Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 12

Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir náms- lána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið. Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankanna inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í líf- eyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira. Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkað- inn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hag- kvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélag- inu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Klárum verkið Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyris- sjóð og nýta sem út- borgun við íbúðarkaup. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Fram- sóknarflokksins 2017 Lögbannið leiðir til þess að upplýs- ingar fá ekki að koma í fram í dags- ljósið og þar með myndast enn og aftur gjá á milli valds og þjóðar. Það sem er bannað Lögbannið sem sett var á umfjöll- un Stundarinnar sem byggð er á gögnum úr gamla Glitni var mikið á milli tannanna á fólki í gær, skiljanlega. Lögmaður Stundar- innar sagði til að mynda óheimilt að banna umfjöllun sem eigi erindi við almenning. Það hvað á erindi við almenning er frekar óljóst. Hins vegar verður umfjöllun um forsætisráðherra  að teljast eiga erindi við almenning. Lengi hefur tíðkast að fjölmiðlar fjalli um ráða- menn út frá leknum gögnum, til að mynda Panamaskjölunum, og hefur slík umfjöllun jafnan verið sanngjörn og þörf. Fórnarlambið Þótt umfjöllunin um Bjarna Bene- diktsson, sama hvað hverjum finnst um það sem kom fram í henni, hafi ef til vill haft slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn hefur umræðan um téð lögbann ekki síður slæm áhrif. Á því áttar áhrifafólk flokksins sig. Til að mynda sagði starfandi varafor- maður ljóst að lögbannið og tíma- setningin hjálpuðu flokknum ekki. Utanríkisráðherra tók í sama streng og sagði Sjálfstæðis- flokkinn ekki hafa komið að banninu á neinn hátt. Þingmað- urinn Bryndís Haraldsdóttir lítur svo á að bannið sé hrein aðför að flokknum. Spurning er því hvert raunverulega fórnarlambið í málinu er. Sjálfstæðisflokkurinn eða fjölmiðlar og frelsi þeirra? thorgnyr@frettabladid.is – gerum betur Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauð- synlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum. Einhverjum kann að þykja þetta stór orð en eftir- leikur atburða mánudagsins sýnir svo ekki verður um villst að svo er ekki. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag mátt horfa upp á hvert málið á fætur öðru þar sem hagsmunir starfandi stjórnmálamanna og fjármála skarast með óeðlilegum hætti. Án ábyrgra fjölmiðla sem treysta á stjórnarskrárbundið málfrelsi er viðbúið að ekkert þessara mála hefði litið dagsins ljós. Við getum rétt reynt að gera okkur það í hugarlund hver staðan væri í íslenskum stjórnmálum í dag ef lögbann hefði verið sett á umfjallanir fjölmiðla sem byggðu á Panamaskjölunum svo dæmi sé tekið. Það er í það minnsta óhætt að segja að hún væri vægast sagt önnur en hún er í dag vegna þess að upplýsingar eru grundarvallarforsenda almennings fyrir ákvarðanatöku, afstöðu og trausti til valdsins. Vald sem hefur eitthvað að fela og vill þannig stjórna fortíðinni er varasamt og ekki traustsins vert. Þetta vita fjölmiðlar og þetta veit almenningur enda var það fyrst og fremst leyndarhyggja sem varð tveimur síðustu ríkis- stjórnum að falli. En nú vandast málið, ekki vegna þess að núverandi ríkisstjórn er þegar fallin, heldur vegna þess að nú er ekki lengur þjóðkjörið vald á ferð heldur skipað. Það eru lögfræðingar á fullnustusviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem meðhöndla lögbannsbeiðnina frá Glitni HoldCo. Embættinu sjálfu gegnir Þórólfur Hall- dórsson, hann var skipaður af Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, þáverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sama flokk. Stundin hefur flutt fréttir af fjármálaumsvifum Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans í aðdraganda þess að bankarnir féllu og öllum er okkur kunnugt um óánægju stuðningsmanna hans með þennan frétta- flutning. Vandinn er að með embættisvæðingu þöggunarinnar gengur almenningur á vegg. Lögbannið leiðir til þess að upplýsingar fá ekki að koma í fram í dagsljósið og enn myndast gjá á milli valds og þjóðar. Þjóðar sem hefur þroskast og lætur ekki lengur bjóða sér heimatilbúinn hálfsannleik eða þögn þar til málið er gengið yfir. Eitt- hvað sem stjórnmálunum og embættismannakerfinu á Íslandi gengur óendanlega illa að átta sig á eins og allt of mörg dæmi sanna. Við slíkt verður ekki lengur búið og því hlýtur það að vera skýlaus krafa allra sem láta sig varða tjáningarfrelsi og lýðræði þjóðarinnar að þetta glórulausa lögbann verði afturkallað strax. Gengið á vegg 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -E F E 0 1 E 0 0 -E E A 4 1 E 0 0 -E D 6 8 1 E 0 0 -E C 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.