Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 28
Heildar auðlegðarskattur
1% 1,5% 2%
100 7.957.594 11.936.391 15.915.188
150 5.126.231 7.689.346 10.252.462
200 3.862.248 5.793.372 7.724.496
H
re
in
e
ig
n
Hverju gæti auðlegðarskattur skilað í ríkissjóð?
Viðbótar auðlegðarskattur
1% 1,5% 2%
100 3.183.037 4.774.556 6.366.075
150 2.050.492 3.075.738 4.100.984
200 1.544.899 2.317.348 3.089.798
H
re
in
e
ig
n
Auðlegðarskattur
1% 1,5% 2%
100 4.774.556 7.161.834 9.549.113
150 3.075.738 4.613.607 6.151.477
200 2.317.348 3.476.023 4.634.697H
re
in
e
ig
n
Upptaka hátekju- og a u ð l e g ð a r s k a t t a myndi einungis fjár-magna á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða
króna útgjaldaloforðum sem sumir
stjórnmálaflokkar hafa gefið fyrir
komandi þingkosningar.
Útreikningar sem byggðir eru
á sérvinnslu gagna frá Hagstofu
Íslands út frá skattframtölum fyrir
árið 2016 leiða í ljós að 48 til 76 pró-
senta hátekjuskattur á þá sem hafa
meira en 25 milljónir króna í árslaun
myndi auka skatttekjur ríkissjóðs um
159 milljónir til 2,7 milljarða króna
á ársgrundvelli. Þá myndi auðlegðar-
skattur sem lagður yrði á hreina
eign að virði yfir 150 milljónir króna
skila 5,1 milljarði upp í 10,2 milljarða
króna aukalega til ríkissjóðs á ári, eftir
því við hvaða skatthlutfall miðað er
við. Til samanburðar hafa sumir
stjórnmálaflokkar heitið því að auka
ríkisútgjöld árlega um 50 til 75 millj-
arða króna komist þeir til valda að
loknum kosningum. Hafa þeir heitið
því að sækja ekki þá fjármuni með því
að hækka skatta á almenning.
„Tuga milljarða kosningaloforð
verða ekki eingöngu fjármögnuð
með hátekju- og auðlegðarskatti.
Þessir útreikningar sýna að miðað við
tekju- og eignadreifingu landsmanna
er einungis hægt að fjármagna brota-
brot af þeim loforðum með slíkri
skattheimtu. Það er því ljóst að ef
farið verður í þá vegferð sem boðuð
hefur verið mun þurfa að sækja tekjur
annars staðar frá, með skattahækkun
á heimilin í landinu,“ segir Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna-
hagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Ari Skúlason, hagfræðingur í hag-
fræðideild Landsbankans, segir að
setning laga um opinber fjármál og
sú fjármálastefna sem sett hefur verið
á grundvelli hennar setji fjárreiðum
ríkissjóðs tiltölulega þröngan ramma.
Það geri það að verkum að erfitt sé
að „láta skipið taka mjög snöggar
beygjur“. Ekki sé mögulegt að auka
ríkisútgjöldin verulega án þess að
afla tekna á móti. Lögin veiti ekki
svigrúm til þess. „Ramminn er tiltölu-
lega þröngur. Þetta er ekki eins og hér
áður fyrr þegar allt var látið gossa og
tekið á afleiðingunum síðar meir.“
Aukist um 334 milljarða
Í útreikningunum, sem eru byggðir
á gögnum frá Hagstofunni, er gengið
út frá þeirri forsendu að ríkisútgjöld
aukist árlega um 70 milljarða króna.
Er það í nokkru samræmi við tillögur
að minnsta kosti tveggja stjórnmála-
flokka, Samfylkingarinnar og Vinstri
hreyfingarinnar – græns framboðs,
eins og þær birtust síðasta vor í
nefndarálitum fulltrúa flokkanna
við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar
fyrir árin 2018 til 2022. Í áliti Bjark-
eyjar Olsen Gunnarsdóttur, full-
trúa Vinstri grænna í fjárlaganefnd,
var lagt til að tekjur ríkissjóðs yrðu
auknar um 334 milljarða króna á
næstu fimm árum. Aukningin yrði 53
milljarðar króna strax á næsta ári og
færi stighækkandi upp í 75 milljarða
árið 2022.
Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði
hins vegar til að tekjur ríkissjóðs
yrðu auknar um 236 milljarða króna
á næstu fimm árum eða sem nemur
liðlega 50 milljörðum á ári.
Flokkarnir hafa verið nokkuð sam-
stiga um að ekki standi til að hækka
skatta á almenning, heldur að auknir
fjármunir verði sóttir með sérstakri
skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta
hópinn í samfélaginu. „Við ætlum
ekki að hækka skatta á almenning
á Íslandi. Hins vegar ætlum við að
hliðra til innan skattkerfisins til að
gera það réttlátara. Kjör almenn-
ings verða sett í forgang og um leið
stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði
áfram ríkari á sama tíma og aðrir sitja
eftir,“ segir til að mynda í stefnuskrá
Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
flokksins, hefur ítrekað sagt að
skattar verði ekki hækkaðir á
almenning fái flokkurinn ein-
hverju ráðið eftir kosningar. Þess í
stað hefur hún meðal annars lagt
til að skattar verði hækkaðir á þá
sem hafa 25 milljónir króna eða
meira í árstekjur og „ofurbónusa“ í
fjármálageiranum og að jafnframt
verði tekinn upp 1,5 prósenta auð-
legðarskattur á „miklar eignir með
háu frítekjumarki“. Auk þess hefur
flokkurinn meðal annars viðrað
hugmyndir um að taka upp komu-
gjöld af farseðlum ferðamanna
og afkomutengd auðlindagjöld af
útgerðarfélögum, svo eitthvað sé
nefnt. Hins vegar hefur flokkurinn
ekki sagst vilja hækka virðisauka-
skatt á ferðaþjónustu úr 11 í 24 pró-
sent, eins og gert var ráð fyrir í fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar, en
sú hækkun myndi skila um 18 millj-
örðum í auknar tekjur til ríkissjóðs.
Eftir litlu að slægjast
Til þess að leggja mat á hversu raun-
hæft það er að auka ríkisútgjöldin svo
umtalsvert sem lagt hefur verið til í
yfirstandandi kosningabaráttu, án
þess að leggja aukna skatta á almenn-
ing, hefur Markaðurinn áætlað mögu-
legar skatttekjur af upptöku hátekju-
og auðlegðarskatta.
Gert er ráð fyrir að nýju þriðja
þrepi verði bætt inn í tekjuskatts-
kerfið og að allir þeir Íslendingar sem
hafi 25 milljónir króna eða meira í
árslaun, en þeir eru 946 manns sam-
kvæmt gögnum frá Hagstofunni,
verði í því skattþrepi. Þess má geta
að umræddur hópur greiðir nú 46,24
prósenta tekjuskatt.
Niðurstaðan er sú að verði hér sett-
ur á 48 til 76 prósenta hátekjuskattur
munu áætlaðar skatttekjur aukast um
159 milljónir til 2,7 milljarða króna á
ársgrundvelli. Hátekjuskattur myndi
því einungis fjármagna í besta falli á
bilinu 0,2 til 3,8 prósent af þeim 70
milljarða króna útgjaldaloforðum
sem hafa verið gefin og útreikning-
arnir miða við.
Taka skal fram að í útreikning-
unum er ekki gert ráð fyrir að fólk
bregðist með einhverjum hætti við
skattheimtunni, svo sem með því að
draga úr vinnuframlagi, greiða lægri
Standa undir brotabroti af loforðunum
Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5 til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tugmilljarða kosningaloforð ekki
fjármögnuð nema með hækkun skatta á almenning. Lektor við HR segir fjármögnun útgjaldahækkana þurfa að liggja skýrt fyrir.
Tuga milljarða
kosningaloforð
verða ekki eingöngu fjár-
mögnuð með hátekju- og
auðlegðarskatti.
Ásdís Kristjáns-
dóttir, forstöðu-
maður efnahags-
sviðs Samtaka
atvinnulífsins
Flestir stjórnmálaflokkar landsins hafa heitið því að efna ekki loforð sín fyrir komandi Alþingiskosningar með því að hækka skatta á almenning. FréttAblAðið/Anton brink
Hörður Ægisson
hordur@frettabladid.is
Kristinn Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r6 markaðurinn
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
0
-F
E
B
0
1
E
0
0
-F
D
7
4
1
E
0
0
-F
C
3
8
1
E
0
0
-F
A
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K