Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 25
„Fallegar, brothættar manneskjur með mismikið þol fyrir umhverfi sínu“ Ég hef pælt svolítið í því af hverju sumir eldast vel en aðrir ekki. Hvaða galdur býr að baki? Sumir borða sandkökur upp á dag og drekka vel af áfengi en verða samt 96 ára. Sitja heima hjá sér með kýrskýran koll og ráða krossgátur með gufuna í botni. Rífa kjaft. Aðrir hrökkva upp af um miðjan aldur, þrátt fyrir að hafa „tekið út sykur og hveiti“ og fylgt leiðbein- ingum helstu lífsstílsráðu- nauta af stakri samvisku- semi. Hvað veldur? Ég ákvað að leita ekki langt yfir skammt, horfði í kringum mig og velti því fyrir mér hvað elsta og hressasta fólkið í kringum mig ætti sameiginlegt. Svarið var ekki lengi að koma. REGLUSEMI! Og þá á ég ekki við reglusemi í hefðbundinni merkingu orðsins, altso bindindi, heldur reglusemi á öllum sviðum hversdagslífsins. Rútínu. Festu. Winston Churchill var gott dæmi um mann sem vissi hvað klukkan sló þegar kom að góðum lifnaðarháttum. Hann vaknaði kl 7.30 alla morgna, borðaði morgunmatinn í rúminu, las blöð- in og stússaðist fram að hádegi. Klukkan 13.00 fékk hann sér fyrsta kampavínsglas dagsins með há- degismatnum. Klukkan 17.00 fékk hann sér viskí, púaði vindil og tók svo lúr fram að kvöldmat. Hann málaði líka myndir, dundaði sér við garðyrkju og elskaði og virti konuna sína, hana Klementínu. Var með þetta allt á tæru og kenndi fólkinu í landinu að halda ró sinni og halda áfram, eða eins og hann orðaði það: „Keep calm and carry on“. Churchill lést níræður að aldri árið 1965. Elísabet Bretadrottning hefur svipaðan takt. Hún vaknar alltaf klukkan 8.30, fær sér gin og dubonnet eftir kvöldmat og slekk- ur ljósið á miðnætti. Hún er 91 árs. Niðurstaðan: Lútherskur meinlætalifnaður með tilheyrandi samviskubiti er ekki lykillinn að löngu lífi. Hreint ekki. Það er endurtekningin og festan sem heldur okkur sprækum. Tólf ára dóttir mín orðaði þetta reyndar afar vel þegar við ræddum málið um daginn: „Líkamanum líður langbest í rútínu og ef honum líður vel þá er líklegra að sálinni líði líka vel, þótt hún þurfi ekki eins mikla rútínu,“ sagði sú stutta. Einfaldara verður það ekki. Þannig að ég segi bara skál í sérrí og sandköku krakkar mínir og ekki fara of seint að sofa. Góða helgi! Margrét Hugrún Gústavsdóttir Kampavín í hádeginu og sandkökur á kvöldin Lútherskur meinlætalifnaður með tilheyrandi samviskubiti er alls ekki lykillinn að löngu lífi. Það er endurtekningin og festan sem heldur okkur sprækum. Leikkonan og ljósmyndarinn Laufey Elíasdóttir virðir fyrir sér tregann í andlitum þekktra Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.