Fréttablaðið - 16.11.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 0 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 6 . n ó v e M b e r 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
skoðun Sýnum iðnnámi
virðingu, skrifar Sigurður
Hannesson. 17
sport Ólafía Þórunn hefur leik á
lokamóti ársins í dag. 28
Menning Þjóðrembingurinn á
ekkert erindi í eðlilega og skyn-
samlega ræktun og verndun
tungunnar, segir Ari Páll Krist-
insson. 38
lÍFið Hanna Rún Bazev Óla-
dóttir eyddi 300 klukkustundum
í að sauma brúðar-
kjól á vinkonu
sína. 54
plús 2 sérblöð
l Fólk
l aFs á Íslandi
*Samkvæmt prentmiðlakönnun
Gallup apríl-júní 2015
Tannhvíttun með kolum
sögð byggð á blekkingum
dóMsMál Skúli Gunnar Sigfússon,
kenndur við Subway, hefur ásamt
viðskiptafélögum sínum kært Svein
Andra Sveinsson hæstaréttarlög-
mann til héraðssaksóknara fyrir
meintar ólögmætar þvinganir og
rangar sakargiftir.
Tildrög kærunnar eru meintar
hótanir og þvinganir Sveins Andra
í störfum hans sem skiptastjóri
félagsins EK1923. Með tölvupóstum
sem kærendum bárust á Þorláks-
messukvöld 2016 krafðist hann
greiðslna upp á tugi milljóna inn
á vörslureikning sinn frá tveimur
félögum á vegum kærenda vegna
riftanlegra gerninga milli félaganna
tveggja og EK1923. Tekið var fram
að yrðu kröfurnar ekki greiddar
fyrir árslok 2016 yrðu höfðuð rift-
unarmál á hendur félögunum og
kærur sendar til héraðssaksóknara
á hendur fyrirsvarsmönnum þeirra,
fyrir fjársvik og skilasvik.
Um meinta ólögmæta þvingun
segir í kærunni að það hafi vakað
fyrir skiptastjóranum að fá kær-
endur ofan af því að taka til varna
í einkamáli um umdeildar riftunar-
kröfur, með því að hóta þeim kæru
til héraðssaksóknara fyrir meint
hegningarlagabrot. Sveinn er einn-
ig kærður fyrir rangar sakargiftir
með því að kæra þá fyrir alvarleg
auðgunarbrot þrátt fyrir að honum
mætti vera ljóst að ásakanirnar
tengdust með beinum hætti niður-
stöðu riftunarmála sem hann hafi
sjálfur höfðað fyrir héraðsdómi.
Kærendur kvörtuðu undan Sveini
til úrskurðarnefndar Lögmanna-
félagsins og kvað nefndin upp
úrskurð 9. október síðastliðinn. Þar
kemur fram að í bréfum skiptastjór-
ans felist ótilhlýðileg þvingun gagn-
vart kærendum í skilningi 35. gr. siða-
reglna lögmanna og að aðfinnsluvert
hafi verið að setja fram ítrekaðar
kröfur um greiðslu skuldbindinga
sem ljóst var að kærendur féllust
ekki á og vildu verjast fyrir héraðs-
dómi, með tilvísun til þess að yrðu
þær ekki greiddar yrðu fyrirsvars-
menn félaganna kærðir til embættis
héraðssaksóknara. – aá / sjá bls. 6.
Sveinn Andri kærður fyrir þvinganir
Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir ólögmætar þvinganir í starfi hans sem
skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands.
BROT ÚR
HJÓNABANDI
Fjölskyldan á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði finnur sannarlega fyrir aukinni eftirspurn eftir hangikjöti þegar nær dregur jólahátíðinni. Guðmundur Sigurjónsson, bóndi á Bjarteyjarsandi,
gengur hér úr skugga um að allt sé með felldu í reykkofanum. „Við erum að brasa í þessu á haustin eftir sláturtíð og alveg fram að jólum,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið/anton brink
neytendur „Sú virkni
sem haldið er fram að
þessi efni hafi byggir
ekki á sterkum vísinda-
legum grunni,“ segir Vil-
helm Grétar Ólafsson,
tannlæknir og lektor við
tannlæknadeild HÍ, um
nýjasta æðið í hvíttun
tanna. Það felur í sér að
fólk burstar tennur sínar
upp úr kolum, sem sögð
eru 100 prósent náttúru-
leg, ýmist í púður- eða
tannkremsformi í leit að
hvítara brosi. Vilhelm segir
alls ekki hægt að mæla með
notkun efnanna sem notið
hafa töluverðra vinsælda
hér á landi sem og erlendis
að undanförnu. Hér á
landi er kolatannkrem í
boði frá nokkrum fram-
leiðendum. Æði þetta
hefur verið knúið áfram
af markaðssetningu á
netinu þar sem áhrifa-
valdar á samfélags-
miðlum hafa haldið því
sem sérfræðingar kalla
blekkingar að ungu
fólki í leit að töfra-
lausnum. Erlendir
s é r f ræ ð i n g a r h a f a
sömuleiðis varað við
notkun tannhvíttunar-
efna unninna úr kolum
þar sem þau geti hrein-
lega skaðað tennur.
– smj / sjá síðu 8
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
B
-4
6
9
4
1
E
3
B
-4
5
5
8
1
E
3
B
-4
4
1
C
1
E
3
B
-4
2
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K