjudag. Íslenska liðið heim-
sótti Finnland í Tampere á laugar-
dag og tapaði 1-0, tapið var óvænt
enda átti Ísland að vera talsvert
sterkara liðið. Liðið spilaði hins
vegar illa og fór illa með nokkur
góð færi, margir voru því svart-
sýnir fyrir heimaleik gegn Úkra-
ínu á Laugardalsvelli á þriðjudag.
Það var þó ekki þörf á slíku enda
vann Íslenska liðið frábæran 2-0
sigur þar sem dýrasti knattspyrnu-
maður í sögu Íslands, Gylfi Þór
Sigurðsson, skoraði bæði mörkin.
Sigurinn á föstudag kemur ís-
lenska liðinu í góða stöðu fyrir
tvo síðustu leikina í október, liðið
byrjar á að heimsækja Tyrkland og
síðan kemur Kósóvó í heimsókn á
Laugardalsvöll. Stig í Tyrklandi og
sigur gegn Kósóvó heima myndu
að öllum líkindum tryggja íslenska
liðinu annað að tveimur efstu sæt-
unum í riðlinum.
Sá besti kláraði Úkraínu
Það er ekki hægt að minnast á
leikinn við Úkraínu öðruvísi en að
ræða um Gylfa Þór, þennan frá-
bæra knattspyrnumann sem steig
upp þegar mest á þurfti. Það er
hreint magnað að fylgjast með
Gylfa í bláu treyjunni en í síðustu
tveimur undankeppnum hefur
Gylfi hjálpað liðinu að tryggja
sér 18 stig. Gylfi var gjörsamlega
magnaður í undankeppni EM 2016
og fann svo gömlu skotskóna aftur
í gær. Gylfi hefur skorað 17 mörk
og er orðinn þriðji markahæsti
leikmaður í sögu Íslands. Það ætti
hver einasti ungi knattspyrnu-
iðkandi að fylgjast með því hvern-
ig Gylfi spilar leikinn, fyrir utan
hið augljósa að hann sé með af-
burða getu í knattspyrnu. Það sem
ungir knattspyrnuiðkendur ættu
að fylgjast með er vinnusemi og
dugnaður Gylfa; leikmaður með
svona hæfileika og þennan dugn-
að í bland mun alltaf ná langt.
Gylfi er til í að fórna sér fyrir liðið
og það hefur skilað sér í frábærum
árangri Íslands.
Þaggaði niður í sófasérfræðingum
Heimir Hallgrímsson, þjálfari
liðsins, hefur í þessari undankeppni
sannað sig sem þjálfari í fremstu
röð. Þegar hann starfaði með Lars
Lagerbäck þá fékk sænski þjálfar-
inn talsvert meira hrós en Heim-
ir. Heimi hefur hins vegar tekist
að halda gengi liðsins í sama horfi
og hefur þorað að gera breytingar
og stíga úr þeim kassa sem Lager-
bäck hafði mótað. Svíinn vildi að-
eins spila leikkerfið 4-4-2 og hélt
sig við það með góðum árangri,
Heimir hefur hins vegar undan-
farið breytt um kerfi og látið liðið
spila 4-5-1 og hefur með því fært
Gylfa Þór aðeins framar á völlinn.
Kerfið hefur virkað með frábærum
árangri gegn Króatíu og Úkraínu
sem eru tvö sterkustu lið riðilsins
ásamt Íslandi, kerfið virkaði ekki í
leiknum gegn Finnlandi en tapið
þar er ekki hægt að skrifa á kerfið.
Þar áttu flestir leikmenn slakan
dag og því erfitt að benda á leik-
kerfi Heimis til að gagnrýna hann.
