Fréttablaðið - 18.10.2017, Síða 24

Fréttablaðið - 18.10.2017, Síða 24
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Verkefnisstjórnin, sem var fyrr á árinu falið að endurskoða peninga- stefnu Íslands til framtíðar, heldur sínu striki þrátt fyrir stjórnarslit og boðaðar þingkosningar, að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors í hag- fræði við Háskóla Íslands, sem á sæti í stjórninni. Vinnu verkefnisstjórnarinnar, sem tók til starfa í mars síðast- liðnum, miðar ágætlega en ekki liggur þó fyrir hvenær henni mun ljúka. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra skipaði stjórnina en auk Ásgeirs eiga þar sæti hag- fræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Markmið endurskoðunarinnar, Heldur sínu striki þrátt fyrir kosningar Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands. Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikn- ingi félagsins. Jókst hagnaðurinn um liðlega 60 milljónir króna eða um 23 prósent á milli ára. Eigið fé félagsins, sem ber heitið P 126 ehf., nam tæplega 1.620 millj- ónum króna í lok síðasta árs og jókst um 310 milljónir á milli ára. Var eigin fjárhlutfall félagsins 98,8 pró- sent í lok árs 2016. P 126 ehf. er í eigu félagsins Charamino Holdings sem er skráð í Lúxemborg, en Einar Sveinsson er eigandi þess félags. Hagnaður félagsins í fyrra stafaði að mestu af afkomu dótturfélagsins Pei ehf. Dótturfélagið á meðal annars rúmlega 22 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., sem keypti, eins og frægt er orðið, um 25 prósenta hlut af Landsbankanum í Borgun í lokuðu söluferli í nóvember 2014. Í dag nemur hlutur Eignarhaldsfélags Borgunar 32,4 prósentum. Landsbankinn hefur stefnt meðal annars Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. vegna sölunnar. Er það mat bankans að félagið hafi leynt upplýsingum sem það, og aðrir stefndu, bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Bókfært virði Pei ehf. var 314,8 milljónir í árslok 2016, að því er fram kemur í ársreikningi móðurfélagsins. P 126 ehf. á auk þess hlut í meðal annars ISS á Íslandi, Kynnisferðum og Kviku banka. Lögmaðurinn Benedikt Einarsson, sonur Einars, er skráður eini stjórnar- maður og framkvæmdastjóri P 126 ehf. – kij Félag Einars Sveinssonar hagnast um 375 milljónir Einar Sveinsson fjárfestir. REYÐARFJÖRÐUR Eski örður ÍSAFJÖRÐUR AKUREYRI Húsavík REYKJAVÍK Sauðárkrókur Borgarnes Helguvík Grundar örður Bíldudalur Patreks örður Blönduós Ólafs örður Siglu örður Dalvík Grindavík Selfoss Hvammstangi Hólmavík Stykkishólmur Ólafsvík Búðardalur Skagaströnd Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn GRUNDARTANGI Neskaupstaður Djúpivogur Fáskrúðs örður Höfn Vopna örður Egilsstaðir Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Reykjanesbær öflugt flutninganet um land allt – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is að því er sagði í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu, er að finna þann ramma peningastefnu sem til lengri tíma litið er heppi- legastur til að styðja við efnahags- legan og fjármálalegan stöðugleika hér á landi. Í sumar var nokkrum erlendum sérfræðingum falið að veita stjórn- inni ráðgjöf, en í þeim hópi eru meðal annars Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, og Athanasios Orphan ides, prófessor við MIT-háskóla og fyrr- verandi seðlabankastjóri Kýpurs. Gert er ráð fyrir að erlendu sér- fræðingarnir ljúki sinni vinnu um áramót. – kij Ef gististaðir á landsbyggð-inni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 pró-sent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hót- ela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðis- aukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norð- austurlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamn- ingsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisauka- skatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækk- að um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þann- ig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinn- ar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrk- ingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á lands- byggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjón- ustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförn- um tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sér- staklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalar- daga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttekt- inni. kristinningi@frettabladid.is Skattahækkun myndi leiða til taprekstrar Hækkun á virðisaukaskatti myndi ógna afkomu gististaða samkvæmt nýrri út- tekt KPMG. Gististaðir á landsbyggðinni yrðu reknir með miklu tapi en afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu yrði nálægt núlli. Rekstrarskilyrðin hafa versnað. KPMG telur að frekari hækkun verðs á gistiþjónustu muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og stytta dvalartíma þeirra. Mikil gengisstyrking og launahækkanir hafa leikið mörg ferðaþjónustufyrirtæki grátt. Fréttablaðið/anton brinK Staða margra fyrirtækja er veru- lega veik, sér í lagi á lands- byggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar 1 8 . o K t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -D 7 3 0 1 E 0 0 -D 5 F 4 1 E 0 0 -D 4 B 8 1 E 0 0 -D 3 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.