Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 52
Upplýsingatæknisvið sér um rekstur og þróun tölvukerfa, ásamt því að þjónusta starfsfólk og eftirlitsskylda aðila við notkun kerfanna. Samstarf er við bæði innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir um ýmis verkefni. Við leitum að tæknilega sinnuðum einstaklingi með góða þekkingu og reynslu af kerfisrekstri, ríka þjónustulund og góða öryggisvitund. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Helstu verkefni • Uppfærsla og rekstur upplýsingatæknikerfa • Uppsetning og viðhald tölvubúnaðar • Umsjón með eldvegg, vefsíum og öðrum öryggisbúnaði • Þjónusta við notendur tölvukerfa • Annað sem til getur fallið á upplýsingatæknisviði Menntunar- og hæfnikröfur • Viðeigandi menntun í kerfisrekstri eða tölvunarfræðum • Reynsla af rekstri tölvukerfa • Þekking á umsýslu sýndarumhverfis (t.d. VMware) • Þekking og reynsla af stjórnun eldveggja og öðrum vörnum netkerfa • Þekking og reynsla af Microsoft lausnum, s.s. Exchange, Skype og SCCM kostur • Þekking á Veeam eða sambærilegum afritunarlausnum kostur • Þekking á uppsetningu og stillingu gagnagrunna kostur • Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð KERFISSTJÓRI Leitum að öflugum starfsmanni í kerfisumsjón og þjónustu. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND Umsjón með ráðningu hafa Bjarni Þór Gíslason upplýsingatæknistjóri (bjarnithor@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita Óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita-, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Starfsaðstaða er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Starfssvið : • Verkefnastjórnun og verkeftirlit vegna nýframkvæmda og viðhaldsmála á sviði umhverfis- og gatnakerfa. • Ábyrgð á að framkvæmd verkefna sé í samræmi við lög og reglugerðir. • Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka. • Vinna við fráveitumál. • Vinna við landupplýsingagrunn. • Vinna við GPS landmælingar. • Vinna við umhverfismál. • Áætlanagerð og forgangsröðun verkefna. Menntunar- og hæfniskröfur: • Byggingafræðingur, -tæknifræðingur eða -verkfræðingur eða aðra sambærilega menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla og þekking á fráveitum og gatnagerð. • Reynsla og þekking á umhverfismálum. • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun. • Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. • Þekking og reynsla af notkun Windows-Office og CAD-hugbúnaðar . Frekari upplýsingar um starfið veitir Eyþór Sigurðsson í síma 480 5500 á skrifstofutíma. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi á hæfni viðkomandi í starfið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2017 á netfangið tsv@utu.is Hjúkrunarfræðingur Miðstöð meltingarlækninga, Læknastöðinni Glæsibæ, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa. Starfshlutfall allt að 80% Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið laeknastodin@laeknastodin.is fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Kristín Ólafsdóttir deildarstjóri á kristin@laeknastodin.is Læknastöðin · Álfheimar 74 · 104 Reykjavík · sími: 5356800 · fax: 5356805 Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar Velferðarráðuneytið auglýsir embætti landlæknis laust til umsóknar. Um embættið fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar skv. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Embættið heyrir undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra. Umsækjendur skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu. Landlæknir ber ábyrgð á því að embættið starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber jafnframt ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma embættisins sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Hlutverk landlæknis er meðal annars að: • veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins, • annast forvarna- og heilsueflingarverkefni, • efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa og styðja við menntun á sviði lýðheilsu, • vinna að gæðaþróun, • hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum, • hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna, • veita starfsleyfi til einstaklinga sem uppfylla skilyrði laga og reglugerða til notkunar starfsheita löggiltra heilbrigðisstétta, • stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í sam ræmi við kröfur heilbrigðisþjónustunnar á hverjum tíma, • sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu, • bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög, • safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, • meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann saman við sett markmið, • stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins, • sinna öðrum verkefnum sem honum eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra. Skipað verður í embættið frá 1. apríl 2018. Um kjör landlæknis fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs þar til ný ákvörðun hefur verið tekin um laun og starfskjör skv. 39. gr. a. laga um rét- tindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið. Upplýsingar um starfið veita Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðu- neytisstjóri (postur@vel.is) og Áslaug Einarsdóttir settur skrifstofustjóri (aslaug.einarsdottir@vel.is) í síma 545 8100. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2017. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðko- mandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsóknir skulu sendar til velferðarráðuneytisins, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík eða á netfangið postur@vel.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Velferðarráðuneytinu, 10. nóvember 2017. 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -B 5 9 4 1 E 3 1 -B 4 5 8 1 E 3 1 -B 3 1 C 1 E 3 1 -B 1 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.