Kynslóðaskipti að eiga sér stað
Það hefur verið áhugavert að sjá
hvernig Heimir hefur verið að
færa ábyrgðina yfir á yngri menn
og setja eldri leikmenn á bekk-
inn. Í sumar ákvað Heimir að setja
Hörð Björgvin Magnússon í stöðu
vinstri bakvarðar og virðist hann
hafa eignað sér þá stöðu núna. Ari
Freyr Skúlason hafði í fleiri ár ver-
ið fastamaður í stöðunni. Hörður
hefur komið sterkur inn í liðið og
virðist ekki vera á leið út úr því í
bráð. Gegn Úkraínu var svo Kári
Árnason settur á bekkinn í fyrsta
sinn í fleiri ár, miðvörðurinn hef-
ur reynst íslenska landsliðinu frá-
bærlega og ekki ólíklegt að hann
geri það áfram. Sverrir Ingi Inga-
son tók stöðu hans gegn Úkraínu
og kom frábærlega inn, það verð-
ur því erfitt fyrir Heimi að setja
hann á bekkinn. Sverrir er fæddur
árið 1993 og er því framtíðarleik-
maður í hjarta varnarinnar hjá
Íslandi, hann hefur beðið þolin-
móður eftir tækifæri sínu og nýtti
það mjög vel.
Einstakir stuðningsmenn
Stuðningsmenn Íslands halda
áfram að toppa sig og stemmingin
á Laugardalsvelli á þriðjudag var
með besta móti, það er að miklu
leyti Heimi Hallgrímssyni að
þakka hversu öflugur stuðningur-
inn er í dag. Þegar hann kom inn
í þjálfun liðsins fór hann að vinna
í því að virkja stuðningsmenn-
ina, hann færði þá nær liðinu með
því að ræða við þá á leikdegi og
fleira í þeim dúr. Með góðum ár-
angri hefur svo kjarninn stækk-
að og í dag Laugardalsvöllur full-
ur af stuðningsmönnum en ekki
áhorfendum. Það vakti athygli eft-
ir leikinn á þriðjudag þegar Heim-
ir fór að ræða við Tólfuna, hörð-
ustu stuðningsmenn íslenska
landsliðsins. Hann vildi þó ekki
gefa upp hvað fór á milli manna.
„Við eigum sérstakt samband. Það
er margt sem við segjum sem fjöl-
miðlar fá ekki að vita, ég bað alla
að slökkva á símanum þegar ég
talaði. Það sem var sagt er líklega
ekki boðlegt fyrir fjölmiðla.“ n
Heimir slökkti á
sófasérfræðingum
Staðan í riðli Íslands
Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Króatía 8 5 1 2 12 - 3 9 16
2 Ísland 8 5 1 2 11 - 7 4 16
3 Tyrkland 8 4 2 2 12 - 8 4 14
4 Úkraína 8 4 2 2 11 - 7 4 14
5 Finnland 8 2 1 5 6 - 10 -4 7
6 Kósóvó 8 0 1 7 3 - 20 -17 1
n Magnaður árangur landsliðsins heldur áfram n Verður sagan skrifuð í október?
Taplausir heima frá 2013
Laugardalsvöllur er orðinn eitt mesta
vígi í knattspyrnuheiminum en liðið
hefur ekki tapað í 15 leikjum í röð á
vellinum. Ísland vann í vikunni 2-0 sigur
á Úkraínu í undankeppni HM en ljóst er
að lið eru byrjuð að óttast það að koma
á Laugardalsvöll. Ísland tapaði síðast á
heimavelli 7. júní árið 2013 í undankeppni
HM 2014. Þá kom Slóvenía í heimsókn
og var tapið afar óvænt. Íslenska
liðið tapaði aldrei heimaleik í síðustu
undankeppni og hefur ekki tapað neinum
leik í þessari undankeppni. Ísland á einn
heimaleik eftir í undankeppni HM 2018
gegn Kósóvó og gæti farið í gegnum tvær
undankeppnir án þess að tapa leik.
Leikirnir
Ísland – Færeyjar 1-0
Ísland – Albanía 2-1
Ísland – Kýpur 2-0
Ísland – Króatía 0-0
Ísland – Eistland 1-0
Ísland – Tyrkland 3-0
Ísland – Holland 2-0
Ísland – Tékkland 2-1
Ísland – Kasakstan 0-0
Ísland – Lettland 2-2
Ísland – Liechtenstein 4-0
Ísland – Finnland 3-2
Ísland – Tyrkland 2-0
Ísland – Króatía 1-0
Ísland – Úkraína 2-0
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Klappað Íslensku víkingarnir
tóku viðeigandi klapp með
stuðningsmönnum í leikslok.
MyNdir bJörgviN FraNz bJörgviNSSoN