Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 48
fólk 25Helgarblað 8. september 2017 B orgarstjórinn fyrrverandi auglýsti á dögunum eftir vinnu á Facebook-síðu sinni. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvað hann taki sér næst fyrir hendur segist hann ekki vera á þeim stað. Ekkert sé fast í hendi. „Ég er ekki með nein fram- tíðarplön, ekki nú frekar en venju- lega,“ segir Jón Gnarr. „Eftir að ég hætti sem borgarstjóri hef ég verið viðloðandi Houston í Bandaríkj- unum. Þar bauðst mér að kenna kúrs í skapandi skrifum við há- skólann. Verkefnið sem ég setti nemendum mínum fyrir var að búa til hugmynd að sjónvarpsþátt- um sem áttu að gerast í Houston og fjalla á einhvern hátt um lofts- lagsbreytingar. Við skrifuðum síð- an saman fimm þátta sjónvarps- seríu sem heitir Landfall og gerist á óræðum tímum þegar stór felli- bylur skellur á Houston. Svo gerð- ist einmitt það fyrir skömmu og það var nokkuð skrýtin tilfinning að fylgjast með því. Við Jóga, konan mín, vorum að gæla við þá hugmynd að ílengjast í Houston. Ég hef verið með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en eftir vandlega umhugs- un ákváðum við að við vildum vera hér. Hér líður okkur vel. Ísland er land mitt og heim- ur. Mér finnst gam- an að vera Íslending- ur og vera á Íslandi. Það er líka stór munur að vinna á íslensku og ensku. Nonni, yngsti son- ur okkar, er tólf ára og á alla vini sína hér og þótt hon- um þætti gaman í Bandaríkjunum þá saknaði hann Íslands og vildi flytja heim. Svo hefur það alltaf verið mikilvægur hluti af tilveru minni að vera ekki utan garðs. Í útlöndum er ég alltaf utan garðs. Þar er ég skrýtni karlinn frá Íslandi.“ Eins og að vinna Eurovision Þú átt öflugan aðdáenda- hóp hér á landi en samt þína gagnrýnendur sem telja að það sé hneisa að þú skulir hafa orðið borgarstjóri. „Ég hef ekki velt mér mikið upp úr því. Þetta er eins og að vinna Eurovision. Það eru alltaf einhverjir sem eru ósáttir við að þú hafir unnið. Þeir komast aldrei yfir það og tauta: Ég gleymi aldrei Eurovision árið 1992, þetta var náttúrlega bara hneyksli! Um daginn hitti ég gamla konu í Kringlunni. Hún sagði: „Ég er voða ánægð með þig og þú hef- ur alltaf staðið þig svo vel í öllu sem þú hefur tekið þér fyrir hendur, nema þegar þú varst borgar- stjóri, mér fannst það al- veg ömurlegt.“ „Já, frá- bært. Takk fyrir að deila því með mér,“ sagði ég. „Já, ég var mjög óánægð með það,“ endurtók hún. Ég svaraði: „Um að gera að stoppa alla sem þú þekkir ekki á förnum vegi ef þú ert óánægð með eitthvað sem þeir hafa gert. Ég þekki þig ekki en það er örugg- lega eitthvað í sambandi við þig sem ég gæti verið óánægður með.“ Við ættum að hætta að taka hluti svona óskaplega alvarlega. Það skiptir álíka miklu máli hver er borgarstjóri í Reykjavík og hver er forstjóri Toyota. Í rauninni skiptir það engu máli. Við getum sagt: Toyota er miklu betra eftir að Úlfar tók við – en það er samt ekki þannig. Toyota er bara Toyota og bílamarkaðurinn stjórnast af svo mörgu öðru en forstjóranum. Fólk tekur íslensk stjórnmál alltof persónulega og of bókstaf- lega. Þetta minnir mig svolítið á það þegar fólk horfði á Dallas í uppnámi og spurði: Hvað er eigin- lega að honum J.R. að koma svona