Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 45
Fjöldi einstaklinga: 245.739 Fjöldi einstaklinga: 18.213 Fjöldi einstaklinga: 946 10 milljónir í árstekjur 25 milljónir í árstekjur Tekjur 39,64% 46,24% 78% 48% Færri en þúsund með yfir 25 milljónir í árstekjur Núverandi skattþrep auk þriðja skattþreps VIÐ ERUM TÖLVUDEILD YFIR 400 FYRIRTÆKJA Daglegur rekstur á tölvukerfum ásamt hýsingu gagna og hugbúnaðar eru okkar ær og kýr. Við veitum persónulega þjónustu og erum sérfræðingar í tækniþörfum viðskiptavina okkar. Við erum óháð vélbúnaðar- og hugbúnaðarframleiðendum og þannig tekur okkar ráðgjöf eingöngu mið af hagsmunum viðskiptavina okkar. Kynntu þér málið: 460 3100 / sala@thekking.is 2.540 3.862 160 70.000 63.438 Útgjaldsloforð Ef þriðja skatt- þrep er 48% Ef þriðja skatt- þrep er 76% Ófjármögnuð Útgjaldaloforð Auðlegðarskattur (1% á eignir yfir 200 milljónir 9,4% Tekjur við þriðja skattþrep auk auðlegðarskatts milljónir króna í samanburði við útgjaldaloforð 2.800 2.400 2.000 1.600 1.200 800 400 0 Viðbótartekjur við þriðja skattþrep Hlutfall af tekjum og milljónir króna 48% 52% 56% 60% 64% 68% 72% 76% Heildarskatttekjur hins opinbera 2015 Sem hlutfall af landsframleiðslu, leiðrétt fyrir greiðslum almanna­ trygginga Svíþjóð Ísland Finnland Noregur Meðaltal 34 34 31 25 28 OECD laun út úr eigin rekstri eða flytja ein- faldlega af landi brott. Slík viðbrögð yrðu vitanlega til þess fallin að draga úr heimtum af skattahækkununum. Hvað varðar upptöku auðlegðar- skatts, eins og nokkrir stjórnmála- flokkar hafa talað fyrir, þá skal taka fram að nákvæm útfærsla á viðmið- un hefur ekki komið fram, en nefnt hefur verið að leggja auðlegðarskatt á eignir eignamesta tekjuhópsins. Til einföldunar er stuðst við sambærilegt kerfi auðlegðarskatts og var við lýði á árunum 2010 til 2014 þar sem auð- legðarskattur var lagður á eignir og sérstakur viðbótarauðlegðarskattur á skattstofn sem var mismunur á nafn- og raunvirði hlutabréfa. Eru fasteignir taldar með í útreikningunum. Útreikningarnir leiða í ljós að auð- legðarskattur myndi ekki einn og sér brúa það bil sem upp á vantar til þess að fjármagna gefin kosningaloforð. Ef miðað er við að lagður yrði auð- legðarskattur á hreina eign að virði yfir 150 milljónir króna, svo eitt dæmi sé tekið, þá myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 5,1 til 10,2 milljarða króna, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað. Skattar með þeim hæstu Ásdís segir því oft haldið fram í opin- berri umræðu að beita þurfi skatt- kerfinu til þess að draga úr tekju- ójöfnuði. „Staðan er hins vegar sú að tekjujöfnuður er einn sá mesti hér á landi á meðal OECD-ríkja. Þetta eru tölulegar staðreyndir sem finna má í gagnagrunni OECD.“ Það sé einmitt ástæðan fyrir því af hverju hægt sé að sækja svo litlar við- bótarskatttekjur með því að setja hér á hátekjuskatt. Tekjujöfnuðurinn sé það mikill að ríkið beri afar lítið úr býtum með skattheimtu á hæstu tekjur. Ásdís bendir auk þess á að hér á landi séu opinber útgjöld nú þegar ein þau mestu meðal ríkja OECD. „Á sama tíma dregur hið opinbera nán- ast hvergi meiri skatttekjur til sín sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er því eðlilegt að spyrja sig að ef það skortir fé til þarfra verkefna, eru íþyngjandi skattahækkanir rétta leiðin? Skattar voru eins og kunnugt er hækkaðir í kjölfar hrunsins og hafa hækkanirnar ekki verið dregnar til baka svo neinu nemi. Það er varla svig- rúm til frekari skattahækkana, hvort sem horft er til einstaklinga eða fyrir- tækja. Þess vegna köllum við eftir því að yfirboðum linni og að stjórnmála- menn tali um raunhæfar leiðir til að fjármagna kosningaloforðin. Það hlýtur að vera svigrúm til þess að nýta skattfé landsmanna betur og forgangs- raða í ríkisrekstri þegar skattheimtan er nú þegar í hæstu hæðum.“ Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir það gríðarlega nauð- synlegt að ríkið ýti ekki undir þenslu í þjóðarbúskapnum. „Menn verða að stíga varlega til jarðar þannig að það myndist ekki mikil þensla. Hún kæmi þá fram í vaxtahækkunum og öðru slíku.“ Katrín segir stöðu ríkissjóðs mjög fína. Þenslan sé hins vegar mikil og því sé eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. „Það væri alveg hægt að auka útgjöldin ef það liggur skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna útgjaldahækkanirnar. Það þyrfti ekki endilega að hafa neikvæð áhrif á þenslustigið.“ Ari segist eiga erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda.“ Hann segir ríkissjóð vera í góðri stöðu sögulega séð. „Við höfum sýnt talsvert mikla íhaldssemi í útgjöldum á síðustu árum. Þetta hefur verið í járnum sem er kannski ástæðan fyrir því að margir sakna þess að settir séu peningar í hina og þessa málaflokka.“ Vissulega séu ófjármagnaðar líf- eyrisskuldbindingar hins opinbera upp á mörg hundruð milljarða króna stórt vandamál sem eftir eigi að glíma við. „Að þeim slepptum er staðan ágæt. Miðað við allt og allt erum við í þokkalega góðu jafnvægi.“ Sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 37 prósent af hagnaði í skatta Sjávarútvegsfyrirtæki greiddu í fyrra um 37 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjöld. Hlutfallið hefur verið á svipuðu reki síðustu þrjú ár en fór hæst í 56 prósent árið 2012. Tillögur margra stjórnmálaflokka fyrir komandi kosningar er að auka álögur á sjávarútvegsfyrirtæki, sér í lagi þau stærri, en sem dæmi hafa Vinstri grænir viðrað hugmyndir um að taka upp afkomutengd auðlindagjöld. Samfylkingin gagn­ rýnir auk þess í kosningaáherslum sínum „methagnað í sjávarút­ vegi undanfarin ár á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað. Þessi þróun mun ekki halda áfram verði Samfylkingin í ríkisstjórn,“ segir þar. Miðað við hvað sjávarútvegsfyrir­ tæki greiða nú þegar stórt hlutfall af hagnaði í opinber gjöld – á bilinu 37 til 56 prósent á síðustu fimm árum – er erfitt að sjá að boðaðar hækkanir á veiðigjöldum geti skilað umtalsverðum tekjum til viðbótar til ríkissjóðs. 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 27% 26% 23% 24% 16% 33% 51% 56% 47% 38% 36% 37% 18% 18% 18% 18% 18% 15% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 20% 42% Er meira að sækja í auknar álögur á sjávarútveg? Heimild: Deloitte n Veiðigjald (v­ás) n Tekjuskattur (v­ás) n Tekjuskattur + veiðigjald sem hlutfall af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja (h­ás) n Tekjuskattur á hagnað fyrirtækja (h­ás) markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . o K T ó b E R 2 0 1 7 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -F E B 0 1 E 0 0 -F D 7 4 1 E 0 0 -F C 3 8 1 E 0 0 -F A F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.