Fréttablaðið - 16.11.2017, Page 2
Við undirbúum nú
opna samkeppni
um allt þetta svæði sem fer í
gang í byrjun nýs árs.
Lúðvík Geirsson,
hafnarstjóri
Hafnarfjarðar
Veður
Í dag verður vestanstrekkingur með
kröftugum éljagangi. Á austanverðu
landinu rofar til og gæti séð til sólar.
Hiti um frostmark. sjá síðu 34
Valdarán í Simbabve
Mikil óvissa ríkir í Simbabve eftir að hershöfðingjar landsins skipuðu sveitum sínum að setja Robert Mugabe, forseta landsins, í stofufangelsi. Ríkis
útvarp Simbabve var jafnframt hertekið og í ávarpi sagði leiðtogi hersveitanna að um væri að ræða aðgerð til að hreinsa út „glæpamenn“ í æðstu
stöðum. Þessar stúlkur létu sér fátt um finnast þegar þær rákust á einn af mörgum skriðdrekum á götum höfuðborgarinnar Harare. Fréttablaðið/aFP
2x10
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Láttu mæla
í þér sjónina
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S:587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
NýsköpuN Sprotafyrirtækið Spretta,
í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leik-
ara, hefur óskað eftir lóð við Strand-
götu í Hafnarfirði undir gámaþorp
og vill rækta þar sprettur (e. micro-
greens) og salat. Vill fyrirtækið gera
þriggja til fimm ára samning og hefur
Stefán Karl óskað eftir fundi með
bæjaryfirvöldum sem allra fyrst.
Forsvarsmenn Sprettu, þau Stefán
Karl og Soffía Steingrímsdóttir,
sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann
7. nóvember og óskuðu eftir sam-
starfi vegna tilraunaverkefnisins. Í
því segjast þau vilja rækta spretturn-
ar og innan tíðar salat í endurunnum
frystigámum á lóðinni Strandgötu
86 fyrir veitingahús og almenning.
Lóðin sé á milli „gamla Slipphússins“
og „gamla Íshússins“ við höfnina og
að þau telji hana geta hentað verk-
efninu um matvælaræktun í borg (e.
urban farming) afar vel.
„Í gámaþorpi því sem við mynd-
um vilja reisa við höfnina yrði gætt
vandlega að útliti og aðkomu allri.
Frágangur lóðar yrði á okkar ábyrgð
og í fullri samvinnu við yfirvöld. […]
Þarna gæti orðið til vísir að matvæla-
markaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem
hugsa mætti sér að um helgar væri
hægt að nálgast hafnfirska mat-
vöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“
segir í bréfinu og þar tekið fram að
fyrirmyndir verkefnisins séu sóttar
meðal annars til Bandaríkjanna og
Bretlands.
Erindi Sprettu var tekið fyrir á
fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag
og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra þá
falið að ræða nánar við forráðamenn
félagsins.
„Hafnarstjórnin hefur ekki tekið
neina afstöðu og kallaði eftir frekari
gögnum og upplýsingum. Þar er
málið statt núna,“ segir Lúðvík í sam-
tali við Fréttablaðið.
„Þetta er lóð sem höfnin á og er á
mikilvægum stað hérna sem tengir
saman miðbæjarsvæðið og höfnina
og við höfum haldið eftir, því að
bæði skipulag og nánari hugmynda-
vinna um framtíð svæðisins eru
ófrágengin. Við undirbúum nú opna
samkeppni um allt þetta svæði sem
fer í gang í byrjun nýs árs og á meðan
erum við ekki að úthluta lóðinni en
þarna er Spretta einungis að biðja
um tímabundin afnot,“ segir Lúðvík.
Ekki náðist í Stefán Karl eða Soffíu
Steingrímsdóttur þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. haraldur@frettabladid.is
Stefán Karl vill lóð undir
gámaþorp í Hafnarfirði
Fyrirtækið Spretta vill lóð við Strandgötu í Hafnarfirði og rækta þar sprettur og
salat. Stefán Karl Stefánsson hefur óskað eftir fundi sem allra fyrst með bæjar-
yfirvöldum. Stefnt er að því að rækta grænmetið í endurunnum frystigámum.
Stefán Karl Stefánsson, leikari og eigandi Sprettu ehf. Fréttablaðið/andri
Velferð Eigandi Trampólíngarðsins
segist ekki kannast við að óvenju
mörg slys hafi orðið þar frá því að
fyrirtækið opnaði dyr sínar fyrir
þremur mánuðum. Fréttablaðið
greindi frá því í gær að um fimmtíu
manns hefðu leitað á Landspítala
undanfarið eftir hopp og skopp í
Trampólíngarðinum. Þar á meðal
eru mörg alvarleg beinbrot.
„Það hafa orðið sex alvarleg slys
hjá okkur og sjö minniháttar,“ sagði
Örn Ægisson, eigandi Skypark, í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég
veit ekki hvaðan þessar tölur koma.“
Um 24 þúsund manns hafa komið
í Trampólíngarðinn frá því að hann
var opnaður. Örn segir það ekki
svo að of mörgum sé hleypt á tram-
pólínin í einu. „Ég held að við séum
að stjórna þessu eins og þetta á að
vera,“ segir Örn. – ebg
Kannast ekki
við fjölgun
trampólínslysa
stjórNmál Skipting ráðuneyta er
nú rædd meðal þeirra flokka sem
eiga í formlegum viðræðum um
myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins leggja
Framsóknarmenn ríka áherslu á að
fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu
flokksins á kerfisbreytingar í fjár-
málakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa
af kröfu Vinstri grænna um að Katrín
Jakobsdóttir verði forsætisráðherra,
er fjármálaráðuneytið hins vegar
óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna
Benediktsson. Því hefur komið til tals
að fjölga ráðuneytum þannig að fjár-
málunum verði skipt upp í tvö ráðu-
neyti og þannig horfið aftur til þess
fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir
árið 2009 þegar ríkisfjármálin ann-
ars vegar og efnahags- og viðskipta-
málin hins vegar voru í sitthvoru
ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H.
Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahags-
hrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn
fjármálaráðuneytið sem Árni Mat-
hiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðs-
son var ráðherra Samfylkingarinnar
í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Verði þessi uppstokkun að veru-
leika má ætla að málefni sem tengjast
annars vegar Seðlabankanum og hins
vegar kjaramálunum verði í fjármála-
ráðuneytinu en uppstokkun fjár-
málakerfisins og málefni bankanna
verði í hinu nýja ráðuneyti.
Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig
til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
enda hefði fjölgunin líklega í för með
sér að flokkurinn fengi ekki aðeins
fimm heldur sex ráðuneyti. – aá
Ræða
fjölgun
ráðherra
Flokkarnir ræða skiptingu ráðuneyta.
1 6 . N ó V e m b e r 2 0 1 7 f I m m t u D A G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A ð I ð
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
B
-4
B
8
4
1
E
3
B
-4
A
4
8
1
E
3
B
-4
9
0
C
1
E
3
B
-4
7
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K