Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 8
Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor í tannfyllingum og tannsjúkdóma- fræði við Tann- læknadeild HÍ NeyteNdur „Það er alls ekki hægt að mæla með þessum tannhreinsi- vörum þar sem virkni þeirra er alls ekki sönnuð, hvorki hvað forvarnir né tannhvíttun varðar, né hafa þær sýnt sig sem öruggar,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir og lektor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, um kolatannhvíttunar- vörur, nýjasta æðið í hvíttun tanna bæði hér og erlendis. Norræna tann- lækningastofnunin, NIOM, varaði nýverið við því að fólk burstaði tennur sínar upp úr kolum, hvort heldur sem er í púður- eða tann- kremsformi, og sagði markaðssetn- ingu villandi og neytendur blekkta. Vörurnar eru fyrst og fremst mark- aðssettar til að höfða  til ungra neytenda á samfélagsmiðlum og á netinu. Hér á landi er kolatannkrem og -púður í boði frá nokkrum fram- leiðendum sem að sjálfsögðu full- yrða allir um yfirburði eigin vöru. Kolin, sem oft eru kol unnin úr kók- oshnetuskeljum eða bambus, eru markaðssett sem 100% náttúruleg, skaðlaus leið til að hvítta tennur og kosta hátt í fjögur þúsund krónur einingin. En þrátt fyrir sannfær ingar- kraft framleiðenda og svokallaðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum eru sérfræðingar og vísindamenn efins. Vilhelm Grétar hefur í gegnum tíðina fjallað töluvert um tann- lýsingu og tannlýsingarvörur sem seldar eru í lausasölu og komist að því að margar þeirra eru gagnslaus- ar. Aðspurður um kolin vísar hann í nýja samantektargrein sem birtist í Journal of the American Dental Association (JADA), eins allra virt- asta vísindarits greinarinnar. „Niðurstöðurnar þar eru í stuttu máli þær að sú virkni sem haldið er fram að þessi efni hafi, byggir ekki á sterkum vísindalegum grunni. Veru- legur skortur er á traustum rann- sóknum á þessum efnum og því er ekki hægt að halda því fram að þau standi jafnfætis flúortannkremi hvað hreinsun og forvarnir varðar, né að þau lýsi tennur til jafns við þau tannhvíttunarefni, s.k. peroxíð- efni, sem hafa sannaða virkni.“ Margir sérfræðingar hafa bent á að hvíttunaráhrifin sem notendur telja sig upplifa megi að mestu rekja til þess að kolin liti tannholdið og tennurnar virðist því hvítari í sam- anburði. Vilhelm Grétar segir að í grein- inni í JADA hafi komið fram frá- sagnir af dökknun tannholds þegar kolaagnir setjist í tannhold not- enda. Vilhelm segir það óæskilega aukaverkun. Alls ekki sé hægt að mæla með notkun tannhirðuvara unnum úr þessum kolum. Í norska fréttaskýringaþætt- inum Helsekontrollen á TV2 var kolatannhvíttunaræðið tekið fyrir nýlega. Þar var Jon E. Dahl, for- stöðumaður NIOM, ómyrkur í máli og sagði kolin ekki hvítta tennur heldur einmitt skapa þessa tálsýn með andstæðu tannholds og tanna. „Notendur eru einfaldlega blekkt- ir,“ var haft eftir honum í þættinum og fleiri sérfræðingar voru á sama máli. Vörurnar væru varhugaverðar og gagnslitlar ef ekki gagnslausar til þeirra töfralausna sem þær boðuðu. Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, tekur aðspurð undir varnaðarorð kollega sinna hjá NIOM sem birtust í norska þætt- inum. mikael@frettabladid.is Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði Nýjasta æðið er að bursta tennur sínar upp úr kolum í púður- eða tannkremsformi í von um hvítari tennur. Vörurnar eru markaðssettar fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum. Blekking, segja sérfræðingar og íslenskir tannlæknar segja ekki hægt að mæla með notkun efnanna. Á YouTube má finna ótal myndbönd af lífsstílsbloggurum prófa kolavörur sem eiga að hvítta tennur. SkjÁSkoT/YouTube SUBARU LEVORG ÖRUGGUR FJÓRHJÓLADRIFINN VALKOSTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 SUBARU LEVORG PREMIUM bensín, sjálfskiptur. Eyðsla 6,9 l/100 km* E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 1 0 0 S u b a ru L e v o rg 5 x 2 0 l æ k k a ð v e rð n ó v *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. EyeSight öryggiskerfi Subaru er það fullkomnasta sem völ er á. Kerfið aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstur. EyeSight öryggiskerfið tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna. Myndavélarnar senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta, greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight kerfið gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. NOKKRIR LEVORG Á SÉRKJÖRUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! VERÐ AÐEINS: 4.390.000 KR. 1 6 . N ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m t u d A G u r8 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -8 6 C 4 1 E 3 B -8 5 8 8 1 E 3 B -8 4 4 C 1 E 3 B -8 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.