Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 85

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 85
Í dag klukkan þrjú verður opnuð myndlistarsýningin Vits-munaleg munúð í Galleríi Gátt í Hamraborg 3a í Kópavogi. Þar verða sýnd verk eftir myndlistar- konuna Ólöfu Björgu Björnsdóttur sem útskrifaðist úr málaradeild LHÍ 2001 eftir að hafa numið bæði í Kóreu og í Granada á Spáni. Sýningin er tvískipt. Annars vegar fjallar hún um þroskaþrep út frá ákveðnu kerfi sem snýst um það að breyta og bæta sjálfan sig og gefa áfram þær gjafir í einhverju formi til heimsins. Hins vegar gerir myndlistarkonan dulúð- legar tilraunir til að kalla fram kynorku. Málverk & nuddbekkur er í aðalrýminu og má segja að erótísk tilraunavinnustofa verði í hliðarrými. Sá hluti sýningar- innar verður breytilegur á meðan á sýningartímabilinu stendur, allt eftir dagsformi listakonunnar. Sýningin verður opin miðvikudaga til sunnudaga milli 15 og 18 og stendur til 3. desember. Vitsmunaleg munúð í Gátt Jólahlaðborð á vegum vinnu-veitenda er á undanhaldi í Nor-egi. Jólahlaðborðið hefur verið ein aðalhátíð starfsmanna í áratugi. Stórfyrirtæki í iðnaði þar í landi eru hætt að bjóða starfsmönnum á jóla- hlaðborð en bjóða þeim til útlanda í árshátíðarferð þriðja hvert ár. Eig- endur fyrirtækisins taka á hverju ári peninginn sem færi í jólahlaðborð til hliðar fyrir utanlandsferð, að því er NRK vefmiðill greinir frá. „Enginn saknar jólahlaðborðsins,“ segir forstjórinn. Annað fyrirtæki býður starfsfólki frekar á jólasýningu í leikhúsi þar sem léleg mæting var á jólahlaðborðið undanfarin ár. Skoðanakönnun sem gerð var á síðasta ári í Noregi upplýsti að sex af hverjum tíu fara í einhvers konar jólamat. Einnig kom fram að færri og færri kjósa hefðbundið jólahlað- borð. Þá hafa hótel og veitingastaðir fundið fyrir minni áhuga á jólahlað- borðum á undanförnum árum. „Það hafa orðið breytingar í þá átt að mörg fyrirtæki bjóða frekar jólamat í hádegi á virkum degi án áfengis,“ segir framkvæmdastjóri NHO Reise- liv í samtali við NRK. Hið hefðbundna jólahlaðborð hefur verið eins frá síðari heims- styrjöldinni í Noregi. Í dag er margt nýtt í boði og fólk er mjög upptekið í desember. „Fólk er orðið leitt á þessum hefðbundnu jólahlað- borðum þar sem eru mismunandi kræsingar og öllu blandað saman.“ Jólahlaðborð á undanhaldi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gaf Hollvinum Grensás landslið- istreyjuna frægu sem verður boðin upp í dag. MYND/VILHELM Hinn árlegi jólabasar Grensáss verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju frá kl. 13-17. Tilvalið er að mæta með fjölskylduna, eiga góða stund og styðja gott málefni í leiðinni. Að þessu sinni verður sérstakur viðburður á jólabasarnum þar sem landsliðstreyja forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, verður boðin upp en hann gaf Hollvinum Grensásdeildar treyjuna sína áritaða til styrktar félaginu. Einn- ig er hægt að bjóða í treyjuna á vefnum www.grensas.is. Á basarnum verður hægt að fá margs konar handunna listmuni, ullarvörur, skinnavörur, kransa og jólaljós, sem og nýbakaðar tertur og brauð. Mörg fyrirtæki gefa veglega happdrættisvinninga og liðsmenn Sniglanna, vélhjóla- samtaka lýðveldisins, baka vöfflur og hita súkkulaði. Allur ágóði af jólabasarnum fer í kaup á nauð- synlegum búnaði og endurbætur á allir aðstöðu fyrir skjólstæðinga og starfsfólk Grensáss. Jólabasar Grensáss í dag Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Lagersala Í dag kl. 10-16 Tískufatnaður og heimilsvara FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 1 . n óv e m b e r 2 0 1 7 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -B A 8 4 1 E 3 1 -B 9 4 8 1 E 3 1 -B 8 0 C 1 E 3 1 -B 6 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.