Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 32
8. september 2017 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Sjávarútvegur FJÖLBREYTT ÚRVAL EFNA Í FÆRIBÖND OG REIMAR FYRIR MATVÆLAIÐNAÐ Gylfaflöt 3 / 112 Reykjavík / Sími: 567-4467www.gummisteypa.is / gummisteypa@gummisteypa.is Marianne Rasmussen Coulling Íslenska sjávarútvegssýningin Undanfarið hefur íslenskur sjávarútvegur fjárfest í sam-tals 16 nýjum fiskiskipum að heildarverðmæti um 280 milljónir evra eða yfir 35 milljarðar íslenskra króna. Þessi fjárfesting hefur valdið stórauknum áhuga á Íslensku sjávar- útvegssýningunni í ár og hefur alþjóð- legum þátttakendum í henni fjölgað um 41% frá því sýningin var haldin síðast,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Marianne hefur stýrt sýningunni frá árinu 1996, alls sjö sýningum, en þær eru haldnar á þriggja ára fresti. Síðast var sýn- ingin haldin árið 2014. Ljóst er að sýningin verður mun stærri í ár en árið 2014, hvað fjölda þátttakenda varðar, og spennandi verður að sjá hver fjölgun gesta verð- ur. Árið 2014 sóttu yfir 15.000 gestir sýninguna og var það 12% fjölgun frá sýningunni árið 2011. Marianne segir að tíðni sýninganna sé reglulega til umræðu en það fyrirkomulag að halda hana á þriggja ára fresti sé í samræmi við óskir sýnenda og gesta. Þriggja ára frestur tryggi að ávallt séu fjölmargar áhugaverðar nýjungar á hverri sýningu og vörur sem gestir hafa áhuga á að fjárfesta í. Sýningin í ár verði þar engin undantekning. „Í ár koma fram nærri 500 ný fyrir- tæki, vörur og vörumerki á sýningunni og aðilar frá samtals 22 nýjum lönd- um taka þátt. Á meðal þátt takenda eru mun stærri aðilar frá Danmörku og Noregi en hafa verið áður á sýningunni og nýir þátttakendur frá fjarlægum stöðum á borð við Bangladess, Indlandi, Perú, Banda- ríkjunum, Tyrklandi, Spáni, Portúgal og Litháen. Þetta getum við þakkað íslensku þátttakendunum og gestum sýningarinnar sem hafa gert hana að þeim viðburði sem hún er í dag,“ segir Marianne og bætir við að mikil tilhlökkun ríki hjá henni og hennar fólki vegna sýningarinnar sem verður opn- uð miðvikudaginn 13. september. Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin í íþróttamiðstöðinni Smár- anum, Dalsmára 5 í Kópavogi. Opið verður miðvikudag frá kl. 10 til 18, fimmtudag frá 10 til 18 og föstudag frá 10 til 17. Auk sýningarinnar sjálfrar verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í sjöunda sinn ásamt því að haldin verður önnur Icefish-ráðstefnan. Þar verður þemað „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ en Íslendingar eru í fremstu röð á því sviði. Heimasíða sýningarinnar er á slóðinni www.icefish.is. STæRRI og ÁhugAveRðARI eN NokkRu SINNI FyRR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.