Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 48
Þögn WOW air Athygli hefur vakið að flugfélagið WOW air hefur ekki birt neinar upplýsingar um rekstur og afkomu félagsins á þessu ári. Það er mikil breyting frá því sem áður var, en sem dæmi sendu forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningar ársfjórðungslega í fyrra þar sem ítarlega var greint frá uppgjöri félagsins og afkomuhorfum þess. Flugfélag Skúla Mogensen er vitaskuld ekki skráð á hlutabréfa- markað og ber því þess vegna ekki skylda til þess senda reglulega frá sér uppgjörstilkynningar, en þessi þögn félagsins hefur engu að síður vakið athygli manna. Ekki auglýst Marta Jóns- dóttir var í ágúst ráðin fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar (Kadeco) þegar Kjartan Þór Eiríksson neyddist til að segja starfi sínu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Starfið var ekki auglýst og ráðningin sögð tímabundin enda væri endurskipu- lagning á rekstri Kadeco að hefjast. Stjórn félagsins er pólitískt skipuð en það er alfarið í eigu ríkisins. Nú eru kosningar fram undan og alls óljóst hvaða stefna verður tekin varðandi framtíð Kadeco. Gengin í gegn Útgáfufélagið Myllusetur, sem gefur út Við- skiptablaðið og Fiskifréttir, eignaðist í lok síðasta mánaðar Frjálsa verslun, elsta viðskiptatímarit landsins. For- svarsmenn Heims, börn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, höfðu um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun og hófust í sumar viðræður á milli þeirra og forsvarsmanna Myllu- seturs, en Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi síðarnefnda félags- ins. Með sölunni á Frjálsri verslun lýkur Heimur sölu á tímaritum sínum, en félagið gaf meðal annars út Vísbendingu, Iceland Review og Ský. Jón G. Hauksson, sem hefur rit- stýrt Frjálsri verslun síðustu 25 ár, er hættur störfum og kominn með sinn eigin vikulega sjónvarpsþátt á ÍNN. Már í góðum félagsskapSkotsilfur Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins Allir helstu seðlabankastjórar heims fjölmenntu á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fram fór í Washington-borg í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sést hér upptekinn í símanum sínum en neðst á myndinni má sjá Má Guðmundsson seðlabanka- stjóra í góðum félagsskap. Hann nýtti helgina vel og fundaði meðal annars með stjórnendum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. NORDICPHOTOS/GETTY Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfs- mönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýt- ing eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri. Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfs- fólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað við- horf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé upp- byggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og með- taki hvað yfirmaður er að segja. Samskiptahæfni starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hags- munaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir göt- unum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn. Áhrif viðhorfa og samskipta á framleiðni Hugmyndir og tillögur um stytt- ingu vinnutíma á Íslandi markast af röngum upplýsingum og þar af leiðandi röngum ályktunum. Flestir halda að dagvinnutími á viku sé 40 stundir og bera saman við 37 eða 37,5 stundir í Danmörku og Noregi. Þetta er ekki rétt því dag- vinnutími verður lengstur 37 stund- ir á Íslandi. Vinnutími er sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnuveitandann. Umsamdir kaffitímar, 3 klukkustundir á viku, eiga þannig ekki að reiknast með vinnutíma þótt þeir séu greiddir. Kaffitímarnir eru eigin tími starfs- manna og þeim er yfirleitt frjálst að yfirgefa vinnustaðinn á meðan á þeim stendur. Umsaminn ársvinnutími á Íslandi er hvergi styttri í Evrópu, að Frakk- landi undanskildu. Árlegar vinnu- stundir sem standa vinnuveitendum til ráðstöfunar á dagvinnukaupi eru 1.632 og er þá miðað við 37 stundir á viku, 28 daga meðalorlof og 11,4 sérstaka frídaga. Ósveigjanlegir kjarasamningar Mikill munur er á greiddum vinnu- stundum og raunverulega unnum stundum hér á landi. Ísland sker sig frá öðrum löndum vegna þess hversu stór hluti launagreiðslna er í formi yfirvinnugreiðslna. Skýringin liggur í ósveigjanlegum ákvæðum kjarasamninga um vinnutíma. Samanburður kjarasamninga á Íslandi og öðrum Norðurlöndum leiðir berlega í ljós hversu ósveigjan- legir íslensku kjarasamningarnir eru varðandi skipulag vinnutíma. Á Norðurlöndum eru víða miklir möguleikar á því að jafna vinnu- stundum milli daga og vikna og gera vinnutímann upp á lengri tímabilum, t.d. mánuði eða jafn- vel enn lengri tímabilum. Þannig er vinnustundum umfram vinnu- skyldu á einu tímabili mætt með færri vinnustundum á síðara tíma- bili. Slíkur sveigjanleiki dregur mjög úr yfirvinnugreiðslum enda eru þær til dæmis aðeins 1% launagreiðslna í Danmörku en 15% á Íslandi. Skynsamt fólk lærir af mistökum sínum og annarra. Lögin frá 1972 um 40 stunda vinnuviku (í raun 37 stundir) hafði óveruleg áhrif á heildarvinnutíma þótt þau styttu dagvinnutíma um fjórar stundir á viku. Áhrif laganna voru fyrst og fremst að hækka launakostnað atvinnulífsins. Áhrifin af umsaminni styttingu dagvinnutímabils versl- unarmannafélaga árið 2000 drógu ekki úr heildarvinnutíma verslunar- manna, en hlutur yfirvinnutekna í heildarlaunum jókst og þar með launakostnaður. Miðstýring eykur ekki framleiðni Ofmat á vinnustundum á Íslandi veldur því að afköst mælast léleg í alþjóðlegum samanburði og margir trúa því að þau taki stökkbreytingu með pennastriksaðferð sem gengur undir heitinu „stytting vinnutíma“. Framleiðni á Íslandi er vanmetin vegna þess ofmats á vinnutíma sem felst í því að taldir eru greiddir tíma en ekki unnar vinnustundir. Í veru- leikanum eykst framleiðni jafnt og þétt í hægum skrefum með sífelld- um og smáum umbótum þúsunda aðila. Mældur (og ofmetinn) vinnutími hefur styst hér á landi um fjórar klukkustundir á viku á undanförn- um tveimur áratugum og um 12-14 stundir sé litið til undangenginna fjögurra áratuga. Þetta er mikil breyting og er til marks um aukin afköst og bætt lífskjör þar sem svig- rúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin fram- leiðni í atvinnulífinu hefur knúið þessa þróun áfram. Svigrúminu sem framleiðniaukning hefur skapað til bættra lífskjara hefur verið skipt milli beinnar kaupmáttaraukningar og styttri vinnutíma. Sveigjanlegri ákvæði kjarasamninga en nú eru geta hvatt atvinnulífið til aukningar framleiðni og stuðlað að bættum kjörum, en það geta einfaldar pennastriksaðferðir ekki. Rangfærslur um styttingu vinnutíma á Íslandi Herdís Pála ráðgjafi, mark- þjálfi og FKA-fé- lagskona. 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r10 markaðurinn 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 0 -E 6 0 0 1 E 0 0 -E 4 C 4 1 E 0 0 -E 3 8 8 1 E 0 0 -E 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.