Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 32
8. september 2017 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Sjávarútvegur FJÖLBREYTT ÚRVAL EFNA Í FÆRIBÖND OG REIMAR FYRIR MATVÆLAIÐNAÐ Gylfaflöt 3 / 112 Reykjavík / Sími: 567-4467www.gummisteypa.is / gummisteypa@gummisteypa.is Marianne Rasmussen Coulling Íslenska sjávarútvegssýningin Undanfarið hefur íslenskur sjávarútvegur fjárfest í sam-tals 16 nýjum fiskiskipum að heildarverðmæti um 280 milljónir evra eða yfir 35 milljarðar íslenskra króna. Þessi fjárfesting hefur valdið stórauknum áhuga á Íslensku sjávar- útvegssýningunni í ár og hefur alþjóð- legum þátttakendum í henni fjölgað um 41% frá því sýningin var haldin síðast,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Marianne hefur stýrt sýningunni frá árinu 1996, alls sjö sýningum, en þær eru haldnar á þriggja ára fresti. Síðast var sýn- ingin haldin árið 2014. Ljóst er að sýningin verður mun stærri í ár en árið 2014, hvað fjölda þátttakenda varðar, og spennandi verður að sjá hver fjölgun gesta verð- ur. Árið 2014 sóttu yfir 15.000 gestir sýninguna og var það 12% fjölgun frá sýningunni árið 2011. Marianne segir að tíðni sýninganna sé reglulega til umræðu en það fyrirkomulag að halda hana á þriggja ára fresti sé í samræmi við óskir sýnenda og gesta. Þriggja ára frestur tryggi að ávallt séu fjölmargar áhugaverðar nýjungar á hverri sýningu og vörur sem gestir hafa áhuga á að fjárfesta í. Sýningin í ár verði þar engin undantekning. „Í ár koma fram nærri 500 ný fyrir- tæki, vörur og vörumerki á sýningunni og aðilar frá samtals 22 nýjum lönd- um taka þátt. Á meðal þátt takenda eru mun stærri aðilar frá Danmörku og Noregi en hafa verið áður á sýningunni og nýir þátttakendur frá fjarlægum stöðum á borð við Bangladess, Indlandi, Perú, Banda- ríkjunum, Tyrklandi, Spáni, Portúgal og Litháen. Þetta getum við þakkað íslensku þátttakendunum og gestum sýningarinnar sem hafa gert hana að þeim viðburði sem hún er í dag,“ segir Marianne og bætir við að mikil tilhlökkun ríki hjá henni og hennar fólki vegna sýningarinnar sem verður opn- uð miðvikudaginn 13. september. Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin í íþróttamiðstöðinni Smár- anum, Dalsmára 5 í Kópavogi. Opið verður miðvikudag frá kl. 10 til 18, fimmtudag frá 10 til 18 og föstudag frá 10 til 17. Auk sýningarinnar sjálfrar verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í sjöunda sinn ásamt því að haldin verður önnur Icefish-ráðstefnan. Þar verður þemað „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ en Íslendingar eru í fremstu röð á því sviði. Heimasíða sýningarinnar er á slóðinni www.icefish.is. STæRRI og ÁhugAveRðARI eN NokkRu SINNI FyRR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.