fram við Sue Ellen! Stjórnmál snúast fyrst og fremst um samskipti, hluti sem erum eða ættum að gera saman sem heild. Ég á erfitt með að draga fólk í póli- tíska dilka. Ég hef aldrei náð því að fólk sé fífl og fávitar af því það er í Framsóknarflokknum. Mér finnst það ekki. Eða að allir sem eru í VG eða Sjálfstæðisflokknum séu á einhvern ákveðinn hátt. Það er bara ekki þannig. Ég hef sjaldnast haft afgerandi afstöðu gagnvart stjórnmálaflokk- um. Þar hefur verið fólk sem mér hefur líkað við og annað fólk sem mér hefur ekki líkað við. Stjórn- málaflokkar eru soldið eins og knattspyrnulið. Fyrir mörgum árum skráði ég mig í Sjálfstæðis- flokkinn til að styðja Gísla Martein í prófkjöri. Ég vissi ekkert hvað próf- kjör var. Gísli var bara strákur sem ég hafði kynnst á RÚV og kunnað vel við og mig langaði til að styðja hann. Í vinahópnum bauð Guðrún Ögmundsdóttir sig fram. Mér hefur alltaf fundist hún yndisleg og vildi allt gera til að styðja hana svo ég skráði mig þá í Samfylkinguna. Í áramótaskaupi var ég eitt sinn fenginn til að leika stjórnmála- mann í borginni sem átti að vera hluti af Tjarnarkvartettinum. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða fyrirbæri þessi kvartett væri. Ég vissi hver Gísli Marteinn var, en ég vissi ekkert um borgarpólitík eða þennan kvartett. Það er ríkjandi tilhneiging að taka hluti óþarflega alvarlega. Lífið er uppfullt af alvöru en svo er allur þessi tilbúni alvarleiki. Eins og þetta fréttablæti okk- ar Íslendinga. Það eru frétt- ir á klukkutíma fresti á landi þar sem aldrei gerist nokkur skap- aður hlutur. Um leið verður til stórfrétt ef trjónu krabba rekur á fjörur í Berufirði. Það eru vissulega alvar- legir hlutir að gerast í heiminum eins og í Norður-Kóreu og Sýr- landi. En ansi margt sem gerist er ekki gríðarlega alvarlegt. Það sem mér finnst skipta máli er að gera eitthvað óvenjulegt, koma skemmtilega á óvart og vera öðruvísi. Það mætti vera miklu meira af því. Mér finnst hlutirnir vera að fara æ meira í það að allt sé eins. Og þá er algjörlega lífs- nauðsynlegt að finna upp á sur- prise-partíum.“ Tölum aðeins um athyglisbrest- inn sem þú hefur skrifað um í bók- um þínum. Heldurðu að það hafi ekki haft nokkur áhrif að mað- ur sem var borgarstjóri tali um athyglisbrest sinn? „Ég hef oft fundið að ég væri fyrirmynd hjá þeim sem einhverra hluta vegna eiga undir högg að sækja. Ég er dæmi um einstakling með athyglisbrest sem hefur náð árangri. Sumt sem ég geri í dag- legu lífi er tví- eða þríverknaður og ég lifi með því. Það er gæfa mín í lífinu að eiga góða fjölskyldu og vini sem taka mér eins og ég er. Þegar ég var krakki var full- orðna fólkið mikið að hvísla um mig. Ekki fyrir framan mig en ég skynjaði það á hegðun þess að eitthvað gríðarlega mikið væri að mér. Ég held að það hafi sín áhrif, ég hugsaði mikið um það hvort það væri eitthvað miklu meira að mér en bara það að ég væri rauð- hærður. Athyglisbrestur er gríðarlega gildishlaðið hugtak. Mér finnst ég alltaf sjá meira af því að farið sé að tala um athyglisbrest sem sjúkdóm. Mér finnst ég aldrei hafa verið veikur. Mér finnst athyglisbrestur vera ákveðin tegund af heilastarfsemi, ekkert betri eða verri en einhver önnur tegund. Núna er það þannig að fyrstu við- brögð mín við að heyra orðið „athyglisbrestur“ er gleði. Mér finnst fólk með athyglis brest yfirleitt skemmtilegt fólk sem býr til áhugaverða hluti.“ Lýðræðisspaði í útlöndum Þegar þú lítur til baka hvernig minnist þú árana þegar þú varst borgarstjóri? „Fyrir mér voru þetta tvo tímabil. Fyrstu tvö árin og seinni tvö árin. Það sem var mér persónulega erfitt var að fyrstu jólin dó mamma og það hafði djúpstæð áhrif á mig. Pabbi dó 2008. Dauði mömmu var eðlilega áfall fyrir mig en ég var ekki í að- stæðum til að syrgja hana. Það varð að huga að fjár- hagsáætlun borgarinnar og fleiri hlutum sem vissulega voru mikilvægir og alvarleg- ir en skiptu mig samt ekki jafn miklu máli og það að mamma var ekki lengur til. Ég var bara búinn að vera borgar stjóri í nokkra mánuði þegar þetta gerðist. Fyrstu tvö árin voru erfið en seinni hlutinn var miklu auðveldari. Þá var ég búinn að ná sterkari tökum á starfinu og kominn yfir þetta áfall. Ég kom inn í stjórnmál sem ég hafði aldrei verið þátttakandi í og gerði mér litla grein fyrir stjórnmálamenningu á Íslandi og stjórnkerfinu. Það var ákveðið sjokk að koma allt í einu inn á vett- vang þar sem ég var að vinna með og takast á við stjórnmálafólk og skipulagða stjórnmálaflokka. Ég get alveg skilið að það fari fyrir brjóstið á fólki sem vinnur í stjórnmálum og hefur þau jafnvel að ævistarfi þegar allt í einu birtist þar jólasveinn eins og ég sem aug- ljóslega er utanveltu. Það er skilj- anlegt að einhverjum svíði það. Mér fannst spennandi tækifæri að prófa þetta og takast á við verk- efni sem ég hafði aldrei tekist á við áður. Á þessu tímabili lærði ég ótrú- lega mikið varðandi rekstur. Ég fór í mikla og flókna fjármálavinnu sem ég hef svosem ekki tekist mikið á við áður. Mér fannst það mikil áskorun. Ástandið var gríðarlega snúið eftir hrunið, ekki síst varðandi Orkuveituna. Þarna voru fundir sem náðu tuttugu klukkutímum. Ég man eftir dög- um þar sem fólk var með dýnu og svefnpoka í Ráðhúsinu. Það lá yfir skjölum og skýrslum og lagði sig í klukkutíma og hélt síðan áfram að vinna.“ Hver er arfleifð þín sem borgar- stjóri? „Ég hef velt því fyrir mér. Áhersla á virk og gagnvirk sam- skipti var nokkuð sem ég notaði mjög mikið. Ég vildi nýta sam- skipti og reynslu, þekkingu og innsæi fólks í heildræna vinnu frekar en að taka einstrengings- legar ákvarðanir. Þetta er þjónandi forysta sem er aðferð sem ég hef alltaf notað þegar ég er að vinna, bæði í leikhúsi og sjónvarpi. Mað- ur skapar liðsheild þar sem unnið er á jafningjagrundvelli. Þótt eins- taka einstaklingar taki ábyrgðina og endanlegar ákvarðanir þá hafa allir rétt til að segja sína skoðun og fá að eiga sinn hlut í því sem gert er. Mér hefur alltaf fund- ist þessi aðferð virka langbest. „Ég get alveg skilið að það fari fyrir brjóstið á fólki sem vinnur í stjórnmálum og hefur þau jafnvel að ævistarfi þegar allt í einu birtist þar jólasveinn eins og ég sem augljóslega er utanveltu. Það er skiljanlegt að einhverjum svíði það. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Jón Gnarr „Það sem mér finnst skipta máli er að gera eitthvað óvenju- legt, koma skemmtilega á óvart og vera öðruvísi.“ Myndir BrynJa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.