Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 51
28 sakamál Helgarblað 8. september 2017 NíðiNgsverk í Napa n Kayleigh varð fórnarlamb móður sinnar og kærasta hennar Þ ann 1. febrúar, 2014, barst Neyðarlínunni í Napa í Kaliforníu símtal frá ónafn- greindum vini parsins Söruh Lynn Krueger og Ryan Scott Warner. Erindið var fremur ógeð- fellt. Umræddur vinur hafði kvöldið áður heimsótt Söruh og Ryan og þá séð Kayleigh, þriggja ára dóttur Söruh, andvana. Hann vildi ekki blanda sér í málið og sagði þeim að hafa samband við lögregluna hið snarasta. Þegar honum varð ljóst að þau höfðu ekki farið að ráðum hans hringdi hann sjálfur. Lík í ferðatösku Þegar lögreglan kom á heimili Söruh og Ryan var þau hvergi að finna. Hins vegar lá líkið af Kay- leigh í ferðatösku á rúmi hennar, hálffreðið. Að sögn lögreglunnar var ljóst að líkið hafði verið í frysti í nokkrar klukkustundir. „Líkaminn hennar var enn mjög kaldur viðkomu þegar lög- reglan fann hann. Við getum ekki sagt með vissu hve lengi hún var í frystinum,“ sagði Kecia Lind sak- sóknari síðar. Skötuhjúin voru flúin, höfðu lagt á flótta fyrr þennan morgun. Þau voru handtekin daginn eftir á veitingastað í El Cerrito. Í síma Söruh fundust vís- bendingar um að hún hefði leitað að fjölmennustu borgum Banda- ríkjanna. Langvarandi ofbeldi Líkskoðun sýndi fram á að litla stúlkan hefði búið við langvar- andi ofbeldi. Fjöldi áverka, sem ekki verður lýst frekar hér, var á líkama hennar. Taldi saksóknari að ofbeldið hefði hafist mörgum mánuðum fyrir dauða Kayleigh, en hefði færst í aukana sennilega tvo síð- ustu mánuði ævi hennar. Sarah og Ryan fullyrtu að Kay- leigh hefði dáið eftir að hafa drukkið einhvern óskilgreind- an eitraðan vökva. Þau gátu ekki með sannfærandi hætti útskýrt áverkana á líki hennar. Að sögn saksóknara höfðu Sarah og Ryan verið í mikilli metamfetamínneyslu svo dögum skipti áður en þau börðu Kayleigh til bana 30. janúar 2014. Ein réttarhöld, tveir kviðdómar Réttarhöldin yfir Söruh og Ryan hófust 1. maí, 2017, og var réttað yfir þeim samtímis. Hins vegar yrðu örlög þeirra í höndum tveggja aðskilinna kviðdóma. Þriðjudaginn 31. maí lá niður- staða beggja kviðdóma fyrir og ljóst að enginn kviðdómara beggja kviðdóma efaðist um sekt parsins. Þann 27. júlí var kveðinn yfir þeim dómur og fengu þau bæði lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. n „Við getum ekki sagt með vissu hve lengi hún var í frystinum Brosandi hnáta Kayleigh varð aðeins þriggja ára. Sarah og Ryan Fengu lífstíðardóm fyrir óhæfu- verk sